Dagblaðið - 04.08.1981, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981.
Skákþing Norðurlanda um helgina:
Helmers slapp
með skrekkinn
JÓN L. ÁRNASON
SKRIFAR UM SKÁK
—Sigurlaug Norðurlandameistari kvenna
Fyrir síöustu umferð 1 úrvals-
flokki á Skákþingi Norðurlanda var
norski alþjóðameistarinn Knut J.
Helmers enn efstur, þótt ekki hafi
blásið byrlega fyrir honum um
helgina. Hann varð að láta sér lynda
3 jafntefli í 8., 9., og 10. umferð og
mátti reyndar þakka seiglu sinni í
vörn fyrir tvö þeirra, gegn
íslendingunum Helga og Margeiri. Er
báðar skákirnar fóru í bið þótti sýnt
að Helmers aetti erfitt verkefni fyrir
höndum. Helgi hafði biskup gegn
riddara og stöðulega yfirburði og
Margeir góða stöðu og sælu peði
meira að auki. En Helmers sýndi
mikla þolinmæði og þrautseigju í
vörninni svo þeim félögum tókst
hvorugum að knýja fram vinning.
Athugum hvernig umferðir helg-
arinnar gengu fyrir sig:
8. umferð: Hansen hélt jöfnu!
Helgi Helmers 1/2
Guðm.-Kristiansen 1/2
Margeir-Schilssler 1/2
Raaste-Rantanen 1/2
Hansen-Höi 1/2
Ornstein-Heim 1—0
Helgi kom Helmers á óvart
strax í 1. leik, með því að ýta kóngs-
peði sínu fram um tvo reiti, en svo
mikla áhættu tekur Helgi ógjarnan í
íbyrjun. Helmers, sem yfirleitt teflir
Isikileyjarvörn, hefur eflaust átt von
á einhverjum „glaðningi” 1 þeim
fræðum, svo hann tefldi franskt.
Eins og fyrr sagði náði Helgi
stöðuyfirburðum, en þó var engan
veginn hlaupið að þvi að breyta þeim
1 sigur. Helmers varðist vel og ákafar
vinningstilraunir Helga báru ekki
árangur.
Svipaða sögu er að segja af viður-
eign Guðmundar og Kristansen.
Eftir mistök Kristiansen 1 miðtaflinu
fékk Guðmundur mjög þægilega
stöðu. Með því að gefa peð tókst
Dananum þó að snúa taflinu yfir í
hróksendatafl með 3 peð gegn 4
peðum Guðmundar, en öll á sama
væng. Guðmundur þæfði taflið lengi
fram eftir kvöldi, of lengi að mati
áhorfenda, sem sáu ekki minnsta
vinningsmöguleika.
Schiissler virtist vera að snúa á
Márgeir, en fékk ekki nema heldur
betra endatafl sem ógjörningur
reyndist að gera sér mat úr. Finnarnir
Raaste og Rantanen gerðu jafntefli i
15 leikjum.
Skák umferðarinnar var tvímæla-
laust milli Hansen frá Færeyjum og
Danans Höi. Hansen hafði tapað
öllum sínum skákum fram að þessu
en hafði nú skyndilega góða
möguleika á sigri. Eftir 27. léik svarts
var þessi staða á borðinu:
Eftir 28. Rxf6 De7 29. e5! er
hæpið að svartur verði langlifur. 29.
—dxe5? 30. fxe5 Dxe5 er svarað með
31. Dh6! og vinnur (31. — Hxa2+t
32. Kxa2 Ha6+ 33. Kbl Bf5+ 34.
Hc2 Bxc2 + 35. Kb2!).
Hansen tefldi hins vegar fyrir
áhorfendur:
28. f5? gxh5 29. Dh6 Bg4! 30.
Hxg4?! hxg4 31. Hh2
Eins og Höi sagði eftir skákina, þá
sáu allir í salnum leikinn 31. — Kg8!
nema hann. Svarti kóngurinn sleppur
þá út af hættusvæðinu, því 32. Hh4
er svarað með 32. — Dxe4 og vinnur.
í stað þess lék Höi 32. — Dg8? 33.
Dxf6+ og jafntefli samið því hvítur
þráskrákar.
Ornstein vann Norðmanninn
Heim á sannfærandi hátt:
Hvitt: Axel Ornstein
Svart: Sverre Helm
Tékkneskur Benóni.
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e5 4. Rc3
d6 5. e4 Be7 6. g3 a6 7. Bg2 0—0 8.
Rge2 Rc8 9.0—0 g6 10. Bd2 Rd7 11.
a4 Rg7 12. Rcl f5 13. Rd3 Rf6 14. f4
exf4 16. Rxf4 Rxe4 17. Bxe4 Bf6 18.
Dc2 Bd4+ 19. Kg2 Bf5 20. Hael
Bxe4 21. Dxe4 Dd7 22. Re6 Hxfl 23.
Hxfl He8 24. Bh6 Dxa4 25. g4!
Efþr passfva byrjunartafl-
mennsku situr svartur uppi með
erfiða stöðu, gott ef ekki tapaða.
Hvítur hótar 26. Df3 og ef 25. —
Dd7, 26. Df3 De7, þá 27. Bg5 og
vinnur.
Leiðin sem svartur velur er heldur
ekki fullnægjandi.
25. — Rxe6 26. Dxe6 + ! Kh8
— Ef 26. — Hxe6, þá auðvitað 27.
Hf8 mát.
27. b3! Da2+ 28. Khl og svartur
gaf.
9. umferð:
Helgi og Margeir unnu
Helmers-Ornstein 1/2
Schtlssler-Guðmundur 1/2
Rananten-Hansen 1-0
Kristiansen-Raaste 1-0
Heim-Margeir 0-1
Höi-Helgi 0-1
Góð umferð fyrir Islendingana,
sem fengu 2 1/2 vinning. Hjá
Guðmundi og Schússler var komin
upp „samlokustaða” eftir 11 leiki og
þótt Schússler hefði frumkvæðið
sýndi hann lítinn áhuga á að berjast
og bauð jafntefli. Sólskin var og
blíða.
Þeir Helmers og Ornstein gerðu
sömuleiðis jafntefli. Ornstein þurfti
náttúrulega að vinna til að laga stöðu
sina í mótinu, en kunnátta Helmers í
byrjunum stýrði honum framhjá bar-
áttustöðu.
f öðrum skákum var mun meiri
barátta. Hansen var hársbreidd frá
þvl að ná jafntefli, en reynsluleysi
undir lok setunnar kom honum enn í
koll. Rantanen hefur alls ekki teflt
sannfærandi á mótinu og „stór-
meistarataktar” hafa ekki sést í
taflmennsku hans.
Raaste tefldi eftirlætisafbrigði
Petrosjans 1 frönsku vörninni og fékk
þrönga en ákaflega trausta stöðu.
Eftir mikið þóf láðist honum að fjar-
lægja hættulegan riddara and-
stæðingsins á g5 sem olli miklum usla
í herbúðum hans áður en yfir lauk.
Skáin fór í bið, en Kristiansen sigldi
sigrinum f höfn af festu.
Margelr fékk snemma tafls. yfir-
burðastöðu og f rauninni var aðeins
smekksatriði hvernig hann kaus að
innbyrða vinninginn. Hann valdi
öruggustu leiðina, fór í endataflið,
sem var vonlaust fyrir Norðmanninn.
Helgi tefldi sína bestu skák á
mótinu:
Hvitt: Carstein Höi
Svart: Helgi Ólafsson
Nimo-Indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4.
e3 b6 5. Rge2 Ba6 6. a3 Be7 7. Rf4 d5
8. b3
Byrjunartaflmennska svarts þótti
löngum vafasöm vegna afbrigðis
Botvinniks: 8. cxd5 Bxfl 9. Kxfl
Rxd5 10. Rcxd5 exd5 11. Dh5 c6 12.
Re6 g6 13. De5 Bf6 14. Rxd8 Bxe5
15. Rxf7 og hvítur vinnur peð. Álit
hans hefur hins vegar verið endur-
skoðað 1 seinni tið, því eftir 15. —
Kxf7 16. dxe5 Rd7 hefur svartur góð
tök á hvítu reitunum í skiptum fyrir
peðið og ágæta möguleika.
8. 0—0 9. Bd3 dxc4 10. bxc4 Rc6 11.
0—0 Ra5 12. De2 c5 13. d5 e5 14.
Rh5 Rxh5
Ekki kemur síður til greina að
víkja riddaranum undan og hefja
siðan peðastorm á kóngsvængnum.
15. Dxh5 g6 16. De2 f5 17. f3 Bf618.
Bb2 Bc819. a4 Rb7!
Riddarinn er á leið til d6 — óska-
reit riddarans, samkvæmt
kenningum Nimzowitsch.
20. e4 f4 21. Khl Bd7 22. g3 g5 23.
gxf4 gxf4 24. Rdl Kh8 25. Rf2 De7
26. Bc3 Hg8 27. Rg4 Bg7 28. Hgl h5
29. Rf2 Bf6 30. Bc2 Rd6 31. Bb3 Rf7
32. Rd3 Rg5 33. d6?
Hvitur leggur gildru fyrir and-
stæðinginn: 33. — Dxd6 34. Hadl
De6 35. Rxf4! exf4 36. Bxf6+ Dxf6
37. Hxd7 o.s.frv. Svarleikur Helga
gerir það hins vegar að verkum að
leikurinn virkar sem vindhögg.
33. — De6! 34. Db2 Rxf3 35. Rxf4
exf4 36. Bxf6 + Kh7 37. Hf 1
8
7
6
5
4
3
2
1
37. — Hg3! 38. Bdl
Ekki 38. hxg3 Dh3+ og mát 1
næsta leik.
38. — Rxh2! 39. Hxf4 Hh3 40. Kg2
Dg8 + (?)
Mun sterkara framhald er 40. —
Hg8+ 41. Kf2 Rg4+ 42. Bxg4 Hxg4
og hvítur verður fljótlega mát, vegna
þess hve kóngur hans er
berskjaldaður. Eftir textaleikinn þarf
Helgi að hafa fyrir því að draga
vinninginn á land, þótt hann vinni
mann.
41. Bg7! Dxg7+ 42. Dxg7+ Kxg7
43. a5 Hg8 44. e5 Kh6+ 45. Kf2
Rg4+ 46. Bxg4 hxg4 47. Hf6+ Hg6
48. Hf7 g3+ 49. Ke2 Bg4+ 50. Ke3
Hg7 51. Hxg7 Kxg7 52. Kf4 Bd7 53.
axb6 axb6 54. Ha7 g2 55. Hxd7 +
Kh6 56. Hd8 glD 57. Hh8 + Kg7 58.
Hxh3 Dfl+ 59. Hf3 Dxc4+ 60. Kf5
Kf7! og hvíturgafst upp.
10. umferð:
Helmers slapp
með skrekkinn
Raaste-Schtlssler 1/2
Guðmundur-Heim 1/2
Hansen-Helgi 0-1
Margeir-Helmers 1/2
Ornstein-Höi 0-1
Rantanen-Kristiansen biðskák.
1 þessari umferð var eins og
keppendur væru að spara kraftana
fyrir lokaumferðina. Raaste og
Schússler sömdu í fáum leikjum og
sömuleiðis Guðmundur og Heim.
Jafntefli Margeirs og Helmers vai
hins vegar áhugaverðara. Helmers
slapp svo sannarlega með skrekkinn,
því hann tapaði peði og lenti í
krappri vörn. Margeir hefur án efa
misst af vinningi oftar en einu sinni
og svo fór að hann klúðraði taflinu
niður í jafntefli.
Helgi vann Hansen af miklu
öryggi og Höi vann Ornstein.
Úrslit í þeirri skák réðust í miklu
timahraki. Skák Rantanen og
Kristiansen fór aftur í bið og sögð
jafnteflisleg.
Fyrir siðustu umferð var staðan í
úrvalsflokki þessi:
1. Helmers 6 1/2 v.
2. Schilssler 6 v.
3. -6. Ornstein, Guðmundur, Raaste
og Helgi 5 1/2 v.
7. KristiansenS + 1 bið.
8. -9. Margeir, Höi 5 v.
10. Rantanen 41/2+ 1 bið
11. Heim4 1/2 v.
12. Hansen í/2v.
í meistaraflokki var Norðmaður-1
inn Petter Stigar einn efstur með 6;
1/2 v., en í Opna flokknum hafði
Amór Bjömsson unnið allar skákir
sinar, 8 að tölu!
Sigurlaug Friðþjöfsdóttir Noróuríanda-
meistari kvenna.
Sigurlaug Friðþjófsdóttlr
Norðurlandameistari
tslendingar skipuðu sér í öll efstu
sætin í kvennaflokki og var aldrei
hætta á því að titillinn færi úr landi.
Keppni í flokknum lauk á laugardag
er 7. umferð var tefld. Sigurlaug
Friðjófsdóttir sigraði Pamelu Stewart
og tryggði sér þannig Norðurlanda-
meistaratitil kvenna í skák 1981. Úr-
slitaskákin var reyndar tefld í 6.
umferð, milli Sigurlaugar og Áslaug-
ar Kristinsdóttur, sem börðust um
efsta sætið, jafnar að vinningum.
Með sigri í skákinni skaust Sigurlaug
ein á toppinn. Lokastaðan í kvenna-
flokki varð þessi:
1. Sigurlaug Friðjófsdóttir 5 1/2 v.
af 6.
2. Ólöf Þráinsdóttir 5. v.
3. Áslaug Kristinsdóttir 4 1 /2 v.
4. Pamela Stewart (Danmörkj 4. v.
5. -6. Florence Assmundsson (S) og
Ebba Valvesdóttir 1 1/2 v.
1/2 v.