Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1981. 5 „Sumarhúsamálið”: Verkið boðið út —viðræðunum við Hosby-hús sf. hætt Viðræður BSRB og Hosby-húsa sf. á Akureyri um smiði sumarhúsa fyrir bandalagið eru nú farnar út um þúfur. Að sögn Kristjáns Thorlaciusar for- manns BSRB náðist ekki samkomulag um fjárhagshlið málsins og þvi var við- ræðunum hætt. Eins og greint hefur verið frá i DB hafa islenzkir sumarhúsaframleiðendur með landssamband iðnaðarmanna aö baki sér verið mjög óánægðir með hvernig BSRB hefur staðið að þessu máli, ekki sízt eftir að öllum tilboðum i gerð sumarhúsanna var hafnað og við- ræður teknar upp við umboðsaðila danskra húseininga, sem átti eitt hæsta áný tilboðiðíverkið. Kristján Thorlacius sagði í samtali við DB að orlofsheimilanefnd BSRB hefði ákveðið á fundi sínum í gær að bjóða verkið út að nýju síðar í sumar og yrði þar um annars konar útboð að ræða enhiðfyrra. -ESE. Hetöar Bimarsson, Þak hf.: „Haldlítið fyrir Kristján að skýla sér bak við heilsárshúsin” Þann 13. júlí gerir Kristján Thorla- cius athugasemd við ummæli mín þrem dögum áður í Dagblaðinu og segir þar meðal annars: ,,Eins og allir félags- menn BSRB og margir fleiri vita, eru orlofshús samtakanna ekki aðeins not- uð á sumrin, heldur allan ársins hring. Það er því fullástæða til að BSRB miði uppbyggingu næsta áfanga orlofsheim- ila sinna við þessa staðreynd.” Vafa- laust hafa allir félagsmenn BSRB vitað þetta nema stjórn orlofsheimila. Alla- vega kemur það ekki fram í þeim út- boðsgögnum er hún lét frá sér fara. Burtséð frá þvi, þá er haldlítið fyrir Kristján að skýla sér bak við þetta atriði að BSRB vilji fá heilsárshús og Áskríftarsími Eldhúsbókarinnar er 2-46-66 j/2 SVÍNAskrofckar i frystinn þess vegna hafi verið gengiö til samn- inga við erlenda aðila. Fjölmargir af þeim íslenzku framleiðendum sem sendu inn tilboð eru einmitt framleið- endur heilsárshúsa, t.d. Húseiningar hf. á Sigiufirði, Samtak hf. á Selfossi og Húsasmiðjan hf. í Reykjavik. Þá komum við einmitt að öðru atrið- inu í athugasemd Kristjáns, en þar segir orðrétt: „Húsasmiðjan reisti 13 hús í Munaðarnesi fyrir BSRB. Þau hafa verið notuð í 10 ár. Þetta eru mjög vönduð hús og Húsasmiðjan, fyrirtæki Snorra Halldórsson, í alla staði traust. Ekki unnt að hugsa sér betri og ánægjuiegri viðskipti en þau, sem BSRB átti við Snorra Halldórsson, syni hans og starfsmenn.” Svo mörg voru þau orð. Fyrir mér eru þetta engin ný sannindi. Ég hef lengi vitað að þeir feðgar reka myndarlegt fyrirtæki af miklum dugnaði og framleiða vandaða vöru. En hitt kemur mér spánskt fyrir sjónir að úr því Kristján býr yfir þessari reynslu, skuli hann þá ekki færa sér hana í nyt. Hús Þaks hf. voru ekki talin henta fyrir þá notkun sem um var að ræða hjá BSRB. Við sendum inn tilboð með tveimur húsagerðum og báðar upp- fylltu þau skilyrði sem sett voru i út- boði. Þá er það þetta mikilvæga atriði hjá Kristjáni með hæsta tilboðið. Að visu sagði ég aldrei að þeir væru að taka hæsta tilboði af þvi einfaldlega að mér fannst nægilega hátt hjá nefndinni að fara í 17. sætið af 20. í athugasemd sinni tilgreinir Kristján hæsta verð kr. 503.602 á hús. Þá tölu kannast ég ekki við né aörir þeir bjóðendur er ég hef haft samband við. Kannski þar sé kominn þessi dularfulli 21. bjóðandi. Aldrei voru lesnir upp nema 20 viö opnuntilboða. Ég ét það með mestu ánægju ofaní mig aftur að norsku húsin í Munaðar- nesi haldi hvorki vatni né vindi, annað hefði dugaö. En kannski er þetta eitt af því sem allir félagsmenn BSRB vita, nema stjórn orlofsheimila. Svo er það rúsinan í pylsuendanum og vitna ég þá enn á ný í orð Kristjáns: „Þess ber að lokum að geta, að öll vinna við þetta verk er innt af hendi af íslendingum, nema framleiðsla eining- anna.” Þakka skyldií Vinna á bygging- arstað er 25,8% af tilboðsfjárhæð en framleiðsla eininga, eða það sem Kristján kallar „nema”, er 74,2%. Auðvitað erum við íslenzkir iðnaðar- menn í hjarta okkar þakklátir fyrir að fá að halda þessum 25,8%. Betri er hálfur skaði en allur. Að lokum þetta, Kristján, með hags- muni Þaks hf. Hér er ekki lengur um þá að ræða heldur hagsmuni allra inn- lendra einingahúsaframleiðenda. Við, þessir innlendu framleiðendur, biðjum ekki um nein sérréttindi okkur til handa þrátt fyrir að stefna opinberra aðila hér sé sú að kaupa jafnvel innlent, þótt það sé 10% dýrara en erlent. í samkeppni okkar við erlenda aðila biðjum við aðeins um það eitt að fá að sitja við sama borð og þeir. Með þvi að hafna tilboðum okkar á grundvelli ótil- greindra gæðaeftirá, er veriðað læðast aftan að okkur og misbjóða. Engin þörf er á að skora á fjölmenn- ustu launþegasamtök íslands að styðja við bakið á iðnaði síns eigin lands. Það er óþarft því við erum þegar búnir að sýna það og sanna á síðastliðnum árum að við erum fyllilega samkeppnisfærir við erlenda sumarhúsasmíði. Teg. 013 Litír. Blátt/btótt nælon/rúskinn Hvítt/hvítt nælon/rúskinn Beige/vínrautt nælon/rúskinn Stærðir36—41 Verðkr. 219,65 Teg.021 Utír: Svart/rautt nubuck Vínrautt/beige nubuck Dökkbtótt nubuck Grátt nubuck Stærðir39—4S Verðkr. 255,75 Teg. 012 Utír: Hvítt nubuk Beigenubuk Btótt nubuk Stærðir 36-43 Verðkr. 255,75 Póstsendum SKÓVERZLUN Þ0RÐAR PÉTURSSONAR Laugavegi 95 — Sími 13570 GLORIA SLÖKKVITÆKIÍ BÍLA, HJÓLHÝSI OGTJALDVAGNA KOLSÝRUHLEÐSLAN SF. Seljavegi 12 - Simi 13381 MARES UMB0ÐIÐ A ISLANDI SIMI 77612 Söluumboð á Vestfjörðum E/NAR GUDFINNSSONHF: Simi 94-7200 Þurrbúningur frá hinu þekkta og margviður- kennda ítaiska fyrirtæki MARES Atvinnukafarar velja Antartide þurrbúning- inn frá MARES. Antartide er á hagstæðu verði með stuttum afgreiðslufresti. 17 feta sportbátur með eða án vélar. Gang- hraði með 170 merc. vél 36 sjómílur. Minnum á MARES vindbrettin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.