Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. mmiAÐiB fijálst, úháð dagblað Utgofandi: Dagblaðk) hf. Framkvæmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Upnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurflur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjón: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgorflur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflið hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverfl á mánufli kr. 85,00. Verfl i iausasölu kr. 6,00. Þjófnaði að Ijúka? Sparifjáreigendur fá nú öllu meiri vexti af fé sínu en nemur verðbólgunni, ef þeir eiga féð á reikningum bundnum til einhvers tíma. Þjófnaður af sparifjáreigendum hefur valdið miklu misrétti undanfarin ár. í vaxtakerfinu hefur legið eitt hið mesta óréttlæti hér á landi. Óþarft mun að útlista frekar, að það, sem af sparifjáreig- endum hefur verið tekið, hefur að sjálfsögðu runnið til einhverra annarra manna, sem hafa hagnazt á stuldin- um frá eigendum sparifjár. Menn hafa löngum grætt á að taka lán, þótt aðeins væri til beinnar eyðslu, ef þeim tækist þannig að verða á undan verðbólgunni. Þetta kerfi hefur mörgum þótt gott, einkum sumum hinna yngri, sem bezt hafa haldið sprettinum í verðbólgukapphlaupinu. En þetta kerfi hefur verið ranglátt. Hver getur mótmælt því? Lítum á lífeyrissjóðina. Lántakendum hefur vafa- laust þótt vaxtabyrðin nóg, en vextirnir hafa samt verið langt fyrir neðan verðbólguna. í raun hafa lífeyrissjóðirnir veriðað gefa lántakendum stóran hluta af lánunum. Að sjálfsögðu væri það með ágætum, ef það kæmi ekki niður á öðrum. Útkoman hefur orðið, að lífeyrissjóðirnir geta ekki greitt hinum öldruðu nægilegan lífeyri, þegar þeir komast á eftirlaun. Þessi saga um vextina á hvarvetna við, þegar vextir af sparifé eru lægri en nemur verðbólgustiginu. Stolið er frá einum til að gefa öðrum. Sökin hefur að sjálf- sögðu legið hjá ríkisstjórnum síðustu ára, sem hafa með stefnu sinni eða stefnuleysi valdið óðaverðbólgu. Vaxtakerfið hefur leitt til grófrar spillingar. Það hefur verið svo hagstætt að taka lán í bankakerfínu, að hluti af lánunum hefur verið gjöf, ef fénu hefur verið sæmilega ráðstafað. Hverjir hafa greitt fyrir gjafirnar? Ekki bankakerfíð, heldur sparifjáreigendur. Verðtrygging ryður sér til rúms. Þetta veldur þungum byrðum fyrir suma, svo sem húsbyggjendur, einkum ungt fólk, sem hyggst eignast þak yfir höfuðið. Ríkur þáttur í þjóðlífi okkar er, að sem flestir búi í eigin húsnæði. Fyrir hvern mun verður að varðveita þennan þátt. Háu vextirnir þurfa ekki að valda slíkri röskun, ef hið opinbera bregzt við með skjótum úr- ræðum. Mikið skortir á, að svo sé. Sýnt hefur verið fram á í kjallaragrein í Dagblaðinu, að skapa mætti kerfi húsnæðislána, sem gerði fólki kleift að eignast íbúð gegn greiðslum, sem næmu um eitt þúsund krón- um á mánuði, miðað við núgildandi verðlag. Stóraukn- ing húsnæðislána með þetta að marki er eina rétta svarið við byltingunni, sem orðin er í vaxtamálum. ,,Nú í ágústmánuði var verðbólgustigið met’ð 40,2 prósent, og er þá að venjubyggt á verðlagshækkunum síðustu sex mánuði og áætlun fyrir næsta hálfa árið,” segir Seðlabankinn nú. ,,Við þetta verðbólgustig eru jákvæðir raunvextir á öllum flokkum bundinna innlána,” það er, sparifjáreigendur fá eitthvað meira en verðbólgustigið fyrir bundið fé sitt. Raunverulegir vextir eru aðeins 0,16% af 3ja mánaða sparifjárreikningum, en 1% af 6 mánaða verðtryggðum reikningum, 1,86% af 12 mánaða sparifjárreikningum og 2,71% af skuldabréfum með verðbótaþætti. Hér eru vextir miðaðir við ávöxtun fjárins á ári. Standist þessi áætlun um verðbólguna hefur stórt skref verið stigið til að aflétta þjófnaði af sparifjáreigendum. Finnland Helsinki < Leningrad Tallinn Eistland ,* Lettland 1 Siauliai* Litháen Hvíta-Rússland Hagsmunir Rússa standa víðar höllum fæti en íPóllandi: Ástáblómum — hatur á Rússum —Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen verða sífellt tregari f taumi JÓHANNA I ÞRÁINSDÓTTIR Svíþjóð Stokkhólmur •o Sovétríkin Eystrasalt Gdansk Pólland 0 Mílur 200 Áskorun Einingar, óháðu verka- lýðssamtakanna í Póllandi, til annarra austantjaldslanda að fara að dæmi þeirra hefur vakið hfeims- athygli. Heldur þykir ólíklegt að þau verði fljót á sér að taka þeirri áskorun. Þó eru þrjú ríki sem Kreml- verjar hafa í lengri tíma haft miklar áhyggjur af. Það eru Eystrasalts- löndin sem Rússar innlimuðu í veldi sitt fyrir 40 árum, Litháen, Lettland og Eistland. Litháen er það eina af Sovét- lýðveldunum 15 þar sem meirihluti þjóðarinnar er kaþólskur. Enda er kaþólska kirkjan þar sterkt afl í þjóðarsamstöðunni, alveg eins og í Póllandi. í höfuðborginni, Vilktu hefur borið töluvert á andófs- mönnum og gefið er út neðanjarðar- blað sem kemur út einu sinni í viku. í Eistlandi hefur fólk farið í kröfu- göngur gegn áhrifum Rússa á lýðveldið og í höfuðborginni, Tall- ■ inn, hefur fólk tækifæri til að fylgjast með vestrænum fréttum gegnum finnska sjónvarpsstöð. Einnig eru daglegar ferjuferðir milli þessara landa. Finnskir ferðamenn eru þess vegna tíðir gestir og Eistlend- ingar hafa betra tækifæri en flestir aðrir innan Sovétríkjanna til að fá nokkuð raunhæfa mynd af Vestur- löndum. Lettland, sem er mesta fram- leiðslulandið af þessum þremur Eystrasaltsríkjum, hefur líka einna helzt haldið sér á mottunni gagnvart Rússum. En nú er fólk farið að missa þolinmæðina vegna matvöru- skorts. Slíkur skortur er að vísu þekkt fyrirbrigði innan Sovétríkj- anna en vegna góðrar vörufram- leiðslu eiga Lettar bágt með að sætta sig við hann. Húshaldsvörur þeirra þykja þær beztu sem bjóðast á sovézkum markaði og einnig fram- leiða þeir meirihluta allra mótor- hjóla og eimreiða á sama markaði. Riga er stærsta hafnarborgin innan Sovétlýðveldisins og þangað sækja sovézkar konur tizku sína. Hér áður fyrr voru Lettar öfundaðir vegna góðra lífskjara og enn eru til þeir Rússar sem líta á Lettland sem paradís. En Lettar eru sjálfír löngu hættir að deila þeirri skoðun með Rússum. Blóm í stafl kartaflna Matvörubúðir í Lettlandi standa nú jafnrúðar af vörum og aðrar verzlanir i Sovétríkjunum. Biðraðir hafa myndazt framan við mjólkur- og kjötverzlanir löngu fyrir opnun þeirra og fólk er farið að stunda biðraðir í stað þess að vinna. Algengur biðtími í röðum þessum eru þrír klukkutimar. Unnt er að kaupa vestrænar vörur en þær eru rándýrar. T.d. kostar heildarútgáfa með lögum Bítlanna 48.000 kr. Lettar vilja miklu fremur rækta rósir en kartöflur. Vaxandi þjóðernishyggja stykkið svo ræktun á þeim getur verið arðvænleg. Lettar álíta sig fara verr út úr viðskiptum sínum við Sovét en nágrannarnir þar sem stór hluti land- búnaðarframleiðslu þeirra frá sam- yrkjubúunum er fluttur úr landi — til annarra Sovétríkja. I Litháen fer meira af matvörum á innanlands- markað og fara Lettar því gjarnan þangað um helgar til að birgja sig upp, sérstaklega af pylsum. Þjóðernishyggja hefur átt auknum vinsældum að fagana í Lettlandi. Að nokkru leyti stafar það af því að Lett- ar eru að verða minnihlutahópur í eigin landi. Jákvæð iðnaðarþróun hefur nefnilega dregið að sér innflytj- endur í svo stórum stíl að þeir eru orðnir um 45% af þjóðinni. Riga er full af innflytjendum frá Armeníu, Georgiu, Uzbekistan og Rússlandi og er rússneska aðalmálið. Ungt fólk hefur að vísu mótmælt þessari rússneskun á þjóðinni en andófið hefur verið illa skipulagt og tilviljunarkennt. Orðið „Borgara- Lettland”, sem hefur verið notað í niðrandi merkingu i sögubókum um sjálfstæðistímabilið 1918—1940, hefur þvert á móti rómantískan blæ betri tíma í augum unga fólksins. Skyrtubolir með áletruninni „Veldi Lettlands” eru vinsælir og það syngur gjarnan gamla þjóðsönginn sinn. Uppreisn þess hefur samt aldrei náð lengra en til vanhelgunar á rúss- neskum minnismerkjum og slagsmála við Rússa þegar tækifæri gefst. Innrásin i Afganistan hefur kynt undir þessum eldi og Lettar tala gjarnan um hryðjuverk Rússa þar. Kommúnistaleiðtogum Lettlands er ljóst að hatur á Rússum fer vaxandi en vita ekki hvernig á að hamla gegn því. Þeir reyna því að hamra æ oftar á slagorðum eins og „sovézkt bræðralag”. Nýlega gerðist líka einstæður atburður á fundi i mið- stjórn kommúnistaflokksins: Einn félaginn leyfði sér að gagnrýna annan félaga fyrir að tala rússnesku en ekki lettnesku. Er það kannski vísir þess sem koma skal? (The Economist). Land I einkaeign gefur af sér 30% af þeirri matvöru sem fáanleg er og reyna stjórnvöld nú að ýta undir slíka framleiðslu. Hingað til hefur einstaklingum verið bannað að eiga meira en hálfa ekru af landi. íbúar Riga hafa sótzt mikið eftir landi til ræktunar utan við borgina og njóta nú hvatningar stjórnarinnar sem ráð- leggur þeim að notfæra sér þá „bylt- ingarkenndu landbúnaðartækni”, hestinn! En því miður sækjast þessir bændur í hjáverkum ekki eftir að rækta kartöflur eins og stjórnin ætlast til, heldur blóm. Lettar hafa mikið dálæti á blómum og algengt verð á túlípönum og rósum er 24 kr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.