Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981.
Vestmannaeyjar:
Mörg smærri tjöld f uku
aðfaranótt mánudagsins
Þjóðhátlö Vestmannaeyinga tókst
með ágætum að þessu sinni. Þaö eina
sem skyggði á góða helgi var hvassviðri
aðfaranótt mánudagsins en i því fuku
fjölmörg smærri tjöld. Gæzlumenn og
eigendur tjaldanna gengu þó vasklega
fram við að taka niður tjöld og tókst
að fella öll hústjöldin áður en óveðrið
skall á. Þeir sem misst höfðu tjöld sín
fengu inni I matsal Fiskiðjunnar I
Eyjum um nóttina.
Færra fólk tók þátt I þjóðhátiðinni
að þessu sinni en oft áður og gizkaði
lögreglan á að um 4000 manns hefðu
verið i Herjólfsdal þegar fjölmennast
var. Sem fyrr flúðu fjölmargir Éyja-
skeggjar upp á land, enda oft mikill
skríll sem sækir þjóðhátíðina. ölvun
var með minnsta móti en fjórir voru
teknir grunaðir um ölvun við akstur.
Engin slys urðu um helgina á fólki.
-SA.
Umf erðin víða um land:
Bflvelta í Mývatnssveit
—en f riðsælt eins og í sumarbústað
áAkranesi
„Hér er eins friðsælt og i sumar-
bústað,” sagði lögreglan á Akranesi er
DB hafði samband við hann i gær. Sömu
sögu var að segja víðar af landinu. Á
Vestfjörðum var umferð með minnsta
móti og á Norðurlandi eystra gekk
umferðin vel fyrir sig. Þar var aðeins
vitað um eitt óhapp er bifreið valt í
Mývatnssveit á föstudagskvöld. Þrir
farþegar voru fluttir á sjúkrahúsið á
Húsavík en fengu að fara heim að
lokinni skoðun.
Laugahátíðin i Reykjadal fór fram
með friði og spekt en þar voru
dansleikir þrjú kvöld í röð.
Á Akureyri var aðeins kunnugt um
tvö umferðaróhöpp og í bæði skiptin
var ekið út af veginum. Hið fyrra
gerðist á laugardagskvöld og hið síðara
á sunnudagsmorgun. Engin slys urðu á
fólki. Að sögn lögreglunnar var minna
að gera en um venjulega helgi. Bærinn
tæmdist af fólki og má nefna sem
dæmi að í Sjallanum voru aðeins 400
mannseitt kvöldið, flest aðkomufólk.
-SA.
Um fjögur þúsund manns sóttu þjóðhátiðina í Eyjum en þessi mynd var tekin á
bryggjunni á föstudag. Þá streymdu þjóðhátiðargestir til Vestmannaeyja og er úr
Herjólfi var stigið biðu bilar sem fluttu gestina til tjaldbúðanna f Herjólfsdal.
DB-mynd: Ragnar Sigurjónsson.
skal uifi götur aka
yUMFHROAR
RÁD
Mikil ölvun
íAtlavík
Mikil ölvun var á útihátiðinni í
Atlavfk um helgina. Þar voru um 5
þúsund manns þegar flest var og
drukku flestir ósleitilega. Alt fór þó að
mestu slysalaust fram. Umferð í kring-
um víkina var mikil. Vegir voru þurrir
þannig að mikið ryk fyllti sveitir.
-DS.
Fjölmenni var saman komið í Húsafelli um helgina en þar var þó ekki um skipulagða samkomu að ræða. En þótt ekki séu
keyptir skemmtikraftar er hægt að gera sér glaðan dag. Gftarar eru fram dregnir, raddböndin stillt og siðan er sungið fram
eftir nóttu.
í kjarrinu er siðan hægt að ganga örna sinna eins og pilturinn hér á myndinni virðist
vera að gera. Eða er hann aðeins aö sýna ljósmyndaranum að hann er ekki í nær-
buxum?
DB-myndir: Sig. Þorri.
Hætt
kominn
í Krossá
Ungur maður var hætt kominn i
Krossá aðfaranótt laugardagsins.
Hann hafði komið gangandi frá Húsa-
dal í Þórsmörk og að ánni og hugðist
vaða yfir. Björgunarsveitarmenn sem
nærstaddir voru heyrðu síðan i honum
hljóðin þegar honum tókst ekki að
vaða. Drógu þeir hann upp úr ánni
mjög kaldan og lerkaðan. í Þórs-
mörkinni var komið í hann yl og þurfti
hann ekki að leita Íæknis. Maöurinn
varmjögdrukkinn.
-DS.
Mikið
drukkið
á Vind-
heimum
„Það var mikið drukkið og við
höfum nóg að gera,” sagði
Guðmundur Pálsson lögregluþjónn á
Sauðárkróki. Á Vindheimamelum í
Skagafirði var um helgina haldið hesta-
mannamót og kom mikill fjöldi fólks
og hesta þangað úr öllum lands-
fjórðungum. Böll voru haldin öll
kvöldin i Miðgarði og var þar fullt út úr
húsi. Allt gekk nokkurn veginn átaka-
laust fyrir sig, þrátt fyrir nokkra
pústra. Við heyrðum að hestur hefði
slegið mann illa en að öðru leyti virtust
menn komast sæmilega frá þessari
miklu drykkju.
-DS.
Róleg
helgi
í Reykja-
vík
Verzlunarmannahelgin var með
eindæmum róleg i Reykjavík. Mikil
umferð var út úr bænum á föstudags-
kvöld og laugardag. Taldi árbæjarlög-
reglan 4 bíla á mínútu eftir klukkan
átta á föstudagskvöldið. Allt gekk
friðsamlega fyrir sig í bænum.
Umferðin byrjaði síðan í gagnstæða átt
á sunnudaginn. Þá var mikil umferð
austan úr sveitum enda veður þar
leiðinlegt. í gærmorgun var síðan mikil
umferð að vestan og eins I gærkvöldi.
Dóra
Stefánsdóttir
Mikil umferð um Suðurland:
Ekið á mann við Árnes og
umferðaróhöpp f Þjórsárdal
Geysimikil umferð var um
Suðurlandsundirlendi um helgina en
að sögn lögreglunnar á Selfossi gekk
hún stórslysalaust fyrir sig. Þó urðu
allmargir smærri árekstrar og um-
ferðaróhöpp og 46 voru teknir fyrir
meinta ölvun við akstur.
Á föstudagskvöld var ekið á gang-
andi mann við Árnes en þar voru
haldnir dansleikir þrjú kvöld I röð
um helgina. Maðurinn slasaðist
nokkuð og var fluttur á sjúkrahús á
Selfossi. Aðfaranótt laugardags valt
einnig bifreið við Kjartansstaði I
Flóanum. ökumaður var einn í bíln-
um og skrámaðist hann eitthvað, en
hann var grunaður um ölvun.
Þá urðu nokkur óhöpp á
sunnudag. Harðasti áreksturinn varð
i Þjórsárdal um hádegisbilið en þá
skullu tveir bílar saman á veginum.
Mikið eignatjón varð en engin slys á
fólki. Um klukkan 19 sama dag valt
opin jeppabifreið inni við Skriðufell.
Sex farþegar voru í bílnum og
slösuðust þrir. Voru þeir allir fluttir á
sjúkrahús.
Sem fyrr getur voru dansleikir
haldnir í Árnesi og einnig í Borg,
Grímsnesi. Þar var þó fátt fólk, að
sögn lögreglunnar á Selfossi. Aðrir
vinsælir tjaldstaðir þessa helgi voru
Þingvellir, Laugarvatn og Þjórsár-
dalur. ölvun var töluverð, en þó ekki
meiri en undanfarin ár. Ekki var lög-
reglunni á Selfossi kunnugt um að
mikið hefði verið um þjófnaði úr
tjöldum, enda sagði lögreglan að
kærur þar að lútandi kæmu ekki fyrr
en eftir helgina.
-SA.