Dagblaðið - 16.07.1981, Síða 2

Dagblaðið - 16.07.1981, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1981. Eru ofstæki og ruddaskapur kjömrð Verzlunarmannafélags Reykjavíkur? Allt á verdandi mæður það álítur reiður borgari Borgari skrifar: Lögregluaðgerðir forráðamanna Verzlunarmannafélags Reykjavíkur gagnvart kaupmönnum, viðskipta- vinum verzlana og þeim félagsmönn- um sem vilja og hafa áhuga á að vinna á laugardögum, hafa vakið mikla athygli. Reyndar er þetta ekki í fyrsta skipti sem forráðamenn VR beina byssusúngjum að hinni frjálsu verzlun, er þeir hafa sjálfir státað af að ríkti á íslandi. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem þreyttir þursar VR verða sér tíl skammar og athlægis. Sömu foringjar hafa kvartað mjög undan áhugaleysi félagsmanna á störfum Verzlunarmannafélagsins. Þeir kvarta undan lélegri fundar- sókn, þegar mikið liggur við, setja þá upp fölsk spariandlit; spariandlit sem félagar VR eru löngu farnir að sjá í gegnum. Þursar Verzlunar- mannafélagsins, með Magnús L. Sveinsson í fararbroddi, þurfa ekki að halda það, að félagsmenn láti bjóða sér ofstæki og ruddaskap, sem því miður virðist vera motto núver- andi stjórnar VR. Félagsmenn eru sjálfir færir um að meta hvort þeir hafa áhuga og þrek til þess að vinna yfirvinnu og helgarvinnu.' Þursarnir hafa í langan tíma stefnt að því að brjóta niður sjálfsbjargar- viðleitni félagsmanna sinna með að- ferðum er einna helzt minna á Gesta- póaðferðirnar. Það er hart til þess að vita að fólk, sem leyfir sér að vinna hjá kaupmönnum, er veita þjónustu á laugardögum, skuli vera komið á svartan lista hjá félaginu. Það nær jafnframt engri átt að vera með hót- anir gegn þeim félagsmönnum sem vilja vinna og hafa stutt félagið gegnum árin. Sú framkoma að siga lögreglunni hvað eftír annað á kaupmenn og aðra félagsmenn hlýtur að teljast sjúkleg, svo að ekki sé meira sagt, og þekkist ekki nema í einræðisríkjum. Þessir menn verða einnig að gera sér grein fyrir að þessi framkoma verður þeim ekki til framdráttar. Það er kominn tími til að þessum foringjum verði gefið frí og nýjum mönnum verði falin forusta Verzlun- armannafélags Reykjavíkur. Áður fyrr var borin virðing fyrir þessu fé- lagi og þá blómstraði það, en þá var enginn Magnús L. Sveinsson, né aðrir menn sem beittu samborgara sína ofstæki og ofbeldi. Óætur íslenzkur ostur á markaði í New York —og vond lykt af honum KjóU Verókr.390 Buxur Mussa Skokkur Bolur Kjóll Verðkr.248 Verðkr.295 Verðkr.394 Verðkr.88 Verðkr.496 Skokkgalli Verð kr. 636 Bolur Verð kr. 61 Sett Verðkr.445 Bolur Verð kr. 53 -,60*»** Draumurinn ATH! Brey ttur opnunartími: T/* 1 • 1 i» ^ • s~\ /'■'* t~i Breyttur opnunartim Kirkjuhvoli— oimi ZZolo ki-1218 Skokkur Bolur Verðkr. 329 Verðkr.94 „Þá var enginn Magnús L. Sveinsson, né aðrir menn sem beittu samborgara sfna ofstæki og ofbeldi,” sagði reiður borgari f bréfi til Dagblaðsins. DB-mynd: Pétur Maack. 4695-5838 hringdi: Mig langar að taka fram að ég hef keypt islenzkan ost á Manhattan í New York, og hann hefur yfirleitt verið óætur og vond lykt af honum. Hann er yfirleitt lang ódýrasti ostur- inn i búðunum og ég held að þetta sé sá ostur, sem í gamla daga var kall- aður 35%, en er seldur undir heitinu Icelandic cheese. Á umbúðunum er tekið fram að engin aukaefni séu sett f hann. p Kvartanir hafa borizt fjölmiðlum undanfarið vegna lélegrar mjólkur- vöru og nú kveðst 4695-5838 hafa keypt óætan fslenzkan ost f New York. Anorakur Buxur Veró kr. 370 Verð kr. 248 Bolur Verðkr.61 Buxur Bolur Buxur Mussa Verðkr. 345 Verðkr.53 Verðkr.248 Verðkr.349 Buxur Mussa Verð kr. 248 Verð kr. 220 Skokkur Bolur Verðkr.320 Verðkr.88

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.