Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. Einar Vilberg sendir frá sér plötuna Noise: „Lögin á þessari plötu eru frá ýms- um tímum. Nokkur eru glæný og önnur allt upp í fjögurra áragömul,” sagði Einar Vilberg tónlistarmaður er blaðamaður DB ræddi við hann um nýútkomna plötu hans er nefnist Noise (Hávaði). „Tja, það má segja að nafn plöt-i unnar sé að nokkru Ieyti táknrænt fyrir efni hennar,” sagði Einar. „Það er dálítið hráabragð að tónlistinni á köflum. Það má eiginlega segja að með því að fást við slíka tónlist sé ég kominn að endinum á byrjuninni. Þetta er svipað og ég var að gera fyrir tíu árum. Svo eru auðvitað innan um svona „Starlight” kaflar.” Síðasta plata Einars nefndist ein- mitt Starlight. Hún kom út árið 1976. Hann var inntur eftir því hver gæfi út plötuna Noise. „Það fyrirtæki nefnist Tony Permo Ltd., leynifélagsskapur sem lítið er hægt að segja um,” svaraði Einar. „Platan var pressuð og skorin FÓLK Nafiiið er að sumu leyti táknrœnt fyrir efiti plötunnar í Englandi og hljóðrituð í Stúdíó Hlust á Rauðalæknum. Upptakan tókst að mínu mati mjög vel. En eins og allir vita fer alltaf eitthvað for- görðum í lokavinnslunni.” Með Einari koma fram á Noise hljóðfæraleikararnir Jón Ólafsson úr Start, Þorsteinn Magnússon Þeysari, Ólafur Sigurðsson bumbuslagari Kamarorghestanna og Rafn Sigur- björnsson stúdíóstjóri i Hlust og María Helena sem syngja bakraddir. Einar Vilberg hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarin ár. Hann er nú í stuttri heimsókn hér til að kynna plötu sína og heilsa upp á ættingja og vini. Margir muna eflaust eftir Einari frá fyrri árum er hann setti svip á reykviskt dægurtónlistar- líf, síðhærður eins og aðrir tónlistar- menn á þeim tíma. Það var því ekki laust við að menn settu upp furðusvip er hann kom stuttklipptur heim í sumar og margir komu honum ekki almennilega fyrir sig. „Mamma jesúsaði sig þegar hún sá hvað ég var orðinn stutthærður,” sagði Einar kímileitur. „Það rifjaðist þá upp fyrir mér að hún hafði ýmis- legt við málið að athuga þegar ég lét mér vaxa sítt hár í gamla daga. Það er því óhætt að segja að tímarnir breyt- ast og mennirnir með.” -ÁT- Nýtt kaffihús í miöbœnum 1. nóvember: Býður upp á kaffi, jranskar kökur og klassíska tónlist — í gamaldags umhvetfi „Ég hef lengi veriðað hugsa um að I næði. Knútur Bruun bauð mér, þetta I tekið það af fjárhagsástæðum. Þegar setja upp kaffihús og leitað eftir hús- | húsnæði í fyrra en þá gat ég ekki | mér bauðst tækifærið aftur núna Ingibjörg Pétnrsdúttir á ennþá töluvert eftir ad gera áður en staðurinn veröur opnaður. Nú þegar hafa verið settir þrir nýir gluggar sem snúa að Lækjartorgi. DB-mynd Bjarnleifur. þáði ég það og stefnan er að opna 1. nóvember,” sagði Ingibjörg Péturs- dóttir sem þessa dagana er að stand- setja loftið á horni Austurstrætis og Lækjargötu fyrir kaffihúsarekstur. Ingibjörg, sem er 33 ára, hafði verið búsett i Suður-Frakklandi í 12 ár er hún fluttist hingað til lands fyrir tveimur árum ásamt tveimur börnum sínum. Síðan hefur hún starfað sem leiðsögumaður. í Frakklandi var hún húsmóðir auk þess sem hún stundaði nám í listaháskóla. Kaffistofan á að vera í gamaldags stíl og nú þegar hafa verið settir þrir gluggar sem snúa út að Lækjartorgi. „Húsgögnin og borðbúnað allan kaupi ég frá Ónnu Ringsted en hún rekur antikverzlunina Fríðu frænku i Ingólfsstræti. Húsgögnin eru öll er- lendis frá,” sagði Ingibjörg. Hún mun bjóða upp á nýlagað kaffi og franskar kökur „til mótvæg- is við íslenzkar stríðstertur,” segir hún auk þess sem léttir réttir og salöt verða á boðstólum í hádeginu. Þess má geta að á listahátíð síðustu sá hún um kaffi i Breiðfirðingabúð og bauð upp á franskar kökur við miklar vin- sældir. Ingibjörg sagðist hafa áhuga fyrir að bjóða upp á mat og létt vín en samkvæmt lögum er staðurinn ekki fullnægjandi. „Þau hljóta að breyt- ast, þessi lög, enda orðin gömul og úr sér gengin,” sagði hún. Þá sagðist hún hafa hug á í fram- tíðinni að fá flautuleikara, fiðluleik- ara eða annars konar klassíska tón- list. „Þetta á að vera róleg kaffistofa þar sem fólk sem kemur á galleríið getur komið við og fengið kaffi. Það kemur allt betur í ljós þegar rekstur- inn er hafinn hvernig þetta verður,” sagði Ingibjörg ennfremur. — En verður ekki samkeppni hér í miðbænum? „Nei, mig langar ekkert í sam- keppni. Ég held meira að segja að kaffihúsin mættu vera fleiri hér. Ef margir góðir staðir eru á sama stað þá kemur fólkið frekar í þá átt.” Ingibjörg hefur ekki ennþá gefið staðnum nafn, enda í mörgu að snú- ast þessa dagana. „Ég verð að segja að það er mjög sanngjörn leiga á þessu húsnæði og Knútur hefur reynzt mér mjög vel. Til dæmis tók hann hluta af galleríinu svo ég gæti fengið geymslu,” sagði Ingibjörg Pétursdóttir. -ELA. Drykkjuslark hestamanna næstum alveg ár sögunni Verulega hefur dregið úr drykkju- slarki hestamanna á höfuðborgar- svæðinu hin síðari ár. Þykir flestum það til bóta. í útreið kom það þó fyrir nýlega að tveir slompaðir urðu viðskila við hópinn. Sást síðast til þeirra félaga skammt frá Korpúlfsstöðum. Var þá nokkuð tekið að rökkva. Áðu þeir nokkru síðar. Sátu þeir langa stund í graslaut og slokuðu langa teyga. Ráfuðu heimfúsir reið- skjótar frá knöpunum. Fundust þeir ekki. Við leitina að hestunum urðu þeir viðskila, félagarnir. Segir ekki af för þeirra fyrr en ann- ar þeirra féll ofan í nýtekna gröf í nýja kirkjugarðinum þarna. Lá hann þar sem hann var kominn og seig skamma stund í brjóst. Vaknaði hann hrollkaldur og kveinkaði sér og stundi. ' í þessu bar hinn félagann að. Heyrði hann stunurnar og spurði: „Hvað er að hjá þér, vinur?” „Mér er svo déskoti kalt,” svaraði sáí gröfinni. Vinurinn á bakkanum sagði þá: „Þú þarft nú ekki að vera hissa á því, búinn að sparka ofan af þér allri moldinni.” Stífit til að byrja með Varanlegt viðfangsefni ferðamála- manna liggur í því að finna nýja ferðamannastaði og auglýsa þá til vinsælda. Mörgum Kanaríeyjaförum er kunnugt um nektarnýlendu skammt frá ensku ströndinni svonefndu á Gran Canaria. Þekktur ferðaskrif- stofuforkólfur íslenzkur vildi kanna aðstæður á þessum umtalaða stað, og þá með hliðsjón af nýjum og forvitni- legum áfanga í ferðamálum okkar. Dvaldist hann þarna í fjóra sólar- hringa i kynnisförinni. Þegar hann kom þaðan hitti hann fólk í sólarlandaferð á vegum ferða- skrifstofunnar. Kunningi hans í þeim hópi spurði hann einslega: „Hvernig var annars að vera þarna?” „Dálítið stíft til að byrja með.” Ekki taldi hann þörf á frekari umræðu. Listaverka- viögeröamaður vœntanlegur til landsins Listaverkin sem Jóhannes Kjarval málaði á veggi vinnustofu sinnar á ár- unum 1928—34 eru þessa dagana sýnd að Kjarvalsstöðum. Þegar Guðmundur Axelsson í Klaustur- hólum keypti þau á sínum tíma voru þau ákaflega illa farin. Þau voru því send í viðgerð til Sten Bjerghof sem rekur listaverkaviðgerðaskóla í Kaup- mannahöfn. Meðal þeirra sem unnu að við- gerðum á verkum Kjarvals er íslend- ingur — Vestur-íslendingur reyndar — sem heitir Richard Hörgdal. Hann lýkur námi í Kaupmannahöfn i júlí á næsta ári og fiytur þá hingað til lands. Við það vænkast mjög hagur eigenda listaverka því að eftir það verður óþarfi að senda þau utan til viðgerða.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.