Dagblaðið - 04.08.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981.
Léttur gúmmigalll frá Elllngseri. ís-
lenzkur að gerð og hentar þvi i okkar
rysjótta veðri.
íslenzkir
gallar í
Ellingsen
EUingsen getur státað af því að
selja islenzkan regnfatnað eingöngu.
Er hann frá Sjóklæðagerðinni og
heitir 66 gráður norður.
Fyrst skal telja vindþétta þunna
galla. Þeir halda ekki vatni lengi en
hrinda því frá sér í nokkurn tíma.
Stakkur með rennilás kostar 209
krónur og 5 aura. Buxur kosta 131
krónu. Aðeins eru til fuUorðins-
stærðir.
Síðan er galli sem hentar betur i
rigningu. Hann er úr léttu en þykku
gúmmíi. Heill stakkur með hettu
kostar 219,15 krónur og mittisbuxur
146,65 krónur. Til eru smekkbuxur i
karlmannastærðum og kosta þær 200
krónur.
Siðast kemur svo sjógallinn frá
Sjóklæðagerðinni. Hann er úr vel
þykku gúmmU. Stakkur kostar
231,90 og buxur 235,10. Eru þær
með smekk.
Einnig eru til sérlega sniðugar
regnkápur. Þær ná niður á mið læri
en hægt er að sikka þær niður að hné
með þvi að losa nokkrar smellur.
Kápan kostar 128 krónur og 10 aura.
Stigvél eru til í góðu úrvali i EUing-
sen fyrir fuUorðna. Kosta þau frá 151
krónu og 90 aurum upp i 285 krónur
og 55 aura. Þessi dýrustu eru með
sérstökum trébotni og fyrst og fremst
ætluð þeim sem standa lengi stigvél-
aðir.
- DS
r Núna errétti tíminn ab gera gób matarfcaup
Verður lýst eftir þér í
smáauglýsingum DB?
—þá munt þú eiga þess kost að viima reiðhjól f rá Fálkanum
Ailir áskrifendur Dagbiaðsins eiga
jafnan möguleika á að eignast Raleigh-
reiðhjól frá Fálkanum í þessari viku.
Slíkt hjól er nefnilega vinningur vik-
unnar i áskrifendaleik Dagblaðsins.
Verðmæti þess er um 3.500 krónur.
Einhvern dag i þessari viku birtast
spurningar á baksfðu blaðsins sem
tengjast smáauglýsingunum. Daginn
eftir birtist síðan nafn einhvers áskrif-
Raleigh reiðhjól frá Fálkanum.
anda innan um smáauglýsingarnar. Sá
áskrifandi á þess kost að svara spurn-
ingunum. Geri hann það rétt er reið-
hjóliðhans.
Þegar hafa ellefu áskrifendur átt
kost á að vinna til þeirra veglegu verð-
launa sem í boði hafa verið í hvert
skipti. öllum hefur tekizt að svara
spurningunum rétt.
Hver veit nema þú, lesandi góður,
sjáir nafn þitt innan um smáauglýsing-
arnar I Dagblaðinu i vikunni. Sértu á
annað borð áskrifandi er möguleikinn
fyrir hendi.
Sjáir þú hins vegar nafn einhvers
annars áskrifanda er möguleiki þinn
alls ekki úti. Það kemur vika eftir þessa
viku. Áskrifendaleikurinn verður
nefnilega í gangi næstu fimmtán
vikurnar. Og í hverri viku átt þú mögu-
leika, sértu áskrifandi.
-KMU
Reykvíkingar greiða 822 milljónir í opinber gjöld:
11% minni hækkun skatta
en í Reykjanesumdæmi
Heildarálagningu opinberra gjalda á
einstaklinga í Reykjavík er nú lokið, en
alls greiða 62.598 manns tæplega 822
milljónir f skatta og skyldur að þessu
sinni. Er þetta 46,89% hækkun frá
fyrra ári, en þess má geta að meðaltals-
hækkun i Reykjaneskjördæmi á milli
ára var57,8%.
Heildarálagning að frádregnum per-
sónuafslætti og barnabótum nemur
rúmum 725 milljónum kr. og er það
46,30% hækkun. Eignarskattur
hækkar um 73,38%, er samtals tæpar
38 milljónir kr. Tekjuskattur hækkar
að meðaltali um 54,52%, er rúmar 396
milljónir króna og útsvör hækka um
52,60% frá fyrra ári, eru nú samtals
tæpar 321,5 milljónir kr.
Þess má geta að sjúkratryggingar-
gjald lækkar um tæpar 18 milljónir
króna, eða um 243,74%, og persónuaf-
sláttur til greiðslu sjúkratryggingar-
gjalds lækkar um rúm tíu þúsund%, úr
tæpum 3,4 milljónum kr. í tæpar 44
þúsund krónur.
Alls greiða að þessu sinni 2567 börn
rúma eina milljón króna i skatta.
diet pepsi
MINNA EN EIN
KALDRÍA í FLÖSKU
Sanilas
VERZLARÐU VIÐ
TOLL V ÖRU GEYMSLUN A?
Þá átt þú erindi við Apple-tölvuna.
Ert þú að dragast aftur úr bara af því að þú hefur ekki tölvu?
Klukkustundir verða að mfnútum. Allir kannast viö pappirs-
flóðið sem fylgir Tollvörugeymslunni og alla vinnuna. Það er
því ómetanlegt að hafa möguleika á að útbúa nauðsynleg
gögn til úttektar á sem skemmstum tíma.
Ert þú einn þeirra sem segir við viðskiptavin: „Ég gat ekki af-
greitt þetta í dag, þetta er nefnilega inni í Tollvörugeymslu,”
og vi&kiptavinurinn fer ef til vill annað?
Hefur þú efni á þvi?
Hvað gerir Apple-tölvan fyrir þig?
1. Skrifar úttektarbeiðni.
2. Skrifar stöðu í hvert t-númer.
3. Skrifar stöðu hvers vöruheitis.
4. Skrifar heildarstöðu vörubirgða.
5. Skrifar heildarverðmæti vörubirgða.
6. Skrifar söluyfirlit með tölulegum upplýsingum og línu-
ritum, þannig að sölu- og pantanaáætlun verður leikur
Auk þess:
Fjárhagsbókhald — Viðskiptamannabókhald.
Birgðabókhald — Launabókhaid.
Aðflutningsskýrsluforrit — Verðútreikningaforrit.
Samninga- og víxlaforrit og svo framvegis.
Apple-tölvan kostar svipað og ljósritunarvél.
Hefurðu efni á þvi að vera án hennar?
Apple kynnir nú yfir 30
ný forrit sem öll eru
hönnuð fyrir Apple II
plús.
Hér eru nokkur:
• Apple Project Manager
• Redefinable Data Base
• Personal Finance
Manager
• Visitrend/Visiplot
• Visiplot
• Visicalc
• Apple Writer
• Apple Plot
• Apple Pilot
• Pilot Animation Tools
• Apple Graphics
^cipplc computcr
—
Nafn..................................... Fyrirtæki.
Gerð fyrirtækis....................... Heimilisfang
Póstnúmer............................. Sími.......
tölvudeild, Skipholtí ’
Sími29800.
Forrit sem ég hef áhuga á:.