Dagblaðið - 01.09.1981, Side 16

Dagblaðið - 01.09.1981, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1981. ar hana og framleiðir svo stórar ljós- myndir af þessu í takmörkuðu upplagi, eða þá að hann gerir aðeins eina ljósmynd og selur sama verði og málverk.” — Nú var Vignir iðinn við að gera leikmyndir á sínum tima. Fylgdist hann með þróun í þeim múlum í New York. „Ég reyndi að sækja leikhús eins og ég gat, en sá þó engin ósköp sem ég var yfir mig hrifinn af. Hrifnastur held ég að ég hafi verið af leikmynd- um fyrir Fílamanninn og svo leikrit sem nefnist Children of a lesser God og fjallar um samskipti daufdumbrar konu og unnusta hennar.” — Hvað um nánustu framtíð? ,,Ég þarf bara að vinna af kappi, bæði til að standa við mínar skuld- bindingar varðandi safnarana sem styðja við mig og safna í sýninguna hér heima,” sagði Vignir að lokum, hvarf svo eins og eldibrandur út eftir Síðumúlanum. -AI. FÓLK Áhrifagjamir listamenn mega gæta sín í New York — segir Vignir Jóhannsson, ungur fjöllistamaður á uppleið Fann stóra trjávespu Kínvetjamir ekki blankir Kínverska sendiráðið hefur nýlega fest kaup á ættaróðali einu við Fjólugötu, nálægt norska sendiráðinu. Kínverjarnir munu hafa greitt fyrir húsið hvorki meira né minna en tvær og hálfa milljón króna eða sem svarar tvö hundruð og fimmtíu gömlum milljónum og — allt á borðið. Litla kaffistofan til sölu Flestir kannast við hana Ólínu sem rekið hefur Litlu kaffistofuna í Svínahrauni um tuttugu ára skeið. Ólína er nú orðin 73 ára en stendur samt ennþá i rekstrinum frá morgni til kvölds. Ávallt er þar að finna nýbakaðar kökur enda á Ólína mjög marga fasta viðskiptavini. Nú mun hins vegar svo bera til að Ólína hefur auglýst kaffistofu sína til sölu þar sem hún treystir sér ekki til að standa í rekstrinum lengur. Þess má geta að Ólína hefur ekki bíl til umráða og ekki hefur hún síma í Litlu kaffistofunni, þannig að engum ætti að þykja mikið þó hún vilji hvíla sig. Hjón í samninga- þrasið við nkið Kennarasamband íslands hefur ákveðið skipan samninganefndar sinnar vegna væntanlegra kjara- samninga við ríkisvaldið. í henni sitja tuttugu manns og einum betur: fimmtán karlar, sex konur. Meðal annarra má sjá þar á blaði Hauk Helgason, skólastjóra í Hafnarfirði, og Kristínu H. Tryggvadóttur, fræðslufulltrúa Bandalags ríkis og bæja. Þau eru hjón. Ábyggilega státa ekki margar samninganefndir á vinnumarkaðnum af slíku! Hrokafullur starfsmaður hins opinbera Það er með eindæmum hve sumir starfsmenn hins opinbera geta verið hrokafullir í starfi. Blaðamaður DB hringdi í gærmorgun í Ragnar Jóns- son skrifstofustjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins til að spyrjast fyrir um hækkun á áfengi og tóbaki. Blaðamaður hafði ekki fyrr kynnt sig en Ragnar hreytti út úr sér að hann væri að tala við annan og síðan var tólið harkalega lagt á. Ekki einu sinni erindinu hafði hann áhuga á. Kannski sumum opinberum embættismönnum veitti ekki af smá kurteisisnámskeiði. Síðastliðin ár hefur það verið mjög I í tísku meðal ungra myndlistarmanna að leita sér framhaldsmenntunar í austurvegi, þ.e. á meginlandi Evrópu. Þetta ástand er í aðalatrið- um óbreytt, nema hvað nokkur ung listamannsefni hafa skorið sig úr og haldið í vesturveg, til Bandaríkjanna, í leit að skólun. Eitt þeirra er Vignir Jóhannsson frá Akranesi, áður búfræðinemi, raf- virki, leikmyndasmiður og úrvals- nemandi úr Myndlista- og handíða- skóla íslands. Hann hélt til náms í Rhode Island School of Design í samnefndu fylki árið 1979 og nú, á því herrans ári 1981, hefur hann lokið meistaraprófi í grafik, haldið einkasýningu, slegið í gegn á skóla- sýningu og komið sér upp tveimur efnuðum bakhjörlum sem safna myndum hans. Þessir safnarar hafa gert Vigni kleift að lifa sæmilegú lífi í Rhode Island, sem er ekki ýkja langt frá New York, og því hugsar hann sér ekki til heimkomu i bráð. Hann var nú samt á hraðferð hér um daginn, m.a. til að verða sér úti um sýningar- stað á vori komanda. Er nú áformað að Vignir sýni í Listmunahúsinu við Lækjargötu í mars eða apríi 1982. Er ekki að efa að sú sýning verður áhugaverð, ef marka má þau sýnis- horn sem Vignir hafði í pússi sínu. — DB náði í skottið á listamann- inum fyrir stuttu og spurði hann fyrst um skólavist lians í Bandaríkjunum. ,,Ég held ég hafi ve'ið ákaflega heppinn að komast í þei nan skóla,” svaraði Vignir . Ég sót'i nánast um hann í blindm, eftir að kunningi listaskólum Bandarikjanna. Þegar ég fvrsi sólti um Rhode Island, þá var min menntun i MHI t.d. mjög hátt jnetin. ” Og Vignir hefur ekki lokið máli sínu. „Ég er líka viss um það að ef íslendingar gætu sett saman stóra sýningu á myndlist yngri manna og sent hana til Bandaríkjanna, mundu hún slá menn þar alveg út af laginu. Svo mikil er gróskan í íslenskri mynd- list í dag, Fólk, sem ég talaði við, vissi að vísu ekki mikið um íslenska myndlist, það kannaðist kannski við myndir Sigurðar Guðmundssonar, en allt virtist það hafa heyrt að eitthvað alveg sérstakt væri að gerast í mynd- listum okkar litla lands. Við ættum því að nota okkur þennan meðbyr.” — Við spurðum Vigni um nábýlið við New York. „Það var mér ómetanlegt og ég vonast til að finna mér vinnuaðstöðu þar á næstunni. Þar er svo óhemju- lega mikið að gerast, svo mikið að áhrifagjarnir ungir listamenn mega gæta sín. Ætli ég hafi ekki verið hrifnastur af stóru Píkassó-sýning unni, svo og ljósasýningu (Holo- graphs) á Whitney-safninu. Annars er ég veikur fyrir ýmiss konar teikningum. Paul Wunderlich var t.d. mikið umtalaður í slíkum „kreðsum” í vetur.” — Hvaða nýjungar varð hann helst var við í myndlistum New York borgar? „Ætli það nýjasta sé ekki „photo installation”,” svaraði Vignir. „Þá setur listamaðurinn á svið einhverja uppákomu í þrívíðu rými, ljósmynd- Vignir Jóhannsson — „tslendingar mundu slá þá alveg út af laginu”. Verk úr myndröð eftir Vigni sem öll gengur út á hunda og ýmiss konar hindranir. (DB-myndir Gunnar Örn) Albert Sigurðsson með trjávespuna i krukkunni sinni. Ekki ætlaði hann sér að eiga hana, heldur fara með hana á Náttúrufræöistofnunina. Á hinni myndinni sést vespan í samanburði við frekar stóran sykur- mola. DB-myndir Bjarnleifur. Hann Albert Sigurðsson, 12 ára Keflvíkingur, kom hingað á ritstjórn DB fyrir stuttu með stærðar trjá- vespu sem hann sagðist hafa fundið í nýbyggingu í Keflavík. Flugan var svo stór að sykurmoli nánast hvarf við hlið hennar. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri hrossafluga. Ég ætlaði að veiða hana og náði í rör sem var skammt frá og veiddi hana í það. Síðan sá ég auðvitað að þetta var ekki hrossa- fluga heldur eitthvað annað sem ég þekkti ekki. Þá varð ég eiginlega svolítið smeykur við hana,” sagði Albert. „Til að athuga hvaða kvikindi þetta væri fór ég í dýrabók og fann út að þetta væri helzt stór trévespa, en þær lifa aðallega í Mið-Ameríku,” sagði Albert ennfremur. Ekki er óalgengt að trjávespur komi hingað til lands með timbri og svo var augsýnilega i þetta skipti. Vespan var lifandi í krukkunni hans Alberts en ekki sagðist hann vilja eiga hana. „Ætli ég fari ekki með hana á Náttúrufræðistofnunina,” sagði hann. -ELA. minn hafði mælt með honum. Siðar kom það í ljós að hann er með eftirsóttustu listaskólum í Bandaríkj- unum. Þarna hafa listamenn á borð við Warhol og Hockney komið við á sínum ferli, sem nemendur eða kennarar. Kennaraliðið var gott en tækjabúnaður skólans hefði getað verið betri.” — Hvernig fór svo kennslan fram? „Maður var afskaplega mikið einn á báti, látinn um að vinna sjálfstætt að eigin hugmyndum,” sagði Vignir. „Síðan bönkuðu kennarar uppá hjá manni nokkrum sinnum í mánuði, skoðuðu vinnubrögðin, spurðu spurninga og komu með ábendingar. Helsti gallinn við þá var sá að þeir voru oft lengi að gera upp hug sinn gagnvart því sem nemendur voru að gera og þannig voru sumir látnir komast upp með slæma vinnu í nokkrun tima.” — Hvaða augum lítur Vignir svo á sinn gamla skóla, Myndlista- og bandíðaskólann, eftir veruna i amerískum lístaskóla? Hann er ekki í vandræðum með svarið. „Ég er alveg sannfærður um að MHÍ stendur jafnfætis mörgum ágætum ameriskum listaskólum og ef tækjabúnaður skólans yrði bættur og húsnæðisvandræði hans leyst, gæti hann staðið uppi í hárinu á bestu

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.