Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1981. (S Erlent Erlent Erlent Erlent D Þing pólska Kommúnistaflokksins er hafið: Afe/rí breytingar á einu ári —atburðir en þekkzt hafa áöur í síðustu tólf mánaða í Pnllanili kommúnistaríkjum A-Evrópu i rouanoi rifjaðirupp Pólskir bændur fengu óháð samtök sin viðurkennd 12. mai siðastliðinn. af og við embætti hans tekur Jozef Pinkowski. 31. ágúst — Verkfallsmenn í Gdansk undirrita samkomulag í 21 lið við stjórn landsins. Þar er kveðið á um óháð verkalýðsfélög, verkfalls- rétt, aðgang kristilegs efnis að fjöl- miðlum og að pólitískir fangar verði iátnir lausir. 6. september — Stanislaw Kania leysir Edward Gierek af hólmi sem formann Kommúnistafiokksins. Kania heitir auknu lýðræði og segir flokkinn munu leitast við aö endur- vinna traust þjóðarinnar. 17. september — Fyrsti landsfund- ur Einingar, sambands hinna óháðu verkalýðsfélaga, haldinn í Gdansk undir forystu Lech Walesa, varar Fulltrúar Einingar og pólskra stjórnvalda á samningafundi. sem vind um eyru þjóta og mæta ekki til vinnu á laugardegi. 9. —10. febrúar — Pinkowski, for- sætisráðherra, segir af sér og við starfi hans tekur Wojciech Jaru- zelski, varnarmálaráðherra. 10. febrúar — Hæstiréttur úr- skurðar að bændum sé ekki heimilt að stofna óháð verkalýðsfélög en þeim sé frjálst að stofna óháð sam- tök. 12. febrúar — Jaruzelski fer fram á þriggja mánaða langan tíma án verk- falla. 19. marz — Verkalýðssamtökin saka lögregluna um að hafa barið 27 félaga í Einingu, sem höfðu neitað að yfirgefa stjórnarbyggingu í Bydgoszcz. 20. marz — Verkamenn í Bydgoszcz fara í tveggja klukku- stunda mótmælaverkfall og Eining hótar allsherjarverkfalli. 24. marz — Leiðtogar Einingar láta undan þrýstingi Walesa foringja síns og fallast á að eiga frekari við- ræður við stjórnvöld áður en alls- herjarverkfall sé boðað. 27. marz — Milljónir Pólverja fara í fjögurra klukkustunda verkfall sem lamar flestar iðngreinar. 29 —30. marz— Ríkisstjórnin og Eining komast að samkomulagi á síðustu stundu sem kemur í veg fyrir að ótímabundið allsherjarverkfall komi til framkvæmda31. marz. Mikill ágreiningur kemur fram í miðstjórn Kommúnistaflokksins um hvernig skuli bregðast við verkfalls- hótunum — Miðstjórnin ákveður að kalla saman aukaþing flokksins. 1. apríl — Kjötskömmtun tekin upp. 2. apríl — Eining afboðar alls- herjarverkfall eftir að stjórnvöld höfðu varað verkamenn við að slíkt Verkfallsmenn i Lenin-skipasmiðastöðinni í Gdansk. Þaðan breiddust verkföllin verkfall kynni að enda með blóðbaði. siðan út um landið. 12. maí — Óháð verkalýðsfélög bænda viðurkennd. 6. júní — Leiðtogar sovézka Kommúnistaflokksins senda mið- stjórn pólska Kommúnistaflokksins bréf þar sem pólsk yfirvöld eru hvött til að taka upp harðlínustefnu. Í bréf- inu kemur fram að takmarkað traust erboriðtil Kania. 8. júlí — Hafnarverkamenn leggja niður vinnu i fjórar klukkustundir í höfnum við Eystrasalt og hóta alls- herjarverkfalli ef stjórnin verður ekki við kröfum þeirra um aukin réttindi og bætt starfsskilyrði. 9. júlí — Starfsmenn ríkisflug- félagsins LOT leggja niður vinnu í fjórar klukkustundir í mótmælaskyni Litlu munaði að upp úr syði eftir að við að stjórnvöld féllust ekki á að lögreglan hafi barið á verkamönnum I verkamenn veldu framkvæmdastjóra Bydgoszcz. félagsins. ríkisstjórnina við þvi að hin óháöa verkalýðshreyfing sé orðin of öflug til að láta segja sér fyrir verkum. 21. september — Pólska ríkisút- varpið flytur sunnudagsmessu í fyrsta sinn siðan kommúnistar komust til valdaáriö 1944. 24. október — Réttur í Varsjá skráir Einingu en endurskoðar ákvæöi samkomulagsins á þann hátt að það feli í sér viðurkenningu á æöstu völdum Kommúnistaflokks- ins. 10. nóvember — Hæstiréttur stað- festir kröfur Einingar gagnvart undirrétti i Varsjá. í málamiðlunfellst Eining á aö viðurkenna æöstu völd Kommúnistafiokksins. 7. janúar 1981 — Eining lýsir því yfir að laugardagar skuli vera frí- dagar i óþökk stjórnvalda. 10. janúar — Milljónir verka- manna láta hvatuingu stjórnvalda Verkamenn hafa krafizt aukins frelsis til handa rómversk-kaþólsku kirkjunni f landinu og 21. september i fyrra var I fyrsta sinn flutt útvarpsmessa f Póllandi frá þvi kommúnistar komust til valda f iandinu árið 1944. Nú þegar hið mikilvæga þing pólska Kommúnistaflokksins stendur yfir er ekki úr vegi að rifja upp at- burðarásina í Póllandi á liðnu ári. Þessi atburðarás hefur leitt til meiri breytinga á þjóöfélagsskipan en dæmi eru um í öðrum kommúnista- ríkjum Austur-Evrópu. 1. júlí 1980 — Verð á kjöti hækkar um 70 prósent. í kjölfar kjöt- hækkunarinnar fylgja verkföll og mótmæli í Varsjá og sveitum landsins. 14.—18. ágúst — Verkamenn í Gdansk taka Lenin-skipasmiðastöð- ina á sitt vald. Verkföll breiðast út meðfram Eystrasaltsströndinni. Verkfallsráð setur fram sextán kröfur þar sem stjórn landsins er gagnrýnd opinberlega. 24. ágúst — Hreinsanir í ríkisstjórn og Kommúnistaflokknum. Edward Babiuch, forsætisráðherra, er settur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.