Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1981. 3 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi —-----------f T0R0NT0 5. ágúst (vikufarð), laus sæti. VerOfrékr. 2290,00 12. ágúst, biOiisti. ÍRLAND 20. júií (14 daga ferO), örfá sæti laus. VerO fré kr. 4860,00 miOaO viO gistingu á Hotei Burlington í Dubiin. Vigdis Finnbogadóttir, forseti, & vin- sældum aO fagna i Noregi. Ágætt að lendingur Garri skrifar frá Noregi: Við getum svo sannarlega verið stolt af forsetanum okkar, henni Vig- disi Finnbogadóttur. Ég hef orðið áþreifanlega var við hlýhug í hennar garð i Noregi. Þegar maður er spurður hvaðan maður kemur og seg- ist þá vera frá íslandi, þá brosir fólk breitt og segir „já, já, þar sem hún Vigdis er forseti”. Auk þess hef ég tvisvar rekizt á norskar blaðagreinar, þar sem Vigdísi er hælt á hvert reipi. Hér í Noregi er lika fleira gott frá íslandi. Fyrir fáeinum dögum var „Óðurinn um afa” sýndur hér i sjón- varpi og var ágætlega tekið. Utan- garðsmenn hafa einnig gert það gott hér, vitt og breitt um landið. Því vera ís- í Noregi miður þurftu þeir að snúa heim aftur og eru víst jafnvel að hugsa um að hætta. Það yrði slæmt fyrir íslenzka poppbransann, þar eð Utangarðs- menn hafa verið stærsta númerið á þessum vettvangi í Noregi undan- farið, og tómlegt yrði á íslenzka poppmarkaðinum ef Utangarðsmenn hyrfu. íslenzka sjónvarpið þarf ekkert að skammast sín, því það er langt á und- an norska sjónvarpinu, hvað efni snertir. Nú er t.d. verið að sýna hér irska framhaldsþáttinn ,,And- streymi”, sem var í íslenzka sjón- varpinu fyrir nokkrum árum. En sem sagt, það er alveg ágætt að vera íslendingur í Noregi. Albert næsta borgarstjóraefni Reykvikingur skrifar: Senn liður að prófkjöri fyrir borg- arstjórnarkosningar i Reykjavík. Þá höfum við, hinir almennu kjósendur tækifæri, til þess að velja menn til forystu á endanlegan lista stjórn- málaflokkanna. Margt bendir til þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn ætli að velja Davíð Oddsson sem næsta borgarstjóraefni sitt. Hyggilegra hefði ég talið, að Albert Guðmundsson, vinsælasti borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefði orðið stóra trompið i næstu kosningum. Við, hinir almennu borgarar, sem ekki höfum aðgang að þeim háu herr- um, sem sitja við stjórnvöl borgar- innar, eigum alltaf hauk í horni, þar sem Albert er. — Það vitum við bezt, sem þurft höfum að Ieita aðstoðar við úrlausn ýmissa vandamála okkar. Nú .höfum við, sem ekki vildum „missa hann” til Bessastaða tæki- færi á að sameinast í breiðfylkingu um kosningu hans í borgarstjórasæti. Allir hljóta nú að sjá, að öngþveiti vinstri stjórnar verður ekki leyst við taflborðið hjá Torfunni. Sjálfstæðisflokkurinn á bezta borgarstjóraefnið, sem völ er á, þótt leitað sé aftur um mörg ár. Reykvík- ingar hafa nú fundið svo fyrir þvi, hvernig það er, að hafa ósamstæða margflokka borgaróstjórn, sem er eins og höfuðlaus her. Víðtæk samstaða ætti að geta náðsi um Albert Guðmundsson sem borgarstjóraefni. Reikningur frá ÁTVR reyndist fyrir- tækinu hagstæður. Albert Guðmundsson aiþlngismaður. ÞRÁND- HEIMUR 77. júá - Noregir, SvftóO, Hnry iand, örfé sæti laus. 16 daga ferO. VerOfrékr. 2350,00 WINNIPEG 28. júlí, 3ja vikna ferO, örfé sæti laus. P0RT0R0Z 22. júií, örfé sæti laus, i 11 eOa 22 daga. 2., 12. og 23. ágúst, biöiisti. 2. sept, biOlisti. RIMINI 22. júlí, örfá sæti laus, i 11 eOa 22 daga. 2., 12. og 23. égúst biOlisti. 2. sept, 4 sæti laus. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 S 28699 , ErATVR að drýgja tekj- urnar? — lesandi telur það Lesandi færði okkur reikning: Samkvæmt honum keypti lesand- inn brennsluspritt, spiritus denatur- atus, hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, og er hann leit nánar á reikn- inginn kom þetta í ljós: Söluskattur reiknaður af 23,50 ætti að vera 5,52 en er settur á 6 kr. Söluverðið er síðan 23,50 en er hækkað upp í 24 kr. Samtals reyndist reikningurinn því vera reiknaður of hár svo nam um það bil 1 kr. eða 100 gkr. Lesandinn benti á að ef þessi hátt- ur er hafður á yfirleitt hjá Áfengis- og tóbaksverzluninni, þá safnast þegar saman kemur, svo útkoman ætti að geta orðið drjúgur skildingur. Raddir lesenda w Hvaða reynslu hefur þú af mjólkurvörunum um þessar mundir? Jón Guðnason, skrifstofumaður: Mjög siæma; mjólkin er súr og ódrekkandi og osturinn er slæmur. Kristin Pétursdóttir, nemi: Mjólkin er súr og mjög vond og undanrennan líka. Kristin Gunnbjörnsdóttir, smurbrauðs- dama: Mér finnst hún geymast illa. Ólafia Foged, hósmóðir: Það hefur ekkert verið athugavert við það sem ég hef fengið, nema smjörið er ekki gott. Oddný Jóhannsdóttlr, húsmóðlr: Hún er bara alveg ódrykkjuhæf. Þuriður Björnsdóttir, húsmóðlr: Ég er frá Akureyri, en dóttir mín er við nám í Reykjavik og henni finnst mjólkin vera gömul og skyrið ekki neyzluhæft.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.