Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. DB á ne ytendamarkaðí Þegar börnin fara í fyrsta sinn í skólann þarf að gefa sér sérlega góðan tíma til þess að kenna þeim á umferðina. Og jafnvel þó börnin séu búin að vera eitt eða tvö ár í skólan- um veitir ekki af að rifja upp með þeim eftir sumarið. í þéttbýlinu ættu foreldrarnir að fylgja börnunum í skólann fyrstu ferðirnar, sýna þeim hvar hættu- minnst er að fara og skýra út umferð- arreglurnar. Ekki er aðeins nóg að hræða börnin á bílunum heldur þarf ekki siður að kenna þeim ráð til að passa sig á þeim. Fari börnin á hjóli í skólann þarf einnig að sýna þeim hvar bezt er að fara og brýna fyrir þeim varúð. Þó lögum samkvæmt megi 7 ára börn hjóla á götum úti er ekki talið á færi yngri barnaen lOára að hjóla í umferðinni. Þar sem um- ferð er mikil ættu foreldrar þvi ekki að leyfa börnum 7—10 ára að fara hjólandi. Umferðarráð hefur sent öll- um börnum á skólaaldri og foreldr- um þeirra lítinn bækling um leiðina í skólann. Þar eru foreldrarnir hvattir til að kynna börnunum umferðina og jafnframt beðnir um upplýsingar um leið barnanna í skólann. Foreldrar ættu að kynna sér þennan bækling vel og senda fljótt svör við spurning- unum. -DS. AÐÚT- Börnin þurfa að vera hlýlega klædd en jafnframt i fötum sem er létt að leika sér í. Réttar námsbækur og nesti i skólatöskunni? Börnin búin að læra heima og hafa komizt klakklaust i gegnum umferðina i skólann? DB-myndir Einar Ólason. BUA GOTT NESTI Börnum á Reykjavíkursvæðinu er uppálagt að hafa með sér gott og hollt nesti. Börn úti á landi, sem eru í skólanum allan daginn, fá hins vegar heita máltið í hádeginu og stundum aukadrykki. Komið hefur í ljós í könnun, sem gerð var á fæðuvenjum barna i skólum, að mikill misbrestur er á því að þau borði hollan mat. Virðist þar mest á skorta að þau hafi gott nesti. Mörg hver eru í stað nestis send með aura til að kaupa sér gott fyrir. Geta má nærri um áhrif þess á maga og tennur. Börnin geta keypt sér mjólk og aðra holla drykki í skólanum. Æski- legt nesti er því brauð með áleggi og jafnvel ávextir ef börnin eru lengi í einu. Satt að segja vorkenni ég engu foreldri að smyrja eina samloku á dag handa barni sínu. Búðir eru allar í Reykjavík fullar með hvers kyns brauðtegundir svo ekki sé minnzt á allar áleggstegundirnar sem boðið er upp á. Það tekur skemmri tíma en tekur að segja frá því að smyrja brauð handa barni. Ef skipt er oft um bæði brauðtegund og álegg verður barnið síður leitt á nestinu. Börnin þurfa einnig að borða vel áður en þau fara að heiman. Sýnt hefur sig að ekki er síður misbrestur á því en nestinu. Morgunverður ætti að vera undirstöðumáltíð dagsins þó við íslendingar séum af einhverjum ástæðum búnir að snúa því dæmi við. Ég bendi á sem morgunverð allar þær fjölbreyttu tegundir af kornmat sem fást í hverri búð og á að borða með mjólk eða súrmjólk. Er mikil næring í þessu kornmeti og ef boðið er upp á ávöxt með ætti það að nægja barninu fram undir hádegið með nestinu. Jafnvel syfjuðustu for- eldrar ættu að geta fundið til slíkan morgunverð. Auðvitað væri ósköp gott fyrir alla hina útivinnandi foreldra að geta sent börnin sín svöng í skólana á morgni og fá þau södd til baka að kvöldi. En slíkt myndi kosta peninga og fyrir nokkrum árum felldu foreldrar i Reykjavík í skoðanakönnun að fá mat handa börnunum í skólanum þegar þeim var gerð grein fyrir hvað það myndi kosta fyrir þá sjálfa. Virt- ust foreldrar kunna bezt að meta óbreytt skipulag. En ljóst er að við svo búið má ekki standa. Blómi þjóðarinnar má ekki nærast á gosi og sælgæti eingöngu. Því hefur verið skipuð nefnd sem reyna á að koma með raunhæfar til- lögur til úrbóta i þessum efnum. Er Oddur Helgason sölustjóri Mjólkur- samsölunnar formaður hennar. -DS. Foreldrarnirbera á byrgð á heimanáminu Einhvern tíma í framtíðinni koma börn líklega heim úr skólum búin að innbyrða alla þá vizku sem þeim er ætluð fyrir daginn. En á meðan skólar eru tví- og þrísetnir er börnunum ætlað að læra drjúgt af námsefninu heima. Eftir því sem þau eldast eykst sá hluti sem þeim er settur fyrir heima. Foreldrarnir verða líklega að vera þeir sem um nánustu framtíð kenna þennan hluta. Eru þeir þó vægast sagt mis- jafnlega undir það búnir að kenna sínum börnum. Sumir hreinlega kunna ekki það sem börnin eru að læra og aðrir hafa engan tíma til þess að kenna lestur og skrift, hvað þá flóknari fög. En fé til mennta- mála er skorið eins knappt og hægt er og því hreinlega geta skólarnir ekki boðið upp á aðstoð kennara viðheimanámið. Annað sem hvílir þungt á sumum fóreldrum er að passa að börnin komist í skóla.nn á réttum tima. Ætla verður þeim nægan tíma í hvert sinn svo þau ekki fari að hlaupa út í umferðina í hræðslu við að verða of sein. Mörg börn þurfa að fara 2—3 ferðir á dag í skólann og eru kannski ekki á sama tíma neina tvo daga vikunnar. Er það fullt starf fyrir fullorðinn í raun og veru að fylgjast með öllum þessum breyttu tímum. Raunar má það furðu gegna að börn skuli vera sá hópur í þjóðfélaginu sem hefur hvað óreglulegastan vinnutíma. En allt stafar þetta víst af peninga- skorti. Að síðustu þarf svo að muna eftir því að klæða börnin vel og hlýlega því ennþá eru þau rekin út í frímín- útum hvernig sem viðrar þó kennar- arnir treysti sér vart út fyrir hússins dyr. -DS. Börnin eru vannærð í skólunum: LÍTILL VANDI Þúsundir barna á leið í skólann Skólar landsins eru ýmist nýbyrj- aðir eða eru að hefja störf. Mikill fjöldi barna á öllu landinu er skóla- skyldur og verður að mæta í skól- ann í sól jafnt og regni, snjó og frosti. Aðeins þegar aftakaveður skellur á sleppa þau dag og dag. Það er sitthvað sem foreldrar allra þessara barna þurfa að hafa í huga áður en þau eru send af stað. Nesti, umferðarreglur, skólataskan og hennar innihald og að barnið sé búið að læra það sem því var sett fyrir heima. í dag ætlum við a~ð-> fjalla nokkuð um þessa þætti á Neytendasíðunni. -DS. Ekki meira en þarf f skólatöskuna Jafnvel yngstu skólabörnin þurfa yfirleitt að hafa með sér sitthvað í skólann. Góð skólataska er nauðsyn- leg. Taskan á að vera baktaska og því léttari því betri. Áríðandi er að hún sé ekki of stór fyrir barnið eða of þung, það getur skemmt hrygginn. Foreldr- ar ættu líka að líta eftir því að barnið sé ekki að burðast með of mikið í töskunni. Góð regla er að taka allt upp úr henni á kvöldin og setja aðeins niður aftur það sem þarf næsta dag. Brýnið fyrir börnunum að fara vel með bæði bækurnar sínar, penna- veskið og skólatöskuna. Það er ekki aðeins gott fyrir þau núna heldur er það ómetanlegt veganesti seinna á ævinni að hafa vanið sig á góða með- ferðhluta. Búið vel um nesti barnanna svo það óhreinki ekki bækurnar eða setji í þær lykt. -DS. Fyigíð börnunum fyrstu ferðirnar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.