Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 17
17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JpLÍ 1981.
Hvað segja bændur um súru mjóHdna?
Ætti að sækja
mjólkina oftar
—en sökina frekar að finna í kerfinu. Vond mjólk fljót
aðeyðileggjagóða
Fátt er meira rætt á Reykjavíkur- eyðilagt hefur dýrindis tertur eða
svæðinu þessa dagana en súra mjólk- skap neytandans.
in sem hér hefur verið á boðstólum. Menn velta vöngum yfir ástæðu
Hvar sem fólk kemur saman eru fyrir gallaðrí mjólk og margar
sagðar sögur af mjólk eða rjóma sem ástæður hafa verið taldar upp. Við
Ólafur Kristjánsson, bóndi í Geirakoti:
Held að sökin sé
ekki hjá mönnum
„Ég veit ekki hvað getur valdið
þessu. Þetta er allt saman undir mjög
ströngu eftirliti,” sagði Ólafur Krist-
jánsson bóndi í Geirakoti, Sand-
víkurhreppi. „Ég held að sökina sé
ekki að finna hjá bændunum. Það
mætti kannski sækja mjólkina oftar
en þrisvar í viku yfir sumarmánuð-
ina. Mjólkin er það iengi aö komast
til neytandans.
Hér eru oft tekin próf og við vitum
aidrei fyrirfram hvenær þau eru gerð.
stundum eru tekin próf þrisvar í röð
og stundum ekki næstu þrjú skipti.
Annars held ég að þetta sé orðið full-
mikið fjölmiðlamál.
Billinn tekur heilu sveitina í einu
svo ekki er gott að átta sig á hvort
mjólk frá einum bónda sé verri en frá
öðrum. Þeim sem eru oft með slæma
mjólk er fylgzt vel með og alltaf verið
að rekast í þeim að bæta úr. Eitt í
þessu máli er það að hér áður fyrr var
alltaf unnið í mjólkurstöðvunum um
helgar en nú er það ekki.”
-ELA.
Svavar Bjamason, Villingaholti II:
MJÓLKIN EKKI
SÓn NÓGU OFT
— yfir sumarmánuðina
,,Ég hef sjálfur ekki verið með
mjóikurframieiðslu i þrjátiu ár. Ég
hef keypt mina mjólk í fernum og
það hefur verið allt i lagi meö hana,”
sagði Svavar Bjarnason bóndi í Vill-
ingaholti II. „Ég gæti trúað að
mjólkin væri ekki sótt nægilega oft
yfir sumarmánuðina. Þriðji hver
dagur er fulllangur tími og kannski
sökina sé að finna þar,” sagði Svav-
ar.
-ELA.
fáum þó varla botn i það mál fyrr en
sérstök nefnd hefur rannsakað málið.
En hvað segja bændurnir? Hverju
vilja þeir kenna um? DB ræddi í gær
við fjóra bændur og voru þeir ekki
allir sammála frekar en aðrir. Allir
voru þeir þó sammála um að mjólkin
ætti að vera sótt oftar yfir sumar-
mánuðina eða eins og einn bóndinn
sagði, ,það er löng leið frá bóndanum
til neytandans”.
-ELA.
Brynjólfur
Guðmundsson,
Galtastöðum:
Vond mjólk
fljótað
eyðileggja
góða
mjólk
,,Það er erfítt að segja til um
ástæður fyrir að mjólkin er
skemmd,” sagði Brynjólfur
Guðmundsson bóndi að Galta-
stöðum í Árnessýslu í samtali við DB.
,,Það gæti verið einhverjum einstakl-
iungi að kenna og einnig kerfinu. Ef
einn framleiðenda sendir frá sér vonda
mjólk er hún fljót að eyðileggja aðra
mjóik í bílnum. Ef prufa er ekki tekin
er erfitt að eiga við þetta.
Fyrir mörgum árum kom þetta
fyrir man ég og þá kom í ljós að vél-
arnar voru illa þvegnar. Maður veit
ekki. Núna eru sumarleyfin i gangi og
kannski óvant fólk við þessar vélar.
Annars eru alltaf einhverjir
bændur sem eru með slæma mjólk og
það er reynt að fylgjast vel með þeim.
Mjólkin er sótt hingað þrisvar í viku
en síðan líða þrír dagar sem hún er
ekki sótt. Það mætti sækja mjólkina
oftar yfir sumarmánuðina.
Við bændur erum með rafkælda
tanka svo mjólkin er vel kæld. Júgur-
bólga hefur verið nokkuð algeng hér
en ég held að hún ætti ekki að hafa
neitt að segja. Ef kýr eru á fúkkalyfj-
um er mjólkin alls ekki send i burtu.
Annars er mikið rætt um þetta mál
hér í sveitinni en erfitt að fá niður-
stöðu,” sagði Brynjólfur.
-ELA.
Magnús Sigurðsson bóndi, Birtingaholti:
REYNUM ALLTAF AÐ FRAM-
r
LEIÐA SEM BEZTA MJOLK
—og því verður að hafa rétta kælingu
„Það er erfitt að segja hvað veldur
þessu. Okkur bændum þykir þetta
mál mjög slæmt og bagalegt. Við
reynum alltaf að framleiða sem bezta
mjólk,” sagði Magnús Sigurðsson
bóndi í Birtingaholti í Hrunamanna-
hreppi.
„Ég geri ráð fyrir að erfitt sé að
segja eitthvað eitt ákveðið, liklegast
er þetta samverkandi. Á sumum
stöðum er kæling ekki nógu ör og ég
hef t.d. nýlega sett upp hjá mér for-
kælingu. Það má lika segja aö leiðin
sé löng frá bændum til neytandans.
Annars hef ég ekki heyrt um eina ein-
ustu kvörtun frá Selfossi.
Það er hugsanlegt að skemmd
mjólk hafi komizt i bilana en ég held
aö sökina sé miklu frekar að finna í
kerfinu. Ef um skemmda mjólk er að
ræða tekur bílstjórinn oft eftir því og
þá hvort óeðlilegt hitastig sé í tönk-
unum. Ef mjólkin er of heit kemur
strax athugasemd og bændum skylt
að koma kælingu i lag.
Við erum alltaf að reyna að gera
eitthvað til að halda mjólkinni sem
beztri og til að halda megi upp venju-
legum dagstimplunum.”
-ELA.
-
HJÓNAMIÐLUN
OG KYNNING
er opin frá kl. 1—6. Sími
26628.
Geymið aug/ýsinguna.
Kristján S. Jósepsson.
Byggingar/óð á Arnarnesi
Til sölu er byggingarlóð á Arnarnesi,
mmlega 1700 m2 á mjög fallegum stað.
Útsýni óhindrað, nánari upplýsingar á
skrifstofunni.
Fasteignasalan Eignanaust
Skipholti S, R. Símar 29555-29558
Litir: Svart leður
StærOir: 41—46
Brúnt leOur
StærOir: 36—46
VerO kr. 298,70
Póstsendum
SKOVERZLUIM
ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll, sími 14181
Laugavegi 95, sími 13570.