Dagblaðið - 16.07.1981, Side 13

Dagblaðið - 16.07.1981, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1981. Póllandi heldur þróuninni á íslandi. Hér virðast mönnum, sem langar að ná völdum yfir öðrum mönnum, ávallt vaxa fiskur um hrygg og við erum í vaxandi mæli að stefna í þá átt, sem Pólverjar eru að koma út. Er þetta hægt Fyrir frelsisbaráttu átjándu og nítjándu alda mátti heita, að maður- inn væri almennt eign einhvers annars. Lénsherrans, aðalsins. Kóngar voru einvaldir. Ekkert mátti aðhafast nema með leyfi eigenda. Átthagafjötrar ríktu. í Frakklandi upphófst mikil bylting, sem kollvarp- aði þessu öllu. Stjórnarskrá vor ber þess merki. Prentfrelsi, atvinnufrelsi, frelsi eignarréttar ogfriðhelgi heimilis o.fl. o.fl. var innleitt. En á seinni árum er hafin öfugþróun. Frelsi manna er takmarkað æ meir. Léns- herrar, sem kalla sig „fulltrúa fólks- ins,” embættismenn, „fræðingar,” svo og eigendur alls kyns þrýstihópa, gerast nú sífellt frekari til valdsins og þrengja að frelsi almennings. Beiting lögregluvalds verður áberandi. Helztu eignir íslendinga eru fast- eignir. Mjög hefur verið þrengt að rétti þeirra yfir sínum eigin fast- eignum. Skattar á þær eru stórhaekk- aðir. Réttur til útleigu þrengd- ur mjög. Ekki má rifa þær án leyf- is eða breyta þeim í útliti. Nýlega fréttum við, að lögregla hefði verið kvödd til vegna þess að menn vestur í bæ í Reykjavík hefðu fjarlægt tvö tré án leyfis réttra yfirvalda. íslendingar, er þetta hægt? Já, vöidin eru sæt. Menn hafa eigin fasteigní-nánastað léni af yfirvöldum. Ef við ætlum að verzla á laugar- dögum, stendur lögregluþjónn í búðardyrunum og bannar mönnum inngöngu. Er þetta hægt, íslendingar? A sama tima er upplýst, að lögreglu- yfirvöld ráða ekkert við verzlun með fíkniefni. Brýnni verkefni eru greini- lega annars staðar. Ákvæöi stjórnarskrár grafið í stjórnarskrá lýðveldisins, 69. gr„ segir, að engin bönd megi leggja á atvinnufrelsi manna, nema al- menningsheill krefji, enda þurfi laga- „Húsmæður eru ekki lengur hæfar sem fóstrur, þótt þær hafi varið beztu árum ævi sinnar til barnauppeldis.” boð til. Hversu djúpt höfum viö grafið þetta ákvæði? Forsaga þessa máls er sú, að í Evrópu réðu hin gömlu iðngildi allri atvinnu manna, en þau voru afnumin með hinum nýju stjórnarskrám eftir 1830 og 1848. En hin gömlu iðngildi hafa verið endurvakin og heita nú þrýstihópar. Aðaltilgangur slíkra hópa er að krefjast prófa til alls kyns starfa til þess að útiloka aðra frá at- vinnu. Sífellt fækkar þeim störfum, sem opin eru fyrir „ófaglært” fólk. Þessu er mjög stefnt gegn hús- mæðrum, sem vilja komast í vinnu utan heimilisins, eftir að börnin eru komin að heiman. Þær eru ekki lengur hæfar sem fóstrur, þótt þær hafi varið beztu árum ævi sinnar til barnauppeldis. Áframhald þessarar þróunar mun bæði útiloka og inniloka, því fólk þarf í vaxandi mæli að komast á milli starfsgreina eins og að komast inn 1 þær í upphafi. Aðaltilgangur þessarar útilokunar- stefnu er að mynda þrýstihóp, sem getur sett neytendum stólinn fyrir dyrnar með því að leggja niður störf. Ef þessi þróun fárra til þess að ná völdum yfir fjöldanum heldur áfram, verðum við komin austur fyrir Pól- land áður en varir. Vonandi verður snúið við áður. Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri. Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson fólki yrði greiddur út sérstakur skatt- afsláttur. Með slikri stefnu töldu Alþýðu- flokksmennirnir, að mun auðveldará. væri að tryggja varanlegar kjara- bætur en með þvi að semja um ein- hverjar peningalaunahækkanir, sem annaðhvort brynnu samstundis upp á verðbólgubálinu eða ríkisvaldið tæki af mönnum aftur. Þessuru tillögum Alþýðuflokksins hafnaði Alþýðusambandsforystan al- gerlega. Einkum og sér í lagi kommúnistar með Ásmund Stefáns- son í broddi fylkingar máttu ekki heyra á þessar hugmyndir minnst — ekki vegna þess aö þeir sæju út af fyrir sig eitthvað athugavert efnislega viö tillögurnar, heldur vegna hins, að málið gat verið viðkvæmt fyrir Al- þýðubandalagsráðherrann Ragnar Arnalds. Þannig voru það ekki hagur og hagsmunir verkafólksins sem voru efst í hugum þessara manna, heldur hversu viðkvæmar hugmyndirnar væru fyrir rikisstjórnina og þá einkum og sér í lagi Alþýðubanda- lagsráðherrana í ríkisstjórninni. Hjá þessum mönnum kemur flokk- urinn fyrst en fólkið svo. Hinn nýi meirihluti komma, Fram- sóknar og íhalds i Alþýöusamband- inu var síðan notaður til þess að berja þessar tillögur Alþýðuflokksins um raunhæfar kjarabætur niður og Alþýðusambandið mótaði svo hina hefðbundnu stefnu um krónutölu- hækkanir á kaupi. Síðan fóru þeir í gang allir þessir „foringjar fólksins” — Ásmundur, Guðmundur J„ Bene- dikt Davíðsson, Kolbeinn Frið- bjarnarson og hvað þeir nú allir heita — og börðu sér á brjóst og kyrjuðu hvatningarhróp. Nú skyldi náð upp , .baráttumóralnum”: — Upp með fánana! Allt launa- fólk landsins á bak við okkur i einni röð og svo: Fram, fram fylking og við náttúrlega fremstir! — Þannig var sleitulaust kyrjaður gamli kjarabaráttusöngurinn hjá kommunum, fyrst og fremst til þess gerður að þeir gætu baðað sjálfa sig — menneins og Guðmundur J„ Ás- tr.undur og fleiri — í orðaflaumi og upphrópunum og komið fram sem hinir „rismiklu”, „baráttuglöðu” og „vopndjörfu” foringjar fólksins. Og svo var samiö Og svo var samið um óverulegar peningalaunahækkanir, sem þessir miklu foringjar fólksins kepptust við að lýsa yfir, að væru nú varla skó- bótarvirði en talsvert afrek samt við þessar aðstæður, sem enginn hefði getað unnið nema auðvitað þeir. Svo liðu nokkrar vikur og ríkis- stjórnin afnam allan heila ávinning- inn með einu pennastriki. Setti bráðabirgðalög sem lækkuðu launin jafnmikið og hinir baráttuglöðu for- ystumenn kommúnistanna höfðu fengiö þau hækkuð. Og hvað sögðu þá hinir baráttu- glöðu og vigreifu „foringjar fólks- ins”? Þeir sögðu ekki neitt! Ás- mundur sagðist ekkert um málið geta sagt, þar sem hann ætti eftir að ræða það við félaga sína, en auðséð væri, að ríkisstjórnin væri að vinna tíma. Guðmundur J. sagði ekki bofs og heyrðist raunar hvorki né sást næstu mánuði á eftir, enda fór hann rak- leiðis af landi brott og út til Banda- ríkjanna þegar hann frétti um ráða- Á sióasta Alþýðusambandsþingi lauk samstarfi Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks. Grcinarhöfundur segir, að síðan hafi verið farið villur vegar 1 kjaramálum. Á myndinni eru Ás- mundur og Karl Steinar. gerðir rikisstjórnarinnar. Og þar við situr. Það var svo löngu síðar, nánar til tekið nú í vor, sem ríkisstjórnin rausnaðist til þess að koma eilitið til móts við suma launahópa með tak- mörkuðum skattalækkunum, sem námu þó hvergi nærri andvirði þess, sem frá fólkinu hafði verið tekið með 7% launalækkun. IMiðurstaðan: Núll Og hver varð svo niðurstaðan af öllu saman? Niðurstaðan af kjara- baráttu hinnar nýju Alþýðusam- bandsforystu sl. ár hefur nákvæm- lega engin verið. Hún hefur verið minnaennúll! Að vísu fengu þessir menn að berja sér á brjóst og stilla sér upp sem vopndjörfum og baráttuglöðum verkalýðsforingjum á sl. hausti, en allt það sem þeir þá náðu fram, var tafarlaust tekið aftur af rikisstjórn- inni. Síðan ákvað hún sjálf hvað gera skyldi 1 skattamálunum. Hefði nú ekki verið nær fyrir verkalýðsforingja kommanna ef þeir heföu haft almannaheill en ekki flokkshagsmuni að leiðarljósi aö fall- ast á tillögur Alþýðuflokksins fyrir einu ári síðan um að verkalýðshreyf- ingin beitti sér fyrir samkomulagi við ríkisstjórnina um verulegar breyt- ingar 1 skattamálum og fengi sjálf að hafa áhrif og ráða hvers eðlis þær breytingar yrðu fremur en eins og gert var að heimta peningalauna- hækkun, sem ríkisstjórnin ógilti og hreytti svo einhverjum minni háttar leiðréttingum 1 skattamálum í al- menning á efdr eins og hundsbótum? Auðvitað hljóta allir hugsandi menn að viðurkenna, að Alþýöusambands- forystunni hefði verið nær að fallast strax á dllögur Alþýðuflokksins, enda voru þær réttar í stöðunni. En til þess var málið of pólitískt fyrir Al- þýðubandalagið. Þá var skollaleikur- inn betri þó svo að almenningur upp- skæri ekkert af honum nema tap. 4% lægri kaupmáttur Öfugþróunin í kaupmáttarmálun- um hefur haldið áfram óslitið þetta fyrsta ár hinnar nýju Alþýðusam- bandsforystu — lika núna á meðan forseti Alþýðusambands íslands hefur sleikt sólskin úti á Krímskaga. Á siðasta ársfjórðungi yfirstandandi árs er því þannig spáð, að kaup- máttur launa veröi orðinn 4% minni en hann var á sama tima 1 fyrra. Hvað gerir Alþýðusambandsforysta kommanna, Framsóknar og íhalds 1 máhnu? Ekki nokkurn skapaðan hlut! Hún situr bara og þegir! Þegar liður að vetri má hins vegar búast viö því að þessi forystuhópur skriði úr híði sínu og hefji á ný sama gamla sönginn. Auðvitað munu þeir þá ekki frekar en í fyrra hlusta á skynsamlegar tillögur um hvernig megi fá fram raunhæfar kjarabætur, sem stjórnvöld geta ekki aftur tekið. Slikar dllögur veröa nú eins og þá alltof viðkvæmar fyrir ríkisstjórnina og þá einkum og sér í lagi Alþýðu- bandalagsmenn í ríkisstjórninni til þess að líklegt sé að kommarnir í Al- þýðusambandsforystunni svo mikið sem fáist til þess að hlusta. Nei, þá verður nú heldur leikinn gamli leikur- inn. Gamla slagorðabókin tekin fram, fánarnir teknir ofan úr hillu og bumburnar sóttar inn í skáp. Síðan þramma foringjarnir fram í sjón- varpi og blöðum, berjandi bumbur og blakandi fánum og kalla á verka- lýðinn að raða sér nú upp í eina röð að baki þeim og svo: Fram fram fylk- ing, allir á eitt og við fremstir! Og svo endurtekur sagan sig. Kaupið hækkar og kjörin smækka. Slíkt er nefnilega ekkert við- kvæmnismál fyrir kommúnistana meðan þeirra menn sitja á valdastól- unum. Og hinn nýi meirihluti i forystu Al- þýðusambands íslands var settur á stofn til að gegna þvi pólitíska hlut- verki, að Alþýðusambandið hreyfði ekki við viðkvæmum málum þessarar ríkisstjórnar. Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur. IJ \ / \ ✓

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.