Dagblaðið - 15.09.1981, Page 14

Dagblaðið - 15.09.1981, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. GuOmundur Ketilsson lézt 21. ágúst 1981. Hann var fæddur að Sandprýði á Stokkseyri 13. marz 1902. Hann ólst upp að Kaðlastöðum á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Ketill Jónasson og Hildur Vigfúsdóttir. Guðmundur stundaði sjómennsku í nær 30 ár, lengst af var hann vélstjóri á vélbátum frá Vestmannaeyjum. Árið 1935 kvæntist hann Jónínu Helgadóttur frá Dalbæ í Vestmannaeyjum. Heimili þeirra var að Fífilgötu 2 þar í bæ. Þau eignuðust þrjú börn, Helga, Þórhildi og Viktoríu. Barnabörnin eru 10. í 18 ár vann Guðmundur við vélaviðgerðir hjá Kaupfélagi Ánresinga á Selfossi. Hann var jarðsunginn frá Selfosskirkju 31. ágúst. Kristinn Péturssoi jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 16. september kl. 13.30. Grétar H. Birgisson, Hátúni 10, lézt í Landspítalanum 4. september. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. september kl. 10.30. Ingileif Jakobsdóttir, Keldulandi 19, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 16. september kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkju- garði. Gunnar Austfjörð, pípulagningameist- ari, Munkaþverárstræti 9 Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 17. september kl. 13.30. Thomas R. Roberts, Kleppsvegi 2 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. september kl. 13.30. Jón Björnsson gullsmiður lézt i Landa- kotsspítala 8. september. Minningar- athöfn fer fram 17. september kl. 13.30 frá Kópavogskirkju. Jarðsett verður frá Hafranesi við Reyðarfjörð 19. september. Helgi Björnsson, Skúlagötu 42 Reykjavik, lézt af slysförum 11. september. Ólafur Kjartansson, Borgarnesbraut 1 Borgarnesi, lézt 12. september í Land- spítalanum. MmsaU Pétur Sumarliðason sem lézt 5. septem- ber sl. var fæddur 24. júlí árið 1916 í Bolungarvík. Ársgamall missti hann móður sína og var eftir það í fóstri víðs vegar um Vestfirði. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum í Reykjavík árið 1940 og kenndi eftir það lengst af við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Síðustu árin starfaði hann við bókasafn skólans. Pétur var kunn- ur útvarpsmaður las mikið í útvarp, bæði eftir sjálfan sig og aðra. Árið 1939 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Guðrúnu Gísladóttur, og eignuðust þau fimm börn. Pétur verður jarðsettur í dag kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Hulda Valdimarsdóttir White andaðist á Landspítalanum 13. september. Margrét Halldórsdóttir, Hnífsdal, and- aðist á sjúkrahúsi ísafjarðar 13. september. Ragnar Olsen, fyrrverandi veghefils- stjóri, Skipasundi 84 Reykjavik, and- aðist í Borgarspítalanum 13. septem- ber. Rannveig E. Erlendsdóttir, Flókagötu 16, er látin. Soffía Árnadóttir, Efri Hrísum Fróðár- hreppi, lézt 13. september á heimili dóttur sinnar. Jónas Jónsson, Lækjarbug Blesugróf, var jarðsunginn í morgun, 15. septem- ber, frá Fossvogskirkju kl. 10.30. 80 ára er 1 dag Ingibjörg Margrét Guð- mundsdóttir frá Gemlufalli 1 Dýrafirði, nú að Sólbrekku 14 Húsavík. — Árið 1924 giftist hún Valgeiri Jónssyni frá Höfðaströnd í Grunnavíkurhreppi. Hann er nýlátinn. Eignuðust þau níu börn semölleruálífi. 75 ára er I dag, 15. sept., Munda Stefánsdóttir, Skarphéðinsgötu 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í félagsheimili Sóknar, Freyjugötu 27, eftir kl. 6 í dag. Eins og gefur að skilja var íþrótta- þátturinn í gærkvöldi að mestu helg- aður nýbökuðum íslandsmeisturum Víkings í knattspyrnu. Voru sýnd atriði úr síðasta leik íslandsmótsins milli KR og Víkings og afhending verðlaunanna eftir leikinn. En stjórn- andi þáttarins, Sverrir Friðþjófsson, verður að taka sig á í lýsingum á kappleikjum því lýsing hans á leik KR og Víkings var vægast sagt mjög dauf. Vonandi eru þetta byrjunar- örðugleikar stjórnandans, en til þess að halda áhofandanum við efnið verður stjórnandinn alltaf að hafa Aðalefni fþróttaþáttarins i gærkvöldi voru úrsiit íslandsmótsins f knattspyrnu. Eins og sjá má á þessari mynd var sigurgleði Víkinga mikil. DB-mynd Bj.Bj. orðin tilbúin á vörum sínum alla út- sendinguna, svo ekki myndist langar þagnir í útsendingunni eins og skeði i gærkvöldi. Dæmi um íþróttafrétta- ritara sem kann tökin á þessu er Her- mann Gunnarsson á útvarpinu. Aðalefni sjónvarpsins í gærkvöldi var útfærsla brezka þjóðleikhússins á gömlum farsa frá 17. öld. Klækja- refur hét hann. Þrátt fyrir að úrvals- leikarar, eins og Robert Stephens og Dorothy Tutin meðal annarra, væru í aðalhlutverkunum náði ég varla að brosa þessa eina og hálfa klukku- stund meðan leikritið stóð yfir. -HK. AA-samtökin í dag þriðjudag veröa fundir á vegum AA-samtak- anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 12010), græna húsið, kl. 14 og 21; Tjarnargata 3 (s. 91-16373), rauða húsið, kl. 12 (samlokudeild) og 21; Neskirkja kl. 21. Akureyri, (s. 96-22373) Geislagata 39 kl. 21; ísa- fjörður, Gúttó við Sólgötu kl. 20,30, Keflavjk (s. 92- 1800), Klapparstig 7 kl. 21, Keflavíkurflugvöllur kl. 11,30, Laugarvatn, Barnaskóli kl. 21, Ólafsvík, Safnaöarheimili kl. 21, Siglufjörður, Suðurgata 10 kr. 21, Staðarfell Dalasýslu(s. 93-4290) kl. 19. í hádeginu á morgun, miðvikudag, verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12020) kl. 12 og 14 Kvennadeild Barö- strendingafélagsins Vetrarstarfið hefst með fundi þriðjudaginn 15. september kl. 20.30 í Bústöðum (Bústaðakirkja), en þar verða fundirnir í vetur. Fundarefni: Basarinn o. fl. Gjafir sem borizt hafa Sjálfsbjörgu Eftirtaldar gjaflr hafa borizt Sjálfsbjörgu félagi fatlaðra í Reykjavik og nágrenni, frá 1. 1. til 31. 8. 1981. Kynningaklúbburinn Björk. kr. 350.00.- Hjúkrunar- félag íslands — Reykjavíkurdeild kr. 1.000.00.- Einar Kristinn Sveinbjörnsson, Kristín Gróa, Elin- borg Sveinbjömsdætur og Bjargey Ólafsdóttir, ágóði af hlutaveltu , kr. 100.00.- Bjarni Þorvaldsson kr. 70.00.- J. C. Breiðholt, ágóði af sýningu fatlaðra í Álftamýrarskóla kr. 693.00.- Guðný Matthíasd., Sólveig Daníelsdóttir og Maria Baldursdótir kr. 200.00,- Anna Soffla, Gunnar, Vigdis Hulda, Bryndís, Bjarnd'is, Pétur og Sigríður úr Hafnarfiröi, ágóði af hlutaveltu kr. 186.10.- Nokkur böm, ágóði hlutaveltu kr. 66.00.- Guðrún Sveinsdóttir, kr. 100.00.- S. S. áheit kr. 100.00.- Björgvin Skúli, Kiistinn, Bjarni og Stefán Þór, ágóði af hlutaveltu. kr. 80.00,- Þórunn Jónsdóttir, kr. 200.00.- Hólm- fríður Jóhannesdóttir, í tilefni af ári fatlaðra kr. 5.000.00.- Félag matreiðslumanna i tilefni af ári fatl- aðra kr. 2.500.00.- Guðrún Magnúsdóttir kr. 100.00.- Þorsteinn Sigurðsson kr. 500.00.- Þor- björg, Eyrún Þorgerður og Hákon kr. 286.00.- Björg, Jóna og Harpa kr. 100.00.- Auður Björg og Hanna B. kr. 65.00.- Elías Jóhann og Rúnar, Ólafs- vik kr. 380.00.-, Davíð Arnar, Björn, Ásta, Dag- björt íris og Hugrún, ágóði af hlutaveltu kr. 151.30. - L og S Voss kr. 250.00.- Frænkurnar Jóna og Helga, ágóði af hlutavt.tu í Presthúsum, Garði. kr. 215.00.- Óskar Björn, Trausti.Þórhallur, Sigurjón, María Selma, Sigríður og Stefanía úr Álfheimunum kr. 320.00.- Stúkan Þorfinnur karls efni kr. 10.000.00.- Samtals kr. 23.012.40. Einnig gaf Guðmundur Ármann Sigurjónsson list- málari verk eftir sig, „Vor við Gáseyri”. Sjálfsbjörg þakkar öllum þeim sem stutt hafa félagið á árinu. Taflmót Taflfélags Reykjavíkur 1. Unglingameistaramót íslands 1981 hefst föstudag, 18. sept. kl. 20. Mótinu verður fram haldið laugardag, 19. sept. kl. 13.00 og sunnudag, 20 . sept. kl. 13.00 og lýkur mánudag, 21. sept., kl. 18.30. Tefldar sjö umferðireftir Monradkerfi. Mótið er ætlað skákmönnum 20 ára og yngri. 1. verðlaun verða ferð á skákmót erlendis, auk bókaverðlauna fyrir 2.-5. sæti. Haustmót Taffélags Reykjavíkur 1981 hefur sunnudag, 4. okt. kl. 14. Þátttakendum verður skipt .í flokka með hliðsjón af Eló-skákstigum. Tefldar verða 11. umferðir i öllum flokkum. í efri flokkun- um verða 12 keppendur, sem tefla allir við alla, en í neðsta flokki verður teflt eftir Monradkerfi. Umferðir verða á sunnudögum kl. 14 og á mið- vikudögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskáka- dagar verða ákveðnir síðar. Lokaskráning í aðal- keppnina verður laugardag, 3. október kl. 14—18. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugardag, 10. okt. kl. 14. Tefldar níu umferðir eftir Monrad- kerfí, umhugsunartími 40 mínútur á skák. Keppnin tekur þrjá laugardaga þrjár umferðir í senn. Bóka- verðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæfi. 3. Októbér-hraðskákmótið verður þriðjudag, 20. október kl. 20. 4. Hraðskákmót T.R. 1981 — hausthraðskák- mótið — fer fram sunnudag 1. nóvember og hefst kl. 14. 5. Nóvember-hraðskákmótið verður sunnudag, 8. nóvember, kl. 20. 6. Bikarmót T.R. 1981 hefst sunnudag, 22. nóvember kl. 14. Umhugsunartími 1/2 klst. á skák. Keppendur falla úr eftir fimm töp Oafntefli = 1/2 tap). Teflt á sunnudögum og miðvikudögum. 7. Descmber-hraðskákmótið verður sunnudag, 13. desember, kl. 20. 9. Jólahraðskákmót T.R. 1981 hefst mánudag, 28. des., og er fram haldið þriðjudag, 29. des. Taflið hefst kl. 20 báða dagana. 9. Skákkennsla og æfingar fyrir unglinga verða á laugardögum kl. 14—18. 10 ,,15 mínútna mót”eru á þriðjudögum kl. 20 (sjö umferðir Monrad). 11. „10 minútná mót” eru á fimmtudögum kl. 20 (sjö umferðir Monrad). önnur skákmót á vegum T.R. verða auglýst síðar. síðar. 5 hundrað krónu seðlar töpuðust við Búnaðar- bankann Aðalstræti á mánudagsmorgup. Það er hópur aldaðra sem á þessa peninga. Voru tveir gamlir menn sendir til að ná í 500 krónur og misstu þeir hundrað krónu seðlana í Búnaöarbankanum eða fyrir utan hann. Ekki er auðvelt fyrir aldraða að afla sér fjár, er því finnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 14688 eða hafa samband við afgreiðslu Dagblaðsins. Kvennadeild flug- björgunarsveitarinnar heldur félagsfund 16. september kl. 20.30. Stjórnin. Glímusamband íslands Ársþing GLÍ fer fram að Hótel Loftleiðum sunnu- daginn 25. október og verður i Leifsbúð. ÞJORJRINN FLUDI 0G FÓTBRAUT SIG Tilraun var gerð til að þrjótast inn i Iðunnarapótek um kl. sex í morgun. Maður nokkur sparkaði þá í rúðu í apótekinu og braut hana, en áður en hann gat aðhafzt frekar varð hann að leggja á flótta, þar sem lögregla hafði séð til hans. Barst leikurinn nokkuð víða en um síðir hafði lögreglan hendur í hári mannsins. Lék grunur á að þjófurinn hefði fótbrotið sig á flótt- anum og var hann fluttur á slysadeild strax eftir handtöku. -SA. GENGIÐ 1 GENGISSKRÁIMING NR. 174 Ferflamanna | - 15. SEPTEMBER 1981 KL. 09.15. gjaldeyrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 7.799 7.821 8.603 1 Sterlingspund 14.161 14.191 15.610 1 Kanadadollar 8.507 6.525 7.117 1 Dönsk króna 1.0540 1.0569 1.1626 1 Norsk króns 1.3097 1.3134 1.4447 ' 1 Sœnsk króna 1:3816 1.3855 1.5241 1 Finnskt mark 1.7230- 1.7288 1.9017 1 Franskur franki 1.3797 1.3836 1.5220 1 Belg.franki 0.2023 0.2028 0.2231 1 Sviasn. franki 3.8898 3.9007 4.2908 1 Hollenzk florina 2.9939 3.0023 3.3025 1 V.-þýzkt mark 3.3098 3.3189 3.6508 1 ítölsk líra 0.00656 0.00658 0.00723 1 Austurr. Sch. 0.4712 0.4726 0.5199 1 Portug. Escudo 0.1185 0.1189 0.1308 1 Spánskur pesati 0.0810 0.0812 0.0893 1 Jopanskt yen 0.03433 0.03442 0.03786 1 írsktDund 12.071 12.105 13.315 SDR (sérstök dráttarréttindl) 01/09 8.9189 8.9439 Simsv&ri vegna gengisskráningar 22190. * ■

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.