Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. 3 Sv „Um þessar mundir er verið að fylla upp f Vatnsmýrina, sem er varpstaður andanna við Tjörnina, vaðfugla og fjölmargra annarra fuela.” seeir Þðrir Kr. Þórðar- son prófessor. Tekur þú mark á draumum? Pálina Pálsdóttir húsmóðir: Já, ég myndi segja að ég gerði það. Kjartan Guðmundsson, 12 ára, Lang- holtsskóla: Já, stundum. Það fer alveg eftir hvernig draumarnir eru. Umhverfismál: Hverfa endumar af Tjörninni? — nú erverið að eyðileggja varpstað þeirraogfjölmargra annarra fugla - - Þórir Kr. hringdi: Þórðarson prófessor Um þessar mundir er verið að fylla upp í Vatnsmýrina, sem er varp- staður andanna við Tjörnina, vað- fugla og fjölmargra annarra fugla. Enn um bæjaríbúðirnar: „Misnotkun á bæjaríbúðum á sér stað” — segir Breiðhyltingur f* Sveinbjörn Sigurðsson, Hamrabergi 9, skrifar: Maðurinn, sem hrópar einna hæst um húsnæðisvandamál borgarinnar, Jón Kjartansson frá Pálmholti, er húsvörður á írabakka — húsnæði borgarinnar — og situr þar í 4-her- bergja íbúð ásamt eiginkonu og tveim börnum. Að auki hefur hann einstaklings- íbúð — á vegum borgarinnar — til afnota fyrir ritstörf. Ég vil bæta því við að annar hús- vörður borgarinnar, að Jórufelli, situr þar í ókeypis íbúð, með frítt af- notagjald af síma o.s.frv. Hann er að byggja sér 200 fermetra einbýlishús og á glæsilegan sumarbústað. Ekki bætir úr skák að ofaníburð- urinn er súr mold úr byggingagrunn- um sem eyðileggur þennan unaðsreit. Þarna var meðal annars heiðblár hvammur af umfeðmingi sem nú er búið að kaffæra. Þótt þegar sé í óefni komið þá skora ég á borgarstjórn að hugleiða hversu þýðingarmikil Vatnsmýrin er fuglalífi okkar Reykvíkinga. Mér er kunnugt um mörg dæmi þar sem misnotkun á bæjaríbúðum á sér stað en yrði aldrei látin viðgangast ef einhverjir væru ekki skyldir ein- hverjum. Sjónarmiö Jóns Kjartanssonar: „Ég er hér bara í venjulegri hús- varðaríbúð,” sagði Jón Kjartansson frá Pálmholti, ,,og henni fylgir her- bergi sem er aðstaða fyrir starfsmann til þess að geta sinnt sinu starfi. í fjölbýlishúsum, sem Reykja- víkurborg leigir út, starfa húsverðir og hafa allir húsnæði á staðnum. Ég vil bæta því við að þeir sem starfa í Leigjendasamtökunum þurfa að vinna fyrir sér og hafa húsnæði eins og annað fólk. Þó að ég hafi hrópað hátt um hús- næðisvandann, eins og þessi maður orðar það, þá fæ ég ekki séð að mitt starf og húsnæði skipti sérstöku máli. Mér þætti skemmtilegra að ræða þessi mál á sanngjarnari grundvelli,” sagði Jón að lokum. Við teljum aö notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. VOLVO 245 GL, árg. 1980, sjálfskiptur, ekinn 33.000 VOLVO 245 GL, árg. 1980, beinskiptur, ekinn 23.000 VOLVO 245 GL, árg. 1979, beinskiptur, ekinn 54.000 VOLVO 345 GL, árg. 1980, beinskiptur, ekinn 7.500 VOLVO 244 GL, árg. 1981, beinskiptur, ekinn 13.500 VOLVO 244GL, árg. 1980, sjálfskiptur, ekinn 15.000 VOLVO 244 DL, árg. 1980, beiiiskiptur, ekinn 24.000 VOLVO 244 DL, árg. 1979, beinskiptur, ekinn 41.000 kr. 155.000,- kr. 140.000,- kr. 135.000.- kr. 98.000,- kr. 150.000,- kr. 140.000.- kr. 135.000.- kr. 115.000,- VOLVO frá VELTIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. m Sigmundur Sigurgeirsson skrifstofu- maður: Nei, örugglega ekki. Margrét Eiriksdóttir menntaskólanemi: Nei, yfirleitt ekki. Karen Ólafsdóttir húsmóðir: Ég verð nú eiginlega að segja að ég geri það. Daniel Kristinsson rafvirki: Já, stundum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.