Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 24
Stríð Útimarkaðarins við ávaxtainnflytjendur:
Innflytjendumir sverja
af sér aðild að banninu
— þýzka f irmað svarar ekki enn fyrirspum um hver hér á landi óskaði bannsins
með hótunum
Þrátt fyrir breiðni hefur þýzka
ávaxtasölufyrirtækið Friico í
Hamborg enn ekki viljað svara fyrir-
spurn „Fæðis fyrir alla h.f.” hvaða
ávaxtainnflytjendur á íslandi það
voru sem kröfðust þess með hótunum
við Þjóðverjana að sala til „fæðis
fyrir alla” yrði stöðvuð. Ekki var í
gær vitað nema um tvo stóra innflytj-
endur hér sem verzla við Friico,
heildverzlun Björgvins Schram og
Karl og Birgir s.f.
Árni Árnason hjá Verzlunarráðinu
taldi frétt DB í gær um málið stór-
orða. „Hér er — þó ég þekki ekki
náið — um algengt fyrirbæri að
ræða. Heildsali erlendis sem er í sam-
bandi við dreifingarheildsala hér
byrjar að selja líka til smásala beint.
Dreifingarheildsalinn verður
óánægður og erlendi heildsalinn
verður að meta hvort hann vill
áframhaldandi samband við dreifing-
araðilann.” Kvað Árni samsvarandi
dæmi vera að finna varðandi fisksölu
íslendinga erlendis.
„Við kaupum ekki frekar frá
Frtico í Hamborg en frá öðrum
aðilum,” sagði Magnús Erlendsson,
fulltrúi hjá Björgvin Schram, einum
stærsta innflytjanda ávaxta hérlend-
is. ,,Okkar viðskipti skiptast á Dan-
mörku, Þýzkaland og Holland. Við
fáum á telex á hverjum morgni dags-
verðin á ávöxtum Þau eru mjög
breytileg frá degi til dags og við
kaupum þar sem hentugast er,” sagði
Magnús. „Við höfum ekki komið ná-
lægt því að stöðva einn eða annan í
innflutningi ávaxta,” fullyrti Magn-
ús.
„Við kaupum ávexti frá Frúco af
og til ef verð er þar hagstætt, en
einnig frá Hollandi, Svíþjóð og
Ameríku, allt eftir því hvar kaupin
eru hagstæðust,” sagði Karl
Guðmundsson hjá Karl og Birgir s.f.,
sem er annar tveggja stórra innflytj-
enda á íslandi sem við Frúco verzla.
„Okkur myndi aldrei detta í hug að
reyna að stöðva ávaxtainnkaup ann-
ars aðila á íslandi,” sagði Karl. „Til
þess liggja tvær ástæður. í fyrsta lagi
er ávaxtasala í heiminum svo frjáls,
sem betur fer, að slík innkaup er
aldrei hægt að stöðva. í öðru lagi er
okkur svo ferskt í minni, þó 14—15
ár séu liðin frá því við hófum ávaxta-
innflutning, og íslenzkt fyrirtæki
gerði tilraun til að setja á okkur af-
greiðslubann ytra, að slíkan leik
myndum við ekki leika. Við höfum
selt Útimarkaðnum ávexti, og setjum
honum því ekki stólinn fyrir dyrn-
ar.”
-A.St.
Ari Trausti talarfyrir húsfylli í Gyllta salnum á Borginni I gterkvöldi Fundarstjóri varKristinn Karlsson. Við hlið hans situr Vilmundur Gylfason.
DB-mynd Sigurður Þorri.
Vilmundur Gylf ason á f undi á Borginni í gærfcvöld:
„Það þýðir ekki að öskra
óvirðulega um atkvæði”
— með þeim er ég þingmaður og ætla að vera það áfram — Gæti verði taktískt fyrir
kommúnistasamtökin að ganga f Alþýðuflokkinn, sagði Ari Trausti
„Veiztu það, að Pálmi í Hagkaupum
hefur bætt hag verkamanna meira en
Dagsbrún í 60 ár? Þessarar spurningar
spurði mig róttækur maður í þess bezta
og réttasta orðs skilningi,” sagði
Vilmundur Gylfason alþingismaður á
fundinum sem haldinn var á Hótel
Borg í gærkvöldi.
Þátttakendur, sem fylltu Gyllta sal-
inn á Borginni, virtust einkum vera úr
Alþýðuflokknum, Fylkingunni,
Kommúnistasamtökunum, Nýju landi
og hópum sem telja sig vinstra megin
við Alþýðubandalagið. Naumast
verður sagt að Alþýðubandalagið hafi
haft talsmann á fundinum, að minnsta
kosti ekki opinberan.
Magnús Guðmundsson taldi athygl-
isverða þögn Alþýðubandalagsins á
fundi sem þessum. „Þeir hafa aldrei
þorað að bjóða til samstarfs,” sagði
Magnús. „Hvað ætla þeir aðgera? Eru
þeir fúlir út af því að Vilmundur gerði
það sem þeir þorðu aldrei að gera sjálf-
ir?” spurði Magnús.
„Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið eru um margt ákaflega líkir
flokkar. Það er meira. sem sameinar þá
en skilur þá að. Menn geta unnið
saman að ýmsum málum án þess að
deila um aðild að NATO,” sagði Ari
Trausti Guðmundsson, talsmaður
Kommúnistasamtakanna. Hann kvaðst
ekki hafa gert upp hug sinn um það
hvort félagar hans gætu gengið í
Alþýðuflokkinn.„Fianska hugmyndin
er athyglisverð og það gæti verið takt-
iskt að ganga í fiokk eins og Alþýðu-
flokkinn,” sagði Ari Trausti.
„Tillögur eins og þær sem hér eru
ræddar duga ekki sem slíkar. Til þess
þyrfti að taka út úr stefnuskrá Alþýðu-
flokksins atriði sem aðeins flokksþing
hefur vald til,” sagði Bjarni P.
Magnússon, formaður framkvæmda-
sjórnar Alþýðuflokksins.
„Við sem stöndum vinstra megin við
Alþýðubandalagið ættum að gefa
gaum að skipulagshugmyndum sem
Alþýðuflokkurinn hefur bryddað á.
Það er tími til kominn að við athugum
framboðsmál í fullri alvöru,” sagði
Stefanía Sigurðardóttir. Hún spurði:
„Er það þess virði að standa í litlum
einangruðum hópum og verða þannig
áhrifalaus?”
„Það er einmitt þetta sem við
þurfum að skoða miklu nánar,” sagði
Vilmundur. „Við þurfum að skoða
fleiri snertifleti en þá sem oftast er
talaðum.”
Birna Þórðardóttir kvað þetta merki-
legan vaðal að hlusta á bæði Bjarna P.
og Vilmund ræða um Alþýðuflokkinn
og skipulag hans. „Hvernig á þessi
maður (V.G.) að segja okkur frá því
hvernig varið er ranglætinu í skiptingu
auðsins?” spurði Birna.
„Vilmundur hefur lagt fram skipu-
lagsbreytingar á verkalýðshreyfing-
unni, sem mér finnast skynsamlegar.
Eigum við að hafna öllu samstarfi, sé
maður ekki sammála öllu, smáu og
stóru, sem þeir hafa skoðun á?” spurði
Ari Trausti.
Allmargir fleiri tóku til máls. Nefna
má Óskar Guðmundsson, Ragnar Stef-
ánsson, Karl Ágústsson og Snorra Sig-
finnsson. -BS.
frjálst, óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPT. 1981.
Sex manna
nefnd vill
7,6% hækkun
Sex manna nefnd hefur komið sér
saman um hækkun á verðlagsgrund-
velli búvara um sem næst 7,6%. Ingi
Tryggvason, sem á sæti í nefndinni,
sagði í morgun að vonazt væri til að
hækkunin yrði rædd og afgreidd á
fundi ríkisstjórnarinnar í dag og tæki
þar með gildi. Hækkunin átti í raun-
inni að taka gildi 1. september. Þá var
mjólk hækkuð til bráðabirgða um 7%
þannig að ef tillögur 6 manna nefndar
verða samþykktar verður að hækka um
0,6% aftur í tímann til mánaðamóta.
Kjötið hækkar hins vegar aðeins frá
þeim degi sem verðlagsgrundvöllur
verður samþykktur. -DS.
Sáttaviðræður
Gunnarsog Geirs
Engirfundir
ívikunni
„Það verða engir viðræðufundir í
þessari viku,” sagði Ólafur G. Einars-
son, formaður þingflokks sjálfstæðis-
manna, í viðtali við DB í gær um sátta-
viðræðurnar í Sjálfstæðisflokknum.
Ætlunin er að halda þessum við-
ræðum áfram síðar.
Tveir fundir hafa verið haldnir til
þessa.
-HH.
HT rm
li S2L (VIN. ö NIN ö jUR
IVIKU HVERRI
ÍDAG
ER SPURNINGIN:
í hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er
þessi smáauglýsing í biaðinu í dag?
Kringlótt alullarteppi 2 m i þver-
mál og annað 2X3 úr alull. Nýlcg,
gott verð. Uppl. í síma 45644.
Hver er auglýsingasími
Dagbiaðsins?
SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU
BLAÐSINS Á FIMMTUDAG
Vinningur vikunnar:
Tíu gíra
reiðhjól frá
Fálkanum hf.
Vinningur í þessari viku er 10
gira Raleigh reiðhjói frá Fálkan-
um, Suðurlandshraut 8 í Reykja-
vík.
í dag er birt á þessum stað i
blaðinu spurning, tengd smáaug-
lýsingum blaðsins, og nafn heppins
áskrifanda dregið út og birt í smá-
auglýsingadálkum á morgun. Fylg-
izt vel með, áskrifendur, fyrir
nœstu helgi verður einn ykkar
glœsilegu reiðhjóli ríkari.
C v > *' V >
diet pepsi
MINNA EN EIN
KALÓRÍA í FLÖSKU
Stiniltis