Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981 - 208. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. ÚA reisir skreiðarhjalla á hlaðibænda í Glæsibæjarhreppi: BÆNDUR LOKUÐU VEGINUM MEÐ TRAKTORUM SÍNUM —þegar Útgerðarfélag Akureyringa hafðiítrekað hundsað óskirþeirra um að verða á brott með hjallana „Ég held að niðurstaðan sýni að hinn almenni maður getur náð rétti sínum ef hann fylgir málinu nægilega vel eftir,” sagði Reynir Hjartarson á Brávöllum í Glæsibæjarhreppi i Eyjafirði í samtali við DB í morgun. Þar tóku bændur sig til í gær og lokuðu af með traktorum og öðrum vinnuvélum vegi að ólöglegum skreiðarhjöllum Útgerðarfélags Akureyringa. Lokaðist a.m.k. einn bill ÚA inni við aðgerðirnar. Létu bændur ekki af aðgerðunum fyrr en forystumenn ÚA lofuðu í gærkvöld að hætta að nota hjallana. Skreiðarhjallar ÚA hafa verið tals- vert hitamál á Akureyri í sumar. Um langa hrið deildu íbúar í Glerárhverfi við ÚA vegna skreiðarhjalla sem settir höfðu verið upp mjög nærri byggð í hverfinu. Svo gerðist það fyrir um það bil mánuði, að sögn Reynis Hjartarsonar, að ÚA hóf að reisa skreiðarhjalla í Glæsibæjar- hreppi án allra tilskilinna leyfa og langt innan þeirra marka sem lög segja til um að eigi að vera milli slíkra hjalla og mannabústaða. Það eru 500 metrar en þrír bæir í hreppn- um voru í minni fjarlægð frá hjöllun- um, þar af einn í aðeins um 100 m fjarlægð. „Við vorum búnir að margbiðja þá með góðu að hætta við þessa hjalla og fjarlægja allt sitt hafurtask,” sagði Reynir. „Þegar það bar engan árangur samþykkti almennu fundur i hreppsfélaginu sl. fimmtudag að fela sveitarstjórn að stöðva framkvæmd- irnar. Enn var ekki hlustað á orð okkar og því fóru bændur í gær með traktora og lokuðu veginum. Þá fyrst fóru hjólin að snúast. Við vorum beðnir að hleypa bílunum þeirra út en það vildum við ekki fyrr en endanleg lausn væri fundin á málinu. Það var svo loks í gærkvöld að þeir gáfu skriflegt loforð um að ekki yrði hengt upp meira þarna en á móti samþykkt- um við að það sem þegar hefur verið hengt upp fái að vera þar til ÚA hefur fundið annan stað fyrir sína hjalla. í dagásvoaðgirðasvæðið.” -ÓV. Verður kristilegur þjóðmálaflokkur stofnaður? — sjá bls. 5 ■ Lítillvandiað útbúagott nestiískólann — sjá DB á neytenda- markaði bls.4 Sænski rís- inn fallinn í valinn Þá er hann fallinn sœnski risinn sem svo lengi stóð á horni Skúlagötu og Kalkofnsvegar. Frystihúsið er kennt. var við Svía þó lengstum vteri það Islenzkt kjöt og íslenzkur fiskur sem þar var innan dyra. „Niðurrifs”mcnn tóku á honum stóra sínum i gœr- kvöldi og jöfnuðu húsið við jörðu. Varstóra myndin tekin um áttaleytið I gœrkvöldi en sú litla snemma I morgun þegar slðasti veggurinn var fallinn. DS/DB-myndir Sig. Þorri. SIGUR HÆGRIAFLANNAI N0RSKU ÞINGKOSNINGUNUM KosningasigurFram- faraflokksins niður- lægingfyrir okkur öll, segir norska Dagblaðið Frá Sigurjóni Jóhannssyni, fréttarit- araDBiOsló: Hægri flokkurinn hér í Noregi er sigurvegari kosninganna, með 31,5% atkvæöa og 54 þingmenn, sem er 13 þingsæta aukning frá þingkosningun- um 1977. Það sem mest kom þó á óvart i kosningunum var að Framfaraflokk- urinn (Fremskridspartiet) fékk fjögur þingsæti en hafði ekkert áður. Verkamannaflokkurinn fékk ekki eins slæma útreið og margir áttu von ................................. á, hlaut 37,5% atkvæða og 66 þing- menn en tapaði samt 10 þingsætum. Þá urðu margir undrandi yfír að Kristilegi flokkurinn og Miðflokkur- inn skyldu báðir tapa verulegu fylgi en þessir flokkar sögðust fyrir kosn- ingarnar ætla að mynda þriggja flokka borgaralega ríkisstjórn með Hægriflokknum. Kristilegi flokkur- inn tapaði sjö þingsætum og Mið- flokkurinn tveimur. Sósfalski vinstriflokkurinn bætti við sig tveimur þingsætum og hefur nú fjögur, Vinstriflokkurinn stóö í stað með tvö þingsæti. Káre Villoch mun þegar í dag hefja viðræður viö Kristilega flokkinn og Miðflokkinn um stjórnarmyndun. Hann er i ákaflega sterkri samnings- aðstöðu þar sem Hægri flokkurinn fékk tvisvar sinnum meira fylgi en miðflokkarnir tveir. Það getur svo farið að miðflokkarnir tveir séu ekki allt of fúsir til stjórnarsamstarfs eftir hin neikveeiu úrsU' íyrir Þá- Óþægilcgui er fyrir Káre Villoch hinn óvænti sigur Framfaraflokksins sem er hreinn hægri flokkur og oft likt við flokk Glistrups í Danmörku. Norska Dagblaðið segir i leiðara i morgun að það sé ekki nein niður- læging fyrir Verkamannaflokkinn að lenda í stjórnarandstöðu um sinn. Ef horft er til stöðu flokksins fyrir nokkrum mánuðum má líta á úrslitin sem eins konar varnarsigur. Það er líka plástur á sárin að sigur Hægri- fiokksins var ekki eins mikill og margir spáðu. Sigur hægriaflanna er þó gifurlegur sé atkvæðum Fram- faraflokksins bætt við atkvæði Hægriflokksins. Lokaorð leiðara Dagblaðsins eru þessi: ,,Og kosn- ingasigur Framfaraflokksins er niðurlæging fyrir okkur öll.” -KMU. — sjá einnig erl. fréttir bls. 6-7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.