Dagblaðið - 15.09.1981, Side 8

Dagblaðið - 15.09.1981, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. Heitt íkolunum íþríbýlishúsi á Seltjamamesi: Brutu rúður og slettu sementi til nágrannans —áður hafa íbúamir barizt með golf kylfum Hafnarfjarðarlögréglan handtók og fangelsaði um tíma eigendur og ibúa í einni af þremur íbúðum í húsi á Seltjarnarnesi. 1 húsinu hafa árum saman verið uppi heitar deilur um hvað eina sem hægt hefur verið að deila um. Klögumál hafa gengið til lögreglu vegna vísvitandi tilrauna eigenda og íbúa einnar ibúðar til að halda vöku fyrir öðrum íbúðareig- enduin. A laugardaginn, síðla dags, skarst enn í odda. Voru þá rúður brotnar fyrir eigendum efstu hæðar og voru eigendur miðhæðar sekir um rúðubrotin að sögn.- Vörpuðu íbúarnir af miðhæðinni sementi inn á efri hæðina eftir rúðubrotin og gerðust líklegir til enn meiri stór- ræða. Er þarna var komið skakkaði lögreglan leikinn, m.a. með hand- töku eigenda miðhæðar. Málið er nú kært sem árásarmál og meðal annars voru meiðsli á ibúa efstu hæðar sýnileg að sögn lögreglu. Ósættið í húsinu á sér langa sögu og hefur „styrjaldarástand” oft ríkt einkum milli ibúa og eigenda miðhæðar og eigenda hinna hæðanna sitt á hvað. Má heita að ekki hafi náðst samkomulag um eitt eða neitt varðandi sameign. Nú siðast var verið að sementskústa sameiginlegar tröppur, þ.e.a.s. að hálfu leyti (fyrir miðhæðina). Þess vegna var sementið tiltækt til að kasta inn um brotnar rúður hjá eigendum efstu hæðar. Fyrir nokkrum árum var rannsóknarlögregla rikisins með eitt mál íbúanna til meðferðar. Hafði þá verið barizt með golfkylfum. Handtaka eigenda miðhæðar á laugardaginn var gerð á grundvelli ölvunar, enda hitnaði þá meira í kolunum en oft áður, en deilt hefur verið hart þó vín væri ekki í spilinu Lögfræðingur hefur verið ,í málinu” af hálfu eigenda miðhæðar. í þessu nýjasta ákærumáli er farið fram á að eigendur miðhæðar verði dæmdir til að flytjast á brott. -A.St. „Sýnt sig að þetta er bráðnauðsynlegt —segir Jón Guðmundsson sem rekur fyrstu og einu veitingasöluna í Grindavík—er jaf nhliða sjómannastofa Aðkomusjómenn í Grindavík hafa frá því í júní 1979 átt athvarf í Sjó- mannastofunni Vör. Sjómanna- og vél- stjórafélag Grindavíkur byggði sjó- mannastofuna en leigði húsnæðið til einkaaðila, sem auk þess að annast sjó- mannastofuna rekur veitingasölu við hliðina. „Það hefur sýnt sig að þetta er bráðnauðsynlegt, það er alveg klárt mál,” sagði Jón Guðmundsson sem sér um rekstur sjómannastofunnar. „Yfir vetrarmánuðina eru hér oft: 15—20 manns á kvöldin en þetta er dauft núna. Annars er þetta mjög misjafnt, fer eftir því hvenær bátarnir koma,” sagði Jón. Veitingasalan, sem rekin er við hlið sjómannastofunnar, er sú fyrsta í Grindavík. Þangað koma oft margir í mat og er að sjá sem þörftn hafi verið fyrir hendi. T.d. voru í mat, daginn áður en DB-menn litu inn, um 120 út- lendingar. Á sumrin er opið til kl. tíu á kvöldin, en á veturna til hálf tólf. Þó sagði Jón að þegar margir sjómenn væru inni væri oft opið eitthvað lengur. -KMU. Ásamt Jóni Guðmundssyni, er situr ásamt 5 ára gamalli dóttur sinni, Aðalheiði Huldu, lengst til hægrí, vinna eiginkona hans, Súsanna Demusdóttir, sem situr i miðjunni og Ingibjörg Áslaugsdóttir, til vinstri, við rekstur vcitingasölunnar og Sjómannastofunnar. DB-mynd: Bjarnleifur. Norðausturland: Breytingar á fridada svæðinu Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð, sem breytir friðaða svæðinu fyrir Norðausturlandi. Samkvæmt reglugerð þessari verða veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar með eftirgreindum hætti á þessu svæði. Reglugerðin tekur gildi i dag, 15. september. 1. Á svæði, sem að vestan markast af linu dreginni 360° réttvísandi frá Rifs- tanga og að austan af línu dreginni 10° réttvísandi frá Hraunhafnartanga eru veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar 15. september-31. janúar. Að utan markast svæðið af línu, sem dregin er 40 sjómílur utan við viðmiðunarlínu. 2. Á svæði, sem að vestan markast af iínu dreginni 10° réttvísandi frá Hraunhafnartanga og að austan af línu dreginni 360° réttvísandi frá Langanesi eru veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar allt árið. Að utan markast svæðið af línu, sem dregin er 40 sjómílur utan við viðmiðunarlínu. 3. Á svæði, sem að vestan markast af línu dreginni 360° réttvísandi frá Langanesi og að austan af línu dreginni 81 ° réttvísandi frá Langanesi eru veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar allt árið. Að utan markast svæðið af línu, sem dregin er 30 sjómílur utan við við- miðunarlínu. Hún er heldur vœn kartaflan, sem hann Leifur Þór Leifsson heldur á. Leifur Þór, sem er 5 ára gamall, var að taka upp kartöflur með slnu fólki við Korpúlfsstaði á sunnudaginn. Kartöflurnar ífbtunni eru ekki alveg eins stórar, en engu að síður góðar og ættu að bragðast vel með nýju smjöri. DB-mynd Sigurður Þorri. Viðurkenndi sölu á 15 smygluðum talstöðvum —fjórtán komu f leitimar austan fjalls en hin fimmtánda hjá seljanda sem segist hafa keypt þær af öðrum Fyrir helgina kornst Selfosslög- reglan á spor ólöglegrar sölu á ólöglegum talstöðvum í bílum. Voru nokkrar talstöðvar þá þegar gerðar upptækar meðan rannsókn færi fram. Þar sem maður af Suður- nesjum hafði selt hin ólöglegu tæki var málið sent rannsóknarlögreglu Suðurnesja til fyrirgreiðslu. Rannsókn þar leiddi í ljós að leigubílstjóri á Suðurnesjum hafði selt hinar ólöglegu talstöðvar. Játaði hann sölumeðferð á 15 talstöðvum. Komu fjórtán í leitirnar hjá öðrum, en þá fimmtándu ætlaði hann til eigin nota. Umræddur leigubílstjóri var í löngum yfirheyrzlum hjá lögreglunni syðra. Kvaðst hann hafa keypt talstöðvarnar af öðrum leigubílstjóra einnig af Suðurnesjum. Sá neitaði öllu við yfirheyrslur og stendur því fullyrðing gegn fullyrðingu. í gaer voru dómsyfirvöld að vega og meta hvert framhald þetta talstöðvamál skuli fá. Talstöðvar þessar eru 40 rása stöðvar frá General Electric. Þær eru seldar „leynilega ” sem „ágætis vara” en í raun viðurkénnir Land- síminn þær ekki vegna óþéttleika og allar slíkar talstöðvar því ólöglegar hér á landi. Endanlegt söluverð hverrar stöðvar er 13—1500 krónur, en upphaflegt kaupverð er talið vera um 200 krónur. Talið er víst að þær berizt hingað með skipum er sigla til Vesturheims. -A.St. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.