Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. 12 di iþróttir iþróttir iþróttir Iþróttir Iþrót ■ - UEFA-leikur Víkings og Bordeaux á fimmtudag: Eitt sterkasta félagslið sem hingað hefur komið „Við munum spila til sigurs i heima- lciknum gegn Bordeaux á fimmtudag. Vallaraðslæður og islenzk veðrátta gætu orðið okkur að góðu liði,” sagði landsliðsmaðurinn úr Víkingi, Ómar Torfason, á blaðamannafundi í gær en eins og kunnugt er mæta Víkingar franska liðinu Bordeaux í UEFA-bik- arnum á Laugardalsvellinum nk. fimmtudag kl. 17.30. Vikingar eru nýorðnir íslandsmeist- arar en þar með er ekki sagt að keppn- istimabilinu sé lokið. Það sem eftir er septembermánaðar leika þeir fimm leiki gegn erlendum liðum. Gegn Bordeaux á fimmtudag og daginn eftir fljúga þeir til Sovétríkjanna þar sem þeir leika 3 leiki gegn þarlendum 1. deildarliðum, þar á meðal hinu kunna liði Torpedo frá Moskvu.Leikið verður á sunnudag, miðvikudag og laugardag- inn 26. september. Mánudaginn 28. ferður haldið til Frakklands og síðari leikurinn við Bordeaux leikinn mið- vikudaginn 30. september. Víkingar hafa tekið þann kostinn að gefa ekki út sérstaka leikskrá í sam- bandi við leikinn á fimmtudag. í stað þess hefja þeir í dag dreifingu auglýs- ignablaðs sem fyrst og fremst er kynn- ing á Víkingum. Verður blaðinu dreift í Reykjavík og nágrannabyggðunum. Ljóst er að Víkingar þurfa góða aðsókn á heimaleikinn til að sleppa við tap á þátttöku í Evrópukeppninni. Að sögn forráðamanna knattspyrnudeildar fé- lagsins eru 4—5000 áhorfendur algjört lágmark. Lið Bordeaux er væntanlegt hingað á miðvikudag. í förinni verða um 70 áhangendur og að líkindum verður leikurinn tekinn upp af frönskum aðilum fyrir sjónvarpsstöð í Bordeaux. Frakkarnir óskuðu eftir að fá að koma með auglýsingar með sér til að setja upp meðfram vellinum en um það náðist ekki samkomulag. Vafasamt er að slikt uppátæki hefði fallið í góðan jarðveg hjjá UEFA sem gefur ekki einu sinni leyfi fyrir auglýsingum á búning- um í mótum á sínum vegum. Við kynntum lið Bordeaux hér á síð- unni sl. föstudag og er litlu að bæta við þá kynningu. Þó hefur komið fram að fyrir utan þá fimm leikmenn sem nú eru í franska landsliðshópnum hafa þeir Francois Bracci og Albert Gemm- erich leikið með franska landsliðinu, Alain Giresse, fyrirliði Bordeaux. Hann hefur verið faslamaður i franska landsliðinu að undanförnu. Mjög leik- inn og skotfastur leikmaður sem örugg- lega verður í sviðsljósinu á Laugardals- vellinum á fimmtudaginn. Gilles Eyquech, mjög efnilegur leik- maður, með unglingalandsliði Frakka, og Nordine Kourichi er landsliðsmaður Alsír. Sem dæmi um styrkleika liðsins má nefna að áðurnefndur Gemmerich hefur ekki náð að vinna sér sæti í ellefu manna hópnum í haust. Bordeaux er nú í efsta sæti frönsku 1. deildarinnar, hefur ekki tapað leik i fyrstu níu um- ferðunum og náði jafntefli á Korsíku gegn Bastia um helgina, 4—4, sem þykir góður árangur því óvíða er eins erfitt að leika og á Korsíku. Ljóst er að Bordeaux er í hópi sterk- ustu félagsliða sem dregizt hafa gegn ís- lenzkum liðum í Evrópukeppnh Frakk- ar eru þekktir fyrir léttan og skemmti- legan sóknarleik og takist þeim vel upp á Laugardalsvellinum á fimmtudag má búast við knattspymu eins og hún ger- ist bezt í Evrópu um þessar mundir. Hinir nýbökuðu íslandsmeistarar Vík- ings eru staðráðnir í að veita Frökkun- um verðuga keppni, helzt að sigra þá, og vonandi verða íslenzkir knatt- spyrnuunnendur ekki vonsviknir er þeir yfirgefa Laugardalsvöllinn eftir leik Víkinga og Bordeaux. -VS. Evrópumeistaramótinu í Split lokið: Austur-þýzku valkyrjurnar hlutu öll gullverðlaunin — Fjölmörg Evrópumet sett og landsmetin skiptu mörgum tugum Auslur-þýzku sundkonurnar unnu öll gullverðlaun á Evrópumótinu i sundi í Split. Mótinu lauk á laugardag. Ekki nóg með þaö, heldur hlutu þær einnig níu silfurverðlaun af 14 mögu- legum Ute Geweniger var stjarna móts- ins. Hlaut fimm gullverðlaun. í karla- greinum voru sovézku sundmennirnir sigursælastir. Hlutu sjö gullverðlaun og sjö silfurverðlaun. Fjölmörg Evrópumet voru sett á mótinu og landsmetin skiplu mörgum tugum. Úrslitin á laugardag urðu þessi: 200 m baksund karla, úrslit. 1. Sandor Wladar, Ung. 2:00,80 2. Vladimir Shemetov, Sovét, 2:01,32 3. Frederic Delcourt, Frakk. 2:03,35 4. Frank Baltrusch, A-Þýzk. 2:04,22 5. Michael Söderlund, Svíþj. 2:04,67 Wladar setti nýtt Evrópumet. 1500 m skriðsund karla, úrslit 1. Vladimir Salnikov, Sovét, 15:09,17 2. Borut Oetric, Júgósl. 15:17,31 3. Rafael Escalas, Spáni 15:17,93 4. Alexander Chaev, Sovét, 15:19,35 5. Darjan Petric, Júgósl. 15:21,20 6. Rainer Henkel, V-Þýzk. 15:21,89 í 3. leikviku Getrauna kom fram einn seðill með 12 réttum og var vinningurinn fyrir röðina kr. 76.745.- en þar sem hér var um 36 raða kerfis- seöil að ræða, var hann einnig með 11 rétta í 6 röðum. Fyrir 11 rétta var vinningsupphæöin á röð kr. 2055.00 þannig að hcildarvinningur fyrir þenn- an seðil varð kr. 89.075.00 sem er næst- hæsti vinningur fyrir einn og sama Jón Páll Sigmarsson, KR, varð Noröurlandameistari í 125 kg flokki í kraftlyflingum á Noröurlandamótinu, sem háð var í Stokkhólmi um helgina. Lyfti samtals 890 kg sem er íslandsmet. Skúli Óskarsson, UÍA, varð annar í 75 200 m skriðsund kvenna, úrslit. 1. Carmela Schmidt, A-Þýzk. 2:00,27 2. Birgit Meineke, A-Þýzk. 2:00,57 3. Conny van Bentum, Holl. 2:01,15 4. Tina Gustavsson, Svíþj. 2:03,34 5. Ina Bayermann, V-Þýzk. 2:03,36 6. June Croft, Bretlandi, 2:03,79 200 m baksund kvenna, úrslit. 1. Cornelia Polit, A-Þýzk. 2:12,55 2. Jolanda de Rover, Holl. 2:15,22 3. Larisa Gorchakova, Sovét, 2:16,10 4. Carmen Bunaciu, Rúmeníu, 2:16,24 5. Marion Aizpors, V-Þýzk. 2:16,82 4x 100 m fjórsund, karla, úrslit. 1. Sovétríkin 3:44,23 2. Svíþjóð 3:45,01 3. A-Þýzkaland 3:45,66 4. V-Þýzkaland 3:45,78 5. Spánn 3:53,02 6. Bretland 3:52,97 7. Frakkland 3:53,16 8. Sviss 3:54,67 Á föstudag urðu úrslit þessi: 200 m flugsund karla, úrslit. 1. Michael Gross, V-Þýzkal. 1:59,19 2. Philip Hubble, Bretl. 2:00,21 getraunaseðilinn en hæst var greitt í 28. leikviku i vor kr. 94.890.00. I samræmi við breytta reglugerð um seðla, sem berast of seint, eru seðlar frá fyrri vikum teknir gildir í þeirri leik- viku, er þeir berast. Einn af seölunum með 11 rétta var úr 2. leikviku, en náði þá ekki að verða tekinn með í þeirri viku, en nú fær eigandinn „sára- bætur” upp á kr. 2.055.00. kg flokki á mótinu. Lyfti 705 kg. Hörður Magnússon varð fjórði í 100 kg flokki með 775 kg. Kári Elísson, ÍBA, fjórði i 67,5 kg flokki með 595 kg og Guðmundur Eyjólfsson fjórði í 110 kg flokki með 700 kg. 3. Sergei Fesenko, Sovét, 2:00,48 4. Paolo Revelli, Ítalíu, 2:00,87 5. Gerald Schlupp, V-Þýzk. 2:02,33 6. Stephen Poulter, Bretl. 2:02,71 Gross setti nýtt Evrópumet, Hubble brezkt met. 200 m fjórsund karla, úrslit. 1. Alex Sidorenko, Sovét, 2:03,41 2. Giovanni Franceschi, ít. 2:04,97 3. Josef Hladky, Tékkósl. 2:06,16 4. Leszek Gorski, Pólland, 2:06,17 5. Lopez Zubero,, Spáni, 2:06,50 6. Sergei Fesenko, Sovét, 2:07,12 Sidorenko setti nýtt Evrópumet. 800 m skriðsund kvenna, úrslit. 1. ClaraSchmidt, A-Þýzk. 8:32,79 Sovétmaður vann í fluguvigt Sovétmaðurinn Kanybek Osmon- aliev sigraði i fluguvigt á heimsmeist- aramótinu í lyftingum sem fram fór í Lille í Frakklandi um helgina. Árangur þriggja efstu manna varð sem hér segir: 1. Kanybek Osmonaliev, Sovét 247,5 kg (snörun 110 kg — jafnhöttun 137,5 kg) 2. Jacek Gutowski, Póllandi 240,0 kg snörun 110 kg — jafnhöttun 130 kg) 3. Kazuto Manabe, Japan 240,0 kg (snörun 107,5 kg — jafnhöttun 132,5 kg)___________VS. Óánægðir með ráðstöfun KSÍ „Við erum mjög sárir vegna þeirrar ráðstöfunar KSÍ að setja leikinn á heimavöll Njarðvikinga,” sagði Aöal- björn Björnsson, formaður Einherja. „Leikurinn átti auðvitað að vera á hlutlausum velli og það sýnir virðingar- leysi forráðamanna KSÍ fyrir 3. deild- inni, að þeir skuli ekki hafa rænu á því að útvega hlutiausan völl i úrslitaleik- inn.” Og í sama streng tóku nokkrir fé- lagar hans, sem svo sannarlega hefðu viljað spila við UMFN á jafnréttis- grundvelli og töldu að þá væri ekki víst um hvor hefði 3. deildarbikarinn nú í höndunum. -emm. ...—■ Tæpar 90 þúsund í getraununum: Annar hæsti vinn- ingur frá upphafi Jón Páll NM-meistari 2. Ines Diers, A-Þýzkal. 8:32,89 3. Jackie Willmott, Bretl. 8:37,22 4. Irina Laricheva, Sovét, 8:44,12 5. Van de Meer, Hollandi, 8:44,28 6. Irina Aksenova, Sovét, 8:50,69 Carla Schmidt setti nýtt Evrópumet, Willmott brezkt met. 4x 100 m fjórsund kvenna, úrslit. 1. Austur-Þýzkaland 4:09,72 2. Sovétríkin 4:13,23 3. Vestur-Þýzkaland 4:13,42 4. Holland 4:14,12 5. Bretland 4:14,82 6. Ítalía 4:18,14 7. Svíþjóð 4:20,63 200 m fjórsund kvenna, úrslit. 1. Ute Geweniger, A-Þýzk. 2:12,64 2. Petra Schneider, A-Þýzk. 2:13,49 3. Olga Klevakina, Sovét, 2:19,10 4. Agni, Czopek, Póllandi, 2:19,43 5. Savi Scarponi, Ítalíu, 2:19,52 6. Grazyna Dziedzic, Póll. 2:19,73 7. Petra Zindler, V-Þýzk. 2:19,94 Czopek, Scarponi og Zindler settu landsmet. Vegna þrengsla í blaðinu í gær gátum við ekki birt þcssi úrslit þá. Vestur- Þjóðverjar sigruðu Vestur-Þjóðverjar urðu Evrópu- meistarar í sundknattleik í fyrsta skipti um helgina er Evrópumeistaramótinu lauk í Split í Júgósiaviu. V-Þjóðverj- arnir komu mjög á óvart, unnu meðal annars ólympíumeistara Sovétmanna 10—7. í síðasta leiknum sigruðu V- Þjóðverjar Júgóslava 10—6 og tryggðu sér þar með sigur í mótinu. Lokastaðan í A-flokki varð þessi: V-Þýzkaland Sovétríkin Ungverjaland Júgóslavía Spánn Ítalía Rúmenía Holland 1 0 67-49 13 1 1 62-53 11 2 1 54-45 4 54-62 55-60 55-59 49-60 47-55 Tékkar urðu sigurvegarar í B-flokki og Grikkir númer tvö. Svíar urðu fimmtu, Danir sjöttu og Finnar höfn- uðu í ellefta og siðasta sætinu i B- flokki. -VS. Ólafur Hannesson. Árvíkingaí deildunum Ólafur Hannesson lögreglufulltrúi á Keflavíkur- flugvelli og gamall Víkingur og næstum alvitur ■ knattspyrnusögunni, fylgdist með leik UMFN og Einherja. Hafði sagt við DB fyrir þann leik að þetta yrði ár allra Vikinga í knattspyrnunni á íslandi. Njarð-VÍKINGAR, ynnu 3. deildina, Kefi-VÍKING- AR, 2. deildina og VÍKINGARNIR í Reykjavík þá fyrstu. Sannspár maður Ólafur Hannesson. emm. Lokastaðan Í2. deild —og markhæstu menn 2.og3. deildar Úrslit i 18. og síðustu umferð 2. deildar um helg- ina: ÞrótturR.—Selfoss 5—1 Skallagrímur—Reynir 0—1 Völsungur—Þróttur N. 0—1 Haukar—Fylkir 0—4 Keflavík—ísafjörður 2—4 Lokastaðan i 2. deildinni varð þessi: Keflavik 18 13 2 3 38—12 28 Ísafjörður 18 12 3 3 34—18 27 Þróttur R. 18 7 7 4 22- -13 21 Reynir S. 18 8 5 5 21- -16 21 Fylkir 18 8 3 7 22- -15 19 Völsungur 18 6 5 7 21- -22 17 Skallagrímur 18 5 5 8 20- -21 15 Þróttur N. 18 4 i 6 8 16- -23 14 Selfoss 18 3 3 12 10- -35 9 Haukar 18 2 5 11 18- -46 9 Markahæstu menn: Óli Þór Magnússon, Keflavík Olgeir Sigurðsson, Völsungi Ómar Björnsson, Reyni Steinar Jóhannsson, Keflavík Ómar Egilsson, Fylki Ragnar Margeirsson, Keflavík Markahæstu menn 3. deildar: Daníel Einarsson, Viði Sæmundur Víglundsson, HV Þórður Karlsson, Njarövík Björn Rafnsson, Snæfelli Elis Vigiundsson, HV VIKINGUR B0RDEAUX eftir 2 daga DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981 íþróttir íþróttir Iþróttir Trausti Haraldsson um samskipti sín við Reinke umboðsmann: ,.Það var leiðindamár „Ég tel sjálfsagt að félögin, sem hlut eiga að máli, sendi menn með leik- mönnum sínum utan, iáti ekki aðeins erlendan umboðsmann fjalla um mál þeirra við erlend knattspyrnufélög á byrjunarstigi samninga. Það var ekki nógu sniðugt, þegar ég fór i tvígang utan til Þýzkalands í fyrrahaust með Willi Reinke sem umboðsmann. Það var allt saman leiðindamál,” sagði landsliðsbakvörðurinn kunni í Fram, Trausti Haraldsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann i gær. Reynsla hans af umboðsmanninum Reinke var engan veginn nógu góð. Willi Reinke hefur komið mjög við sögu sem umboðsmaður íslenzkra knattspyrnumanna i Vestur-Þýzka- landi síðustu árin. Nýlega gerði hann enn eina ferðina til íslands til að fylgjast með leikmönnum og eftir þá för hans eru miklar líkur á því, að þrír íslenzkir leikmenn fari i haust, fyrstu dagana í október, til æfinga með félögum í Vest- ur-Þýzkalandi, Lárus Guðmurrdsson, Víking, og Pétur Ormslev, Fram, til Fortuna Dússeldorf og Sævar Jónsson, Val, til Hannover. Umboðsmenn knattspyrnumanna taka vissa áhættu, þegar þeir senda leikmenn til félaga. Verða að standa undir hluta af kostn- aði. Ef leikmenn gera samninga er ágóði þeirra mikill og löglegur sam- kvæmt lögum FIFA — 10% af sölu- verði og síðan ágóðahluti af kaupi leik- mannsins. Willi Reinke hefur mörg járn í eldinum sem umboðsmaður. Hefur ekki aðeins komið til fslands í leit að leikmönnum, heldur til fjöl- margra landa, auk sambanda innan Þýzkalands. Til slíks manns verður að gera kröfur. Ekki aðeins leikmennirnir, heldur líka félög þeirra og Knatt- spyrnusamband íslands. Kom Atla til Dortmund Willi Reinke var umboðsmaður Atla Eðvaldssonar, þegar hann gerði samn- ing við Borussia Dortmund. Það leiddi síðar til þess að Magnús Bergs gerðist einnig leikmaður hjá Borussia. Þá kom Reinke þeim Sigurði Grétarssyni, Breiðabliki, og Ragnari Margeirssyni, Keflavík, til 2. deildarliðs 1 V-Þýzka- landi, Homburg. Ekki voru þeir samn- ingar til fyrirmyndar. Ragnar og Sigurður komu heim eftir leiktimabilið og byrjuðu í sumar að leika með Öster meistari Öster varð sænskur meistari annað árið í röð um helgina. Vann þá Klamar 2—0. Fjórar umferðir eru enn eftir í keppninni. Heimsmet Á HM í lyftingum í Lille í Frakk- landi í gær setti Beloslav Manolov, Búl- garíu, nýtt heimsmet í fjaðurvigt (60 kg). Jafnhattaði 170 kj>. Eldra metið átti Yarik Sarkisian, Itaiíu, 168 kg. Manolov setti heimsmet samanlagt 302,5 kg. Viktor Marzin, Sovét, átti eldra metið 297,5 kg. í snörun í fjaður- vigtinni setti Daniel Nunez, Kúbu, nýtt heimsmet 135 kg. Átti sjálfur gamla metið, 134,5 kg. íris kastaði tvívegis , lengraen Islandsmetið íris Grönfeldt, unga, borgfirzka stúlkan, kastaði spjóti tvivegis lengra en eldra íslandsmet hennar var á móti hjá ÍR í gær. í fyrstu tilraun kastaði hún 47,80 m en met hennar var 47,24 m. Þá gerði hún ógilt. Kastaði siðan 47,58 m, 47,18 og 45,81 m. Síðasta kast ógilt. Á sama móti kastaði Guðrún Ingólfsdóttir, KR, kringlunni 50,40 m. Erlendur Valdimarsson, ÍR, kastaði kringlu 55,54 m. í fyrradag hljóp Rut Ólafsdóttir, KR, 800 m á 2:14,0 mín. Þriðji bezti tíminn í ár. Óskar Thorar- ensen, KR, stökk 3,71 m i stangar- stökki og tveir kornungir ÍR-ingar, Hilmar Þórarinsson og Ragnar Stefánsson, köstuðu spjóti 52,13 og 51,15 m. -hsim. Breiðabliki og Keflavík á ný. Willi Reinke er fljótur að setja sig í samband við leikmenn ef búast má við miklu af þeim. Hefur góð sambönd hér á landi og DB skýrði frá því 6. ágúst sl. eftir að Lárus Guðmundsson, miðherji Víkings og landsliðsins, kom úr stuttri ferð til Belgíu, þar sem hann æfði með félagi, að Reinke hefði sett sig í samband við Willi Reinke umboðsmaður. DB-mynd Bjarnleifur. hann. Þá var Sævar Jónsson um tíma í V-Þýzkalandi í fyrra á vegum Hilberts, fyrrum þjálfara Skagamanna. Leiðindamál Trausta I fyrrahaust fór Trausti Haraldsson, Fran^til Berlínar á vegum Willi Reinke. Var þar hjá þekktu liði, Hertha Berlín. Ekkert varð af samningum. Annar leik- maður kom inn í myndina hjá Berlinar- liðinu. Willi Reinke hafði ekkert sam- band við Trausta meðan hann var í Berlín. Hertha Berlin greiddi fargjöld hans frá íslandi og heim aftur og for- ráðamenn liðsins sögðu Trausta að hann mætti ekki fara heim til íslands án þess að hafa samband við Reinke. Hann hefði annað félag í takinu fyrir hann. Trausta tókst hins vegar ekki að hafa upp á Reinke, þrátt fyrir tilraunir og símtöl við íslenzka leikmenn í Þýzkalandi. Ekki fékk hann neina dag- peninga frá Reinke eins og umboðs- manni ber þó skylda til. Trausti hélt heim til íslands við svo búið. Eftir heimkomuna var nokkru síðar hringt til hans frá Þýzkalandi. Skilaboð frá Reinke að koma strax. Trausti sagði viðmælanda sínum, að hann kæmi ekki til Þýzkalands nema að öruggt væri að hann fengi góðan samn- ing og að Reinke yrði með honum i Þýzkalandi. Því var lofað — allt væri klappað og klárt. Farseðlar voru til reiðu og Trausti hélt til Frankfurt. Þar tók Willi Reinke á móti honum á flugvellinum. Þeir óku síðan til Stuttgart, þar sem Trausti átti að vera hjá Stuttgart Kickers, sem leik- ur í 2. deildinni. Reinke hélt síðan á brott og Trausti sá hann ekki meir. Frétti síðar að hann hefði farið til Miinchen til samninga við Bayern Múnchen vegna leikmanns. Ekki fékk Trausti neina dagpeninga frá honum frekar en fyrri daginn. Hann fór fyrst á hótel í borginni en var peningalaus og flutti þá til íslendinga, sem búa í Stutt- gart. Þegar ekkert bólaði á Reinke hélt Trausti aftur heim til íslands — án samnings. Við heimkomuna sagði hann meðal annars í viðtali við Tímann. „Forráðamenn Stuttgart Kickers gerðu sér ekki einu sinni svo lítið fyrir að heilsa mér og ég sá þá aldrei þann tíma, sem ég staldraði við hjá félaginu . . . Það var ekki fyrr én ég var farinn af hótelinu, sem ég bjó á, að þeir buðu mér leigusamning, sem átti að gilda í sex mánuði en ég hef engan áhuga á því að rífa mig upp með alla fjölskylduna fyrir svo stuttan tima.” Þetta sagði Trausti. Þess má geta að Trausti hafði nýtt sumarfrí sitt, þegar að þessum Þýzkalandsreisum hans kom. Hann greip þá til þess ráðs að fá Trausti Haraldsson, Fram — og þess má geta að hann leikur með Fram í Evrópuleiknum á morgun. frídaga hjá fyrirtæki því, sem hann vinnur hjá, upp á sumarleyfisdaga sína í ár. Hann hefur því ekki fengið dagsfrí á þessu ári vegna þessara Þýzkalands- ferða á vegum Reinke umboðsrnanns. Trausti talar ekki þýzku og álti: tals- verðum erfiðleikum í ferðurtim. Þessi saga um samskipti Trausta Haraldssonar og Reinke umboðsmanns eru ekki til fyrirmyndar. Þeir leikmenn, sem nú eru á förum, ef til vill til samn- inga, og félög þeirra, ættu því að athuga vel sinn rétt áður en haldið er til Þýzkalands. -hsim. EVROPUKEPPNIBIKARHAFA 1981-1982 FRAM - DUNDALK Laugardalsvöllur miðvikudaginn 16. september kl. 17.30 FRAMBc. SíGUfíS PARIS Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.