Dagblaðið - 04.08.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 04.08.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981. ! 19 Menning Menning Menning Menning I v Verktaka^ Högg^ar BÖSCH Suóuiiandsbraut 16 Sími 9135200 Þorvaldur Skúlason — Sjálfsmynd, olia, 1931, eign. Listas. Háskóla Islands. Yfirlit yfir sýninguna. En sýning sem þessi, svo gleðilegur viðburður sem hún er, einkanlega fyrir útlendinginn, setur mann einnig í bobba. Þetta er nefnilega í þriðja sinn á níu árum sem opinberar stofn- anir efna til yfirlitssýninga á verkum Þorvalds Skúlasonar (L.í. 1972, Hásk. Ísl. 1980 og nú) en á meðan hefur lftill gaumur verið gefmn að ýmsum mætum samferðamönnum hans í listinni. í framhjáhlaupi getur maður ekki annað en undrast að allar þessar sýningar skuli ekki hafa getið af sér eina einustu bók, hvað þá bækling, sæmilega marktækan og myndskreyttan, um ævi og starf Þor-i valds. Á endanum spyr maður sjálfan sig hvers vegna nauðsyn bar til að setja saman yfirlitssýningu á verkum Þor- valds, ári eftir yfirlitssýninguna Háskólanum handan við göturta, sem var án efa einn mesti listviðburður ársins 1980. Sprengir húsnœðið Þessi spurning verður ansi áleitin þegar í ljós kemur að sumarsýningin bætir Iitlu sem engu við þá mynd af Þorvaldi sem fékkst uppi í Háskóla, auk þess sem hinn krónólógíski rammi sýningarinnar sprengir hús- næðið og mörg verk búa við miklar þrengingar þess vegna. Skoðaðu ekki uppí hest sem þér er gefinn, segir gamalt máltæki indíána, og það er erfitt að vera krítískur and- spænis svona mörgum yndislegum myndum. Engu að síður fannst undirrituðum að þeirri orku sem fór i að setja upp þessa sýningu fyrir út- lendinga í Norræna húsinu hefði verið betur varið í að koma list Þor- valds á veglega bók á fleiri en einu máli. Þannig mætti kynna verk hans betur en með einni sýningu að sumri. En farið fyrir alla muni að skoða þessi verk og takið alla útlendinga sem þið sjáið með ykkur. Sýningin stendur til 16. ágúst. - AI Fjölbreytt úrval af rafmagnsverkfærum Gunnar Ásgeirsson hf. Atburðimir á dúknum Verk Þorvalds Skúlasonar í Norræna húsinu Sumarsýningar Norræna hússins eru að hugmyndinni til afar þarft fyrirtæki, þótt í reynd hafi þær e.t.v. ekki gegnt því hlutverki sem þær hefðu átt að gegna. Nú eru í bænum a.m.k. fjögur söfn sem hafa það að markmiði að veita sögulega yfirsýn yfir þróun lslenskrar myndlistar, eins og hún birtist I verkum eins eða fleiri listamanna. Því er ég ekki einn um þá skoðun að hlutverk þessara sumar- sýninga hljóti framar öðru að vera það að veita útlendingum innsýn í það sem islenskir myndlistarmenn eru að gera I dag. Hér á ég ekki endi- lega við að Norræna húsinu beri skylda til að sýna nýjasta nýtt úr ný- listinni. Hins vegar ætti það að kapp- kosta að kynna erlendum gestum verk myndlistarmanna sem eru í sókn, í hverjum þeim miðli sem þeir hafa kosið sér. Gott veganesti Þvi miður hafa oft valist til þessara sýninga listamenn sem lokið hafa lífs- starfi sínu, standa í sömu sporum og fyrir tveimur áratugum eða hafa ekki enn orðið sér úti um nauðsynlegan þroska I list sinni. Enda hef ég hingað til ekki rekist á neinn útlending sem fengið hefur hugljómun á fyrri sumarsýningum Norræna hússins. Ekki hefur heldur verið reynt að koma Iandsmönnum á óvart á þeim vettvangi. En nú er viðbúið að breytingar verði á þessum sýningum og þær til batnaðar þar sem hinn nýi forstjóri, Ann Sandelin, er kona myndlistar- menntuð og víðsýn. Væntanlega hefur sumarsýningin á verkum Þor- valds Skúlasonar verið ákveðin fyrir hennar daga en engu að siður er hún forstjóranum gott veganesti. Sú ákvörðun hennar að greiða leigu fyrir verkin í formi rannsóknarstyrks er henni sömuleiðis til sóma og stuðn- ingur við þá kjarabaráttu sem mynd- Iistarmenn búa sig nú undir að heyja. Oddvitinn í myndlistinni Á sýningu sem þessa er Þorvaldur Skúlason nánast sjálfkjörinn. Hann er ekki aðeins einn ágætasti fulltrúi módernisma I íslenskri málaralist heldur hefur hann ævinlega verið oddvitinn, I þungamiðju íslenskrar imyndlistar, sá myndlistarmaður sem hugsaði dýpst um markmið og leiðir hverju sinni og fann þær lausnir sem dugðu honum og listinni best. Á kreppuárunum var Þorvaldur í farar- broddi þeirra myndlistarmanna sem létu sig varða líf alþýðunnar, sýndu henni samstöðu. En minnugur hvatn- ingar skáldsins Rimbauds „Verum umfram allt nútlmalegir”, hyllti Þor- valdur islenskan veruleika á alþjóð- legu myndmáli, með stafrófi kúbism- ans. Ásamt Svavari Guðnasyni lagði Þorvaldur Skúlason — Sjómenn, olia, 1944, eign Listasafns Háskóla tsiands. Þorvaldur siðan drög að nýrri íslenskri afstraktlist og undir hand- leiðslu hans lögðu yngri málarar stund á nýjustu fræði frá Frakklandi i lok fimmta úratugarins. Allar götur eftir það litu menn til Þorvalds er þá vantaði hvatningu til „listræns heiðarleika og opinnar útsýnar”, eins og segir ( formála Björns Th. Björns- sonar að sýningunni. íbobba Og þótt myndlist Þorvalds sé e.t.v. ekki eins rismikil nú og fyrir tuttugu árum, þá er fordæmi hans ómetanlegt. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.