Dagblaðið - 01.09.1981, Page 11

Dagblaðið - 01.09.1981, Page 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. skáld lesa upp í Mývatnssveit, séð leikara leika á Húsavík, hlustað á karlakór á Dalvik og haft ánægju af. Það virðist lita svo á að ekkert sé að sækja ,,út á land”. í þeirra augum fcr 80—90% af allri þroskaðri menn- ingarstarfsemi í landinu fram á Reykjavíkursvæöinu en lands- byggðin bíður eftir þeim molum sem kunna aö hrökkva til hennar stöku sinnum af allsnægtaborði höfuð- borgarinnar, eins og leiðarahöfund- urinn sagði. Kassastykki að sunnan Hvernig eru svo þessir molar sem fólkinu hlotnast að sunnan? Kassa- stykki leikhúsanna, sérstakar lands- byggðardagskrár sinfóníunnar, sumargleði Ragga Bjarna, búktal og eftirhermur. Þegar ég var strákur í sumardvöl að Laugum í Suður-Þing- eyjarsýslu voru þar ár hvert bænda- samkomur, haldnar ræður, sungið, horft á kvikmyndir, keppt í iþróttum og dansað. Ég hef ekki fylgst með hvort svo er gert enn. Hins vegar hefur menningarlegur imperíalismi höfuðstaðarins nú borið þann ávöxt að forsvarsmenn Héraðssambands Þingeyinga hafa ruglast í ríminu og buðu þess vegna héraðsbúum upp á að heyra búktal sér til upplyftingar um verslunarmannahelgina síðustu. Til allrar hamingju hefur fjöldinn ekki látið blekkjast af áróðri rikis- fjölmiðlanna og síðdegisblaðanna. Fólkið hunsaði hátíðina! Aftur á móti var fjölmenni að minnast Huldu að Auðnum í LaxárdaJ nokkrum dögum síðar og hlýða á upplestur og söng héraðsbúa í fögru umhverfi á góðviðrisdegi. íbúar utan Stór-Reykjavíkur hafa alltaf vitað og vita enn að menningin býr hjá þeim líka. Þeir vita að merk listaverk var hægt og er hægt að vinna utan Reykjavikursvæðisins. Hulda gat ort á Húsavík, Jakobína skrifar nú í Garði. Þeim er ekkert sáluhjálparatriði að fá menningar- hund að sunnan eins og leiðarahöf- undur Dagblaðsins virðist halda. Úlfar Bragason höfund Astrid Lindgren. Aðalstefna félagsins er að berjast gegn áfengis- neyzlu barna og unglinga. — Ég kæri mig ekki um að teljast til bannspámanna, segir Astrid Lind- gren. — Ég er heldur enginn templari sjálf. En ég er tilbúin til að beita hvaða vopni sem er í baráttunni við hið hræðilega áfengisböl. Bannglaðir geldingar Hið frjálslynda blað Dagens Nyheter hefur nokkuð óvænt tekið afstöðu með þeim sem vilja aukið eftirlit með áfengisneyzlu í Svíþjóð. Ritstjórinn, Svante Nycander, er meira að segja fylgjandi því að tekin verði aftur upp sú skömmtun á áfengi sem afnumin var eftir 1950. — Það er ekki áfengisbann sem skiptir mestu máli heldur boð og bönn yfirleitt, segir Bo Strömstedt, ritstjóri Expressen. — Ríkjandi stefna í Svíþjóð nútímans er sú að drepa niður allt einstaklingsframtak, að svipta einstaklinginn persónu- frelsi. Við eigum ekki framar neina sköpunargleði, það er búið að gelda okkur. Ég get því miður ekki státað af þvi að barátta Expressen gegn Bann-Svíþjóð hafi verið sérstaklega árangursrík. Og það hefur valdið okkur miklum vonbrigðum að Dagens Nyheter — sem annars býr að langri hefð sem formælandi einstakl- ingsfrelsis — skuli vera orðið svo bannglatt sem raun ber vitni. Enginn veit hvernig þessi þróun endar. Ekki heldur hvort nýtt bann kemur í veg fyrir notkun á þvf lyfi sem velferðar-Svíinn kýs sér helzt við drepandilífsleiða —áfenginu. .jj, Tekst að bjarga Svíum frá ofdrykkju með nýjum bannlögum? Meðal þeirra mola sem fðlki úti á iandi hlotnast af borðum höfuðborgarbúa eru sérstakar landsbyggðardagskrár sinfóniunnar, segir greinarhöfundur meðal annars. DB-mynd. qvist skýrir drykkjuskap Svía með því að venjulegt fólk geti ekki lengur haldið daglega lífið út án áfengis. — Lífið er orðið svo leiðinlegt, segir hann. — Það er búið að taka allt frá okkur. Við höfum enga trú og ekkert að berjast fyrir. Við sitjum innilokuð í íbúðunum okkar fjötruð bönnum og lagaákvæðum. Það er búið að gera nútíma Svía að brúðum sem fylgja hlýðnar öllu því sem yfir- völdunum dettur í hug að skipa fyrir. Það er áreiðanlega ekki jafn auðvelt að stjórna nokkurri þjóð og Svíum. Lagaframleiðsla á færibandi Nákvæmlega reiknað er tekin ný lagaákvörðun í Svíþjóð þrisvar sinnum á sólarhring, árið um kring. Ofast í bannátt. Þegar þetta er skrifað liggja 1700 tillögur á borðum ráðuneyta um ný bönn. Eins og t.d. þessi: „Bönnum allan glasaglaum og áfengisneyzlu í sjónvarpsdagskrám”. „Áfengi á heimilum skal geyma í Iæstum skápum á sama hátt og vopn og eitur”. „Banna skal börnum undir 15 ára aldri aðhafa hund”. „Banna skal gælufugla i búrum”. „Bönnum villisvín í Svíþjóð”. „Banna skal allar tóbaksreykingar bílstjóravið akstur”. Kvikmyndagerðarmaðurinn Jöm Donner hefur ákveðiö að yfirgefa Svíþjóð vegna vonbrigða sinna með þjóðfélagsþróunina. — Þessi þróun einkennist af ein- hvers konar ný-púritanisma, segir hann. — Allt sem heitir frelsi er af hinu illa. Og Svíar eru svo vel tamdir að það verður ekki fyrr en þeim dettur í hug að taka frá okkur sjálf- sögð mannréttindi, eins og t.d. tína ber í skóginum, að við gerum upp- reisn. Til er félagsskapur í Svíþjóð sem kallar sig Framtíðarfólk og hefur meðal félaga hinn þekkta barnabóka- Lifið er orðið svo leiðinlegt: Svfar standa f biðröðum f áfengisverzlunum rikisins til að bjarga helginni. hlúa og búa að sínu enda fer enginn á leiksýningu eða hlustar á sinfóníu og hefur gagn og gaman af nema hann sé alinn upp við leiklist og tónlist. Vanþekking og lítilsvirðing Aftur á móti hafa íbúar utan Reykjavíkur og nágrannabæjanna stöðugt mátt búa undir vanþekkingu og lítilsvirðingu á högum þeirra i ríkisfjölmiðlunum og dagblöðum höfuðstaðarins. Einkum fréttastofur útvarps og sjónvarps og síðdegis- blöðin hafa talið það hlutverk sitt að reka einhvers konar menningarlegan imperíalisma og talið sig umkomin að líta niður á „landsbyggðina”. Fólk- inu sem þar vinnur dettur ekki í hug að það geti séð listilegar vegghleðslur að Laufási við Eyjafjörð, hlustað á 0 „Hvernig eru svo þessir molar sem fólkinu hlotnast aö sunnan? Kassastykki leikhúsanna, sérstakar landsbyggðardagskrár sinfóníunnar, sumargleöi Ragga Bjarna, búktal og eftirhermur.” é

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.