Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 1
friálst, úháð dagblað 7. ÁRG. - FIMMTUDAGUR16. JÍJLÍ1981 — 157. TBL RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.-AÐALSÍMI 27022. Hið konunglega brúðkaup íEnglandi: Forseti færir brúðhjónun- um mynd af Hof sá Sem kunnugt er hefur Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, verið boðið i brúðkaup Karls Bretaprins og Lafði Díönu Spenc- er siöar i mánuðinum. f brúðar- gjöf mun forseti færa brúðhjón- unum mynd af hylnum í Hofsá, sem Karí prins hefur veitt flesta laxa í, en Eirikur Smith málar myndina, að þvi er heimildar- menn DB hafa tjáð blaðinu. Að sögn pantaði forseti mynd- ina hjá Eiríki, en Karl hefur iðu- lega komið og veitt i Hofsá i Vopnafirði þótt ekki verði af komu hans i sumar vegna brúð- kaupsins. Brúðkaupið verður í St. Páls kirkju í Londoq hinn 29. júlí. -SA. Engar niðurstöður í matareitr- unarmáiinu Sýni sem tekin voru vegna matareitrunarinnar á Sauðár- króki á dögunum hafa verið 1 rannsókn hjá Rannsóknarstöð smitsjúkdóma í Atlanta í Banda- ríkjunum undanfarnar vikur en engar niðurstöður liggja enn fyrir. Arinbjörn Kolbeinsson, yfir- maður sýklarannsóknardeildar Landspítalans, sagði að skeyti hefði borizt frá rannsóknarstöð- inni þar sem sagt væri að rann- sóknum yrði haldið áfram, en enn sem komið er hefði stöðin engar upplýsingar um það hvaöa mat- væli hefðu valdiö eitruninni. — Þetta er ein stærsta og full- komnasta rannsóknarstöð sinnar tegunar í heiminum og ein af fáum sem fæst við rannsóknir á þetta hættulegum bakteríum, sagði Arinbjörn, og bætti því við að ef niðurstöður fengjust I þessu máli þá væri það á þessari rann- sóknarstöð. -ESE ^mmmmmmmmnmmmmmámmmœr Það rigndi hressilega á Vigdísi Finnbogadótturforseta og aöra gesti l hinni stórkost- var um „ráðsfólk ” Vigdlsar á Ólafsfirði. Beðizt er velvirðingar áþví, en myndafrétta legu útiveizlu á Akureyri I gœr. En það kom ekki að sök. Regnhllfum var beitt og ráðsfólkinu er ásamt mörgum myndum úrforsetaheimsókninni á bls. 10—111 dag. gómsœtar snitturnar runnu niður. Alls voru gerðar 9000 snittur I Sjálfstœðishúsinu DB-mynd Sigurður Þorri. og tók það hálfan annan sólarhring. Mistök urðu í forslðumyndataexta I gœr er rœtt —gestir létu rigningu ekki aftra sér en vörðust með regnhlífum og utanyf irflíkum Frá Atla Rúnari Halldórssyni blaða- manni DB i fylgd með forsetanum: Veizla aldarinnar í Lystigarðinum á Akureyri í gær hæfði ekki skapsmun- um veðurguðanna. Þeir mögnuðu úrhellisrigningu á véizlugesti sem reyndu að verjast vætunni með regn- hlifum og utanyfirflikum. Akureyr- ingar létu rigninguna ekki aftra sér frá því að fagna forsetakomunni í rjóðrinu i Lystigarðinum. Að loknum ræðu- höldum og lúðrablæstri barst leikurinn á annan stað í garðinum þar sem bæjarstjórnin bauð gestum til veizlu. Mörg þúsund snittur og ostapinnar voru á gríðarmiklum langborðum og góðgætinu skolað niður með heitu kakói og gosdrykkjum. Talað er um að þarna hafi um 2000 manns tekið hraustlega til matar síns. Sigurður Jóhannesson forseti bæjarstjórnar ávarpaði samkomuna í Lystigarðinum og Vigdís forseti tók til máls á eftir honum. Forseti veitti viðtöku góðri gjöf frá bæjarbúum: Langspili. Forsetinn heimsótti Slippstöðina á Akureyri að loknum hádegisverði í gær og skoðaði m.a. nýtt togskip sem er í smíðum fyrir Skagstrendinga. Þá lá leiðin i Nonnahúsið, á bernskuslóðir rithöfundarins Jóns Sveinssonar. Síðan var Amtbókasafnið heimsótt og for- setinn naut leiðsagnar Lárusar Zophaníassonar, bókavarðar í safninu. Að siðustu var farið að Hlíð, dvalar- heimili aldraðra. Vistmenn höfðu safn- azt saman i setustofu og biðu gestanna. Vigdís flutti ávarp og þakkaði fyrir gjöf sem henni var færð. Það er borð- dúkur og púði sem Margrét Magnús- dóttir, 81 árs gamall vistmaður, hafði búið til. Heimsókn forseta íslands um Norð- austurland er lokið. Flugvél með hann og fylgdarlið innanborðs átti sam- kvæmt áætlun að leggja af stað kl. 12.30 ídag. -ELA. Viðbrögð ríkisstjómarinnar við súrálsskýrslunni: Krafa um endurskoðun raforkuverðs ogskatta —sterklega kemur til greina að óska eignaraðildarað ísal Nokkuð víst þykir að fyrstu við- brögð ríkisstjórnarinnar gagnvart Alusuisse í súrálsmálinu verði, í krafti þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir, að herða á kröfunni um endur- skoðun gildandi samninga um raf- orkuverð og jafnvel einnig skattatil- högun. Þá kemur sterklega til greina að rikið óski eignaraðildar aðíSAL. Ráðherranefndin, sem sett var á laggirnar til að fjalla um súrálsmálið, kom saman til fundar í gær. Hver ráðherra hafði með sér á fundinn einn mann sér til ráðuneytis. Hjör- leifur Guttormsson hafði Inga R. Helgason, Steingrímur Hermannsson hafði Guðmund G. Þórarinsson og Friðjón Þórðarson hafði Þórodd Th. Sigurðsson. Meginniðurstöður ráðherra- nefndarinnar og tillögur um næstu skref liggja fyrir ríkisstjórnarfundi sem hófst nú skömmu fyrir hádegi. Þar verða málin rædd og ákvörðun væntanlega tekin. Búizt er síðan við að súrálsskýrslan fræga, eða a.m.k. hluti hennar, verði gerð opinber á blaðamannafundi siðar í dag eða á morgun. Ljóst er að ekki er hægt að birta allar tölur vegna viðskiptaleyndar sem Alusuisse óskaði eftir á sínum tíma og fallizt var á. Þykir slíkt ekki óeðlilegt. Ríkisstjórnin óskaði, sem kunnugt er, eftir viðræðum um endurskoðun á samningum við Alusuisse i desem- ber 1980. Þá var því um leið lýst yfir að rikisstjórnin geymdi sér allan rétt ef ekki væri staðið við gildandi samninga. Það er í raun hótun um málaferli. -KMU. Opinbeni heimsókn forseta um Norðausturland lokið: NIÖRG ÞÚSUND SNITTUM 0G 0STAPINN- UM SK0LAD NKNJR í VEQJU ALDAMNNAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.