Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. Utvarp 23 Sjónvarp D ÞJODSKORUNGAR 20STU ALDAR - sjónvarp kl. 20,45: HEILL MEISTARANUM — Franklin D. Roosvelt Þjóðskörungur 20stu aldar verður að þessu sinni Franklin D. Roosevelt (1884—1945), fyrrum forseti Banda- ríkjanna, sem var kjörinn í kreppunni. Roosevelt var mikill framtaksmaður og þá sérstaklega í utanríkismálum. Samt var hann varkár og viðkvæmur mjög gagnvart áliti fólksins. Að lokum dró hann þó Bandaríkin inn í síðari heimsstyrjöldina. Þátturinn verður í tveimur hlutum og er sá síðari á dagskrá þriðjudaginn 22. september. Þýðandi og þulur er Þór- hallur Guttormsson. -LKM. Fræðslumyndin 1 kvöld kennir ýmsar llfgunaraðferðir, s.s. hjartahnoð og blástursaðferð. LAUSEMBÆTTI sem forseti íslands veitir Franklin D. Roosevelt var ófeiminn við að taka djarfar og mikilvægar ákvarðanir. Að lokum tók hann þá ákvörðun að Bandaríkin skyldu taka þátt í heimsstyrjöldinni sfðari. LÍFGUN ÚR DAUÐADÁI—sjónvarp kl. 21,45: Kenndar lífgunaraðferðir í kvöld verður á skjánum sænsk mynd sem sýnir og kennir nauðsynleg viðbrögð þegar komið er að mönnum í' dauðadái. Myndin kennir ýmsar lífgun- araðferðir, s.s. hjartahnoð og blásturs- aðferð. Að sýningu lokinni verður efnt til umræðna sérfróðra manna og verða þá ýmsir bútar úr myndinni endursýndir og rætt um þá. Þátttakendur verða dr. Arni Kristinsson hjartasérfræðingur, Gunnar Sigurðsson varaslökkviliðs- stjóri og Thor B. Eggertsson frá Hjálp- arsveit skáta. Umræðum stýrir Sighvat- ur Blöndal blaðamaður. -LKM. Prófessorsembætti í vefjafræði í læknadeild Háskóla Islands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf umsækjenda, rit- smíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf skulu sendar menntamála- ráðuneytinu fyrir 10. október nk. Menntamálaráðuneytið, 10. septamber 1981. Viljum ráða FYRIR AUSTAN FJALL - útvarp kl. 22,35: 1 eða 2 nema í húsgagnasmíði. MAÐURINN OG UMHVERFIÐ Uppl. ekki í síma. Ingvar og Gyffi Grensásvegi 3. —Rætt um Náttúruvemdarsamtök Suðurlands „Þessi þáttur fjallar eiginlega um manninn og umhverfið,” sagði Gunnar Kristjánsson kennari á Selfossi um þáttinn Fyrir austan fjall. ,,Ég rakst á það á dögunum að til er nokkuð sem heitir Náttúruverndarsamtök Suður- lands, en þau hafa haft mjög hljótt um sig að undanförnu. En í sumar voru kosnir nýir menn í stjórn og er ætlunin að hrista af sér slenið og láta eitthvað til sín taka. Ég fór þá í Vík í Mýrdal og hitti þar fyrir Gylfa Júlíusson, formann samtak- anna, og Einar H. Einarsson sem er búinn að vera varaformaður frá stofnun þeirra fyrir átta árum. Einar er einnig bóndi á Skammadalshóli. Ég ræði við þá um starfsemi samtak- anna, baráttumál og hvað er fram- undan, einnig hvernig þeir hugsi sér að láta meira til sin taka á þessu sviði, sem virðist vera eindreginn vilji þessarar nýkjörnu stjórnar. í þættinum kemur ýmislegt fram sem lýsir tilgangi svona samtaka. En þessi samtök eru byggð á einstaklingsþátttöku og Náttúru- verndarsamtök Suðurlands stefna nú að þvi að auka félagatöluna. Það er ýmislegt í bígerð hjá þeim og verður haldin ráðstefna á Hvolsvelli í haust þar sem á að leggja linurnar fyrir framtíðina. -LKM. „í hverri sýslu eru náttúruverndarnefndir en þar er þó upplýsingaskortur sem oft ræður rikjum. Menn vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér i einstaka málefnum. Hér eins og annars staðar er það fræöslan sem gildir,” segir Gunnar Kristjánsson kennari á Selfossi sem hefur umsjón með þættinum Fyrir austan fjall. Ódýrasta kennslan er sú sem sparar þér tíma Frábærir kennarar sem æfa þig í TALMÁLI. Kvöldnámskeið. — Síðdegisnámskeið. — Pitmans- próf. Enskuskóli barnanna. — Skrifstofuþjálfunin. Sími 10004 og 11109 (kl. 1-5 e.h.). Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4. J. Fundur verður haldinn með keppendum og þeim sem hafa áhuga á að kynna sér nýja „SE” Street Eliminator keppnisflokkinn, miðvikudag kl. 21.30 í fundarsal Kvartmíluklúbbsins Brautarholti 20. Vinsamlega mœtið og kynnist keppnisfyrirkomulagi því sem notað verður 19. sept. Stjórnin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.