Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 11
 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. BLESSAÐ LAGLAUNAFOLKIÐ Nú seinnipart sumars hafa farið fram miklar umræður um kjör lág- launafólks og er það vel. Jafnvel þó að þeir sömu, sem nú tárast hvað mest yfir ömurlegum kjörum verka- fólks, hafi fram að þessu talið það allra meina bót að skera niður launin, þá hafa þeir kannski verið í of mikilli fjarlægð frá verkafólki til þess að vita hver kjör þess eru. Þeir eru vel- komnir íokkar hóp. En ef hér er um atkvæðaveiðar að ræða og þeir hinir sömu eru tilbúnir til, þegar inn á Alþingi kemur, að greiða atkvæði með kaupskerðingar- lögum þá svei því. Ég verð að játa að ég er tortryggin á umhyggjuna. á kröfugerð Nú eru samningar að renna út og enn hefur lítið borið á kröfugerð frá verkalýðshreyfmgunni. Menn hljóta þó að verða að fara að setja kröf- urnar fram, að minnsta kosti þá sem ASÍ þing samþykkti, um að nýir samningar skuli gilda frá þvi er þeir eldri renna út. Ég hef að undanförnu verið að lesa ýmislegt eftir þá sem kalla sig andófs- menn í verkalýðshreyfingunni og nú síðast „kjallara” eftir Guðmund Sæ- mundsson verkamann. Mér þykir grein Guðmundar á margan hátt skynsamleg og raunhæf. Ég ætla hér á eftir að setja fram mínar hug- myndir. í fyrsta lagi: Sett verði lög um lág- markslaun. Annað: Tíu neðstu launataxtarnir verði skornir frá. Þriðja: Almenn laun hækki um 11 prósent. Mætti hugsa sér að skipta hækkuninni í tvennt og kæmi sú seinni til framkvæmda 1. marz 1982. Fjórða: Fella niður yfirvinnu allt árið þar sem því verður við komið en hækka helgarálag þar sem ekki Kjallarinn Aðalheiður Bjamfreðsdðttir verður undan helgarvinnu komist (sjúkrahús og fleira). Fimmta: Leggja niður bónus i nú- verandi mynd. Hann er ómanneskju- legur, slítur fólki um aldur fram og heldur niðri almennum launum í landinu. Fólkið í bónusnum hugsar ekki um tíma- eða mánaðarkaupið. Það horfir bara á bónusinn. Félagslegu atriðin Hvað snertir félagsleg atriði vil ég að verkafólkið eigi kost á ellilífeyri 65 ára ef það óskar þess. Ég vil að verkafólk eigi meiri kost á fullorðins- fræðslu en nú tíðkast, að Edduhótel- in verði að einhverju leyti gerð að sumarhótelum fyrir verkafólk og að réttur verkafólks gegn uppsögnum sé betur tryggður. Þar á ég ekki ein- göngu við uppsagnir í fiskvinnu heldur vil ég að ákveðin nefnd eða Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir leggur meðal annars til í grein sinni að bónusvinna verði lögð niður. Hún sé ómanneskjuleg, sliti fólki um aldur fram og haldi niðri almennum launum i landinu. DB-mynd. • «MN» '■ 1 * |V;. J starfsmannaráð á hverjum vinnustað fjalli um uppsagnir. Ennfremur vil ég að sett verði ský- laus löggjöf um að sjómenn séu í landi ástórhátíðum. Þetta er það helsta sem ég tel fram að þessu sinni og þy-kir sjálfsagt sum- um ærið nóg. En ýmislegt þarf að fylgja með. Einhver þarf að sjá um að við fáum rauntekjur allra launastétta upp á borðið ásamt hlunnindum og þeim tíma sem það tekur að afla rauntekna. Samflotið Við höfum ekki og höfum ekki haft launastefnu í landinu. Hún verður að taka mið af rauntekjum. Og þá kem ég að samflotinu. Ef verkaiýðurinn ætlar að ná fram ákveðnum kröfum, ef við sitjum öll við sama borð og semjum öll um leið er samflotið auðvitað bezt. Verka- lýðshreyfingin er sterkasta aflið hér á landi eins og annars staðar (sbr. Pól- land) ef við stöndum saman. Þetta vita þeir sem eru að berja á henni. Þeim er illa við hana í raun, hvað sem ástarjátningum þeirra líður. En því er ekki að leyna að samflot, eins og það hefur verið, hefur valdið vonbrigðum. Stóru hóparnir eru af- greiddir fyrst og bera minnst úr býtum en síðan koma aðrir á eftir og hljóta með góðu samþykki atvinnu- rekenda mun meira og hælast jafnvel um á eftir. Ef við ætlum að standa saman * verðum við að vera ærleg hvert við annað. En Karvel minn ætlar að standa einn og sigra lénsherrana i Garðastræti. Mikið vildi ég að honum tækist það, heiðarlega. En þeir segjast hafa stjórn á sínum mönnum, þeir séu allir miðstýrðir. Merkilegt að enginn skuli rannsaka lýðræðið á þeim bæ. Er engin at- kvæðavon þar eða hvað veldur? Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Kaupmátturinn rýmar en bændur segja lítið Margir kvarta þessa dagana undan rýrnun kaupmáttarins. Ein er sú stétt í þjóðfélaginu sem lítið sem ekkert heyrist talað um, og er samt með hvað lægstu launin, það er bændastéttin. Búmarkið Nú er framleiðsluráð land- búnaðarins búið að reikna út hið svo- kallaða búmark, og eins og búast mátti við bitnar það á smá- bændunum, en þeir sem hafa stóru búin, allt að 1200 ærgildi eða meira, lenda í minnstu verðskerðingunni. Sem dæmi má nefna bónda sem framleiddi 15000 lítra af mjólk á síðasta ári. Hann fær 8300 lítra í verðskerðingu. Og er skerðingin 1,35 kr. pr. lítra á meðan hann fær greidd- ar 3,60 kr. pr lítra. Og reikni nú út hver sem getur, hvað þessi bóndi tapar miklu á meðan bóndi sem framleiðir 150.000 lítra fær ekki nema 4000—6000 lítra í verðskerð- ingu. En sagan er ekki öll sögð. Um leið og framleiðsluráð dembir þessu yfir bændur fá þeir ósk frá Mjólkurbúi Flóamanna um að framleiða meiri mjólk í neytendur í vetur því fyrirsjá- anlegur er samdráttur í framleiðslunni. Eftir svona kalt vor og allt kalið í túnum bætist ofan á allt saman minni heyfengur sem leiðir til fækkunar á bústofni og minnkandi bústofn leiðir til minnkandi framleiðslu og minni framleiðsla þýðir það eitt að eftir nokkur ár verður skortur á land- búnaðarvörum. Þáer ég hræddur um að neytendur fari að kvarta og kveina. Greiðslufyrirkomu- lag til bœnda Kjallarinn Daníel Magnússon vexti á skuldir bænda á úttekinn áburð í vor. Úr mjólkurstöð. Greinarhöfundur bendir á að eftir að búmarkið var reiknað út tapi smábændurnir meira en áður á mjólkur- framleiðslunni. Samt eru þeir hvattir til að framleiða meira. DB-mynd. Eitt er það sem bændur verða að þola og það er greiðslufyrir- komulagið. Mjólkurframleiðendur fá í mánaðargreiðslur 65-75% af framleiðslu yfir sumarmánuðina, en yfir vetrarmánuðina 85-90%. Hvað myndu verkamenn segja ef haldið væri svona eftir af kaupi þeirra óvisitölutryggðu. En sauðfjár- bændur verða fyrir meiri skaða. Þeim bændum sem sendu lömb sín í sumar- slátrun 1980 var lofað að þau yrðu greidd innan hálfs mánaðar, en fengu þau ekki greidd fyrr en í desember, ef þeir fengu þau þá greidd að fullu. Er að furða þó litið sé um lömb í sumarslátrun í ár. Sauðfjár- bændur fengu í vor borgaða rest fyrir lömb sem þeir lögðu inn 1978 og var það óvísitölutryggt og að mestu án vaxta. Og á meðan Sláturfélag Suðurlands heldur eftir greiðslum til bænda, reiknar áburðarverksmiðjan Byggt á kostnað framleiðenda Sauðfjárbændur verða að borga tugi þúsunda í útflutningsbætur sem þeir fá svo seint eða aldrei greiddar. Sláturfélagið byggir verslanir á kostnað framleiðenda, og það er ótrúlegt en satt, framleiðendur fá ekki neitt í hagnað af þessum verslunum þó þeirra fjármunir séu notaðir til að stofna þær. Smádæmi um greiðslufyrirkomulagið hjá SS: Maður sem lagði inn eitt 14 kg lamb, við skulum segja í september í fyrrahaust, fékk fyrstu greiðslu 22. desember 1980 eftir lokun banka. önnur greiðsla í lok janúar og þriðja greiðsla í lok júní og síðan hefur hann ekki fengið meira fyrir þetta lamb, og þetta er staðreynd. Daníel Magnússon. „Bændum sem sendu lömb sín í sumar- ^ slátrun 1980 var lofað að þau yrðu greidd innan hálfs mánaðar en fengu þau ekki greidd fyrr en í desember, ef þeir fengu þau þá greidd að fullu.” Vi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.