Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1981. Opinber heimsókn forseta íslands: Veðurguðimirheldur óhqgstæðir l - — --- Valdimar Bragason bœjarstjóri Dalvikur ávarpar forsetann i Bergþórs- hvoli á Dalvík. Bergþórsh voil er í eiau Kiwanisklúbbsins HrAH* A nahiiu Frá Atla Kúnari Halldórssyni fréttamanni DB í fylgd með forset- anum: Veðurguðirnir voru Vigdísi Finn- bogadóttur forseta ekki alveg nógu hagstæðir þegar hún heimsótti byggðir út með Eyjafirði á þriðju- daginn. Rigning var að visu ekki, en þoka og skyggni í verra lagi. Þoka var t.d. niður í miðjar hlíðar Svarf- aðardalsfjalls, þegar forseti ók þar um. Fór minna fyrir annálaðri fegurð dalsins en ella. Aðeins fárra metra skyggni var á Múlavegi, á leiðinni til Ólafsfjarðar. Bæjarstjórnarmenn Ólafsfirðinga komu til móts við forseta uppi i múlanum og fylgdu honum þangað að heimsókn lokinni. Fyrirfólkið heilsaðist og kvaddist í niðaþoku. Minna varð úr skoðunarferðalagi um Ólafsfjarðarbyggðir en ráð hafði verið fyrir gert, veðursins vegna. Dalvíkingar og Svarfdælingar fjöl- menntu að Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, dl að fagna forseta. Mót- tökuathöfnin var undir berum himni. Valdimar Bragason bæjarstjóri og Rafn Arnbjörnsson forseti bæjar- stjórnar heilsuðu gestunum fyrir hönd heimamanna og Vigdís þakkaði fyrir sig. Á Ólafsfirði hafði Ármann Þórðarson orð fyrir heimamönnum. Ólafsfirðingar komu á fund forseta í félagsheimilinu Tjarnarborg og drukku veizlukaffi með gestunum. Færri komust að borðum en vildu. í gærmorgun ók forsetinn með fylgdarliði fram Eyjafjörð og kom við í Freyvangi, Saurbæjarkirkju, Grund og Kristneshæli. Leiðsögu- maður var sr. Bjartmar Kristjánsson. Bæjarstjórn Ákureyrar bauð til hádegis- og kvöldverðar á Hótel KEA. Á Akureyri heimsótti forsetinn Amtbókasafnið, Slippstöðina, elli- heimilið og Fjórðungssjúkráhúsrð. -JH. Ung og fallega búii stídke, Hóimfriður Jónsdóttir, afhenti Vigdísi forsete blóm við komuna til Datvíkur. Áður hafði forsetinn og fylgdariið farið útsýnisforð um Svarfaðardal með Hirti Þórarinssyni á Tjöm. í baksýn eru sýslumannshjón Eyfirðinga, Elías Elíasson og Sigriður Lúðvíksdóttir og bæjarstjómarmenn i Daivik, Rafn Am- bjömsson forseti bæjars tjórnar og VakHmar Bragason bæjarstjóri. Ármann Þórðarson, forseti bæjarstjómar Ólafsfjarðar, afhendir Vigdísi gjöf Ólafsfirðinga. Það er rekaviðardrumbur, málaður af Ingibjörgu Einarsdóttur. Á drumbinn er mélaður landnámsmaðurinn í Ólafsfirði, Ólafur bekkur og hans fólk. Fremst á myndinni situr Þórgunnur Rögn- valdsdóttir, eiginkona Ármanns. Börnin stilltu sér fallega upp og barnfóstrur fremstar er forsetinn gekk um götur Dalvíkur. Á hæla Vigdisar ganga Rafn Arnbjörnsson forsetibæjarstjórnar og Valdimar Bragason bæjarstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.