Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. 5 Kristilegur þjóðmálaf lokkur gæti orðið enn eitt aflið í íslenzkum stjórnmálum: „Mikill áhugi á slíkrí hreyfíngu” —segirÁmi Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði „Ég hef mikinn áhuga á kristilegri þjóðmálahreyfingu,” sagði Árni Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í viðtali við DB. Hann er nýlega kominn til landsins eftir ferð, m.a. til Norðurlanda þar sem hann hafði sam- band við kristilega þjóðmálaflokka og kynnti sér stefnu þeirra ogstörf. Því er nú spáð, að Kristilegi þjóðar- flokkurinn í Noregi verði með í stjórnarmyndun, ef úrslit kosninganna til Stórþingsins verða Verkamanna- flokknum óhagstæð. Kosningabaráttan hefur að vissu leyti þróazt í einvígi milli Verkamanna- flokksins og Hægri. Þess hafa minni flokkar að vissu leyti goldið. Kristilegir flokkar beita sér yfirleitt gegn fóstur- eyðingum og áfengisneyzlu. Yngstur Kristilegu flokkanna er Kristen Demokratisk Samling í Svíþjóð, stofnaður 1965. Hann hefur kjörorðin: Samhjálp-Ábyrgð-Um- hyggja. Fyrir tveim árum var haldinn kynningarfundur, fyrir kristilega þjóðmálastefnu í Hallgrímskirkju. ,,Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með daufar undirtektir kirkjunnar manna undir eflingu slíkrar hreyfingar hér. Hvernig sem sú afstaða er nú þá hefi ég, og raunar ýmsir fleiri, mikinn áhuga á því að kanna jarðveginn fyrir grundvöll slíkrar hreyfingar hér á landi,” sagði Árni Gunnlaugsson. -BS. Fjárveitingar tilvegamála stórauknar næstu ár: Lengd vega með bundnu slitlagi um 3000 km eftir 12 ár „Fjárveitingar til vegamála nú eru 2,1% af þjóðarframleiðslu fslendinga, en á næstu 2—3 árum, er ráðgert að auka það hlutfall í 2,4%. Þetta eru mun hærri fjárveitingar en hafa verið undanfarin 10 ár, en meðaltal þeirrar ára er 1,88% af þjóðarframleiðslu,” sagði Steingrím- ur Hermannsson samgönguráðherra i veizlu eftir að Borgarfjarðarbrú hafði verið vígð „Auknar fjárveitingar til vega- mála eiga að tryggja að framkvæmdir gangi hraðar fyrir sig og ennfremur að hægt verði að gera langtímaáætlanir í vegamálum lands- ins,” sagði Steingrímur. ,,Meiri áherzla verður lögð á að leggja bundið slitlag á vegi landsins og innan 12 ára er vonazt til að samanlögð lengd vega með bundnu slitlagi verði um 3000 km. Þessu takmarki er hægt að ná með því aö leggja á ári hverju 200 km af vegum með bundnu slitlagi,” sagði Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra. Margir tóku til máls í veizlunni, þar á meðal alþingismenn, Halldór E. Sigurðsson, sýslumaður o. fl., en Rúnar Guðjónsson sýslumaður var veizlustjóri. Allir voru sammála um að Borgarfjarðarbrúin væri mikið og stórkostlegt mannvirki, sem sýndi vel að íslendingar byggju yfir verk- kunnáttu til að glíma við erfiðustu framkvæmdir í vegamálum íslands. -SA. Árneshreppur áStröndum: Þarverkabændur í súrhey Sláttur byrjaði í Árneshreppi á Ströndum fyrstu dagana í ágúst. Lauk honum um síðustu mánaða- mót. Almennt var allt hey sett í súrhey Fóðrast féðvelá þvi. Yfir heildina er heldur lakari spretta en í fyrrasumar. Nokkrir bændur, sem áttu litlar fyrningar í vor, eru búnir að kaupa hey. Vorið var slæmt og kindur báru allar í húsum. Var þeim ekki sleppt fyrr en um miðjan júní, á svo að segja gróðurlausajörð. -KMU/Regína, Gjögri. SamiðáHöfn Samningar tókust á laugardaginn um kjör síldarverkunarfólks á Höfn í Hornafirði. Var það eftir að stjórn og trúnaðarmannaráði verkalýðs- félagsins Jökuls hafði verið veitt umboð til verkfallsboöunar. Samningarnir verða teknir til umræðu og atkvæðagreiðslu i félaginu núna á næstunni. Enga sild er ennþá farið að salta því bátamir veiða lítið sem ekkert. Skipaey og Reynir fengu hvort sínar 90 lestirnar, en það þykir ekki mikið þar eystra. Ekkert hefur veiðzt sunnan undir landinu, það litla sem fengizt hefur, hefur veiðzt langt í austri. -DS/Júlía, Höfn. I frumsýningarhléi á „Jóa” leikríti Kjartans Ragnarssonar spád löngum lífdögum Bjarnteifur okkar tók þessa mynd í kjatlaranum I Iðnó I hléi ófrumsýningu ú nýja leikritinu„Jóa”semfjailarþroskaheftan ungan mann og viðbrögðfjölskyldu hans við vandanum sem skapast þegar móðir hans deyr. Á hann að fara ó hteli — eða hvað? Gagnrýnandi DB, Ólajur Jónsson, spóir leiknum mikilli aðsókn og það er ekki annað að sjó en leikararnir séu bjartsýnir. Jón Hjartarson, í getrvi teiknisöguhetjunnar Supermanns, situr yzt til vinstri I fremri röð, og við hlið hans, Ásdís Skúladóttir leikstjóri, Hanna María Karlsdóttir, Guðmundur Pólsson og loks Elfa Gísladóttir. 1 aftari röð fró vinstri standa þeir Sigurður Karlsson, Jóhann Sigurðsson, sem leikur Jóa (þau Elfa leika nú hjó atvinnuleikhúsi ífyrsta sinn og gera það gott), þó höfundur og leikstjóri verksins Kjartan Kagnursson, og loks Þorsteinn Gunnarsson. DB-mynd: Bjarnleifur. Skúlagarður. Rannsókn málsins f fullum gangi hjá Hirti Aðalsteinssyni setudómara — málið sent dómsmálaráðuneyti og ríkissaksóknara að rannsókn lokinnni ,,Ég hefi farið norður og tekið skýrslur af þeim sem málið varðar, kærandanum Þórarni Björnssyni, forstöðumanni Skúlagarðs í Keldu- hverfi, lögreglumönnum þeim sem kærðir voru og raunar fleiri,” sagði Hjörtur Aðalsteinsson, skipaður setudómari í málinu, sem annars er fulltrúi yfirsakadómarans í Reykja- vík. Aðfaranótt hins 19. júlí siðast- Iiðins lauk samskiptum for- stöðumanns Skúlagarðs og lög- gæzlumanna með söguiegum og óvenjulegum hætti, eins og DB hefur greint frá. Forstöðumaðurinn neitaði að greiða reikning, sem lögreglumenn framvísuðu fyrir löggæzlu á skemmtun. Taldi hann reikninginn svo háan, að sig skorti í raun heimild til að greiða hann refjalaust. Sauð svo upp úr af þessari ástæðu og ef til vill öðrum, sem ekki eru þekktar, að lögreglumennirnir járnuðu forstöðumanninn og fluttu hann í fangageymslu austur á Rauf- arhöfn. Kærði forstöðumaðurinn þetta afhæfi.Dómsmálaráðuneytið skipaði Hjört Aðalsteinsson, fulltrúa yfirsakadómrans í Reykjavík, setudómara í málinu. Fleiri vitni verða yfirheyrð næstu daga. Er óhætt að segja, að rannsókn kærunnar og málsins ér í fullum gangi hjá setudómaranum. Er þess að vænta, að hann sendi dómsmáia- ráðuneyti og ríkissaksóknara gögn þau, sem hann hefur aflað í málinu. -BS. Borgames: Kalda vatnið um Borgarfjarðarbrúna Borgarneshreppur er um þessar mundir að leggja vatnslögn um Borgar- fjarðarbrúna. Liggur hún frá vatnsbóli Borgarness á Seleyri. Nýja vatnslögnin kemur til með að leysa eldri leiðslur af sem legið hafa í firðinum. Hafa ýmis óþægindi fylgt því, m.a. hefurviðhald veriðdýrt. Er stefnt að því að nýja lögnin verði tilbúin áður en slátrun hefst því að slátrun krefst mikils vatns. Vatnsveitan er ekki eina lögnin í Borgarfjarðarbrúnni. Leiðslur sem flytja eiga heitt vatn vegna væntanlegrar hitaveitu eru fyrir í brúnni. -KMU. EYRARBAKKI Nýr umboðsmaður á Eyrarbakka, Helga Svein- dís Helgadóttir, Hofsstöðum, S 99-3189. IMEBIABW

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.