Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. í Erlent Erlent Erlent Erlent i »&□ Stjóm Verkamannaflokksins fyrirHægri- fallin - borgaraflokkamir flokkinn: I ■ ■ ■ « m» ■ a m rm I taka við um miðjan oktober Það er nú ljóst að Hægriflokkurinn hefur hlotið mikinn sigur i norsku kosningunum í gær og að stjórn Verka- mannaflokksins, undir forystu Gro Harlem Brundtland, er fallin. Hægriflokkurinn, en formaður hans er hagfræðingurinn Káre Willoch, hefur hlotið um 32% atkvæða og er þetta mesti kosningasigur flokksins síð- an 1921. Verkamannaflokkurinn hefur samt sem áður enn flesta þingmenn einstaks flokks því Hægriflokkurinn hefur ekki siður unnið atkvæði af tilvonandi stjórnarsamstarfsmönnum sínum, Miðflokknum og Kristilega þjóðar- flokknum. Alls er kosið um 155 þing- sæti. Nú eru aðeins eftir úrslit úr einu kjördæmi og er nokkurn veginn öruggt að Hægriflokkurinn hlýtur 54 þingsæti og bætir við sig 13 þingmönnum. Mið- flokkurinn fær 10 þingmenn og Kristi- legi þjóðarflokkurinn 15, þannig að borgarastjórnin hefur 79 þingmenn að baki sér. Frjálslyndir fá tvo þingmenn og Framfaraflokkurinn fjóra, þessir flokkar vilja ekki eiga aðild að ríkis- stjórn en hafa samt lýst sig fúsa til að styðja stjórn borgaraflokkanna með Káre Willoch sem forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn hlýtur 67 þingsæti og Sósíalski vinstriflokkurinn 3, þannig að vinstri vængurinn hefur samtals 70 þingmenn. Káre Kristiansen, formaður Kristi- lega þjóðarflokksins, og Johan Jakob- sen, formaður Miðflokksins, hafa báðir lýst sig fúsa til stjórnarsamstarfs við Hægriflokkinn. Álitið er að þessir flokkar muni strax i dag taka upp viðræður um eitt helzta ágreinings- efnið, fóstureyðingar. Kristilegi þjóðarflokkurinn lýsti því yftr í síðustu viku að stjórnarsamstarf kæmi aðeins til greina ef samþykkt yrði fyrirfram að herða á fóstur- eyðingarlöggjöfinni. Kristiansen hefur þó bætt því við að flokkur hans gæti sætt sig við stjómarsamstarf án þess skilyrðis, með það í huga að breyta lög- gjöfinni með tímanum. Káre Willoch, formaður Hægri- flokksins, vill stefna að þvi að lækka skatta, stöðva útþenslu ríkisbáknsins og styðja Nato. Og þetta ætlar hann sér auðvitað að gera án þess að skerða vel- ferðina og atvinnuleysi aukist. Hann neitar harðlega að láta bera sig saman við Ronald Reagan Bandarikja- forseta. Gro Harlem Brundtland, fyrsti kvenforsætisráðherra Noregs: Hún tekur ósigrinum með „karlmennsku”. Erlendar fréttir KAIRÓ — Sadat forseti Egyptalands hyggst setja hvers konar pólitískum andófs- mönnum og uppreisnarseggjum stólinn fyrir dyrnar með nýjum lögum er taka munu gildi 1. október næstkomandi. CHICAGO — Rugbylið Suður-Afríku slapp inn í Bandaríkin án þess að andstæð- ingar aðskilnaðarstefnunnar yrðu þess varir og gætu hreyft mótmælum. Fyrirhuguð þriggja vikna keppnisferð þeirra í Bandaríkjunum getur stefnt ólympíuleikunum í voða, en þá á að halda næst í Los Angeles, 1984. RÓM — Þriðja bréf páfa er væntanlegt í dag. Það mun fjalla um kjör og aðstöðu verkamanna. Vatíkanið tilkynnti að viðbúið væri að páfi fjallaði sérstaklega um rétt- indi verkamanna, stéttarfélög og hin tvö stríðandi kerfi, kommúnismann og kapitalismann. Kire Willoch: VIII lækka skattana án þess að skerða velferðina. Willoch, hægláti maðurinn ísnyrtilegu fötunum: Það borgaði sig vel að breyta um stílinn Káre Willoch er 53 ára gamall, hagfræðingur að mennt og með langan stjórnmálaferil að baki sér. Hann er þekktur fyrir að vernda einkalíf sitt að beztu getu fyrir ágangi fjölmiðla og láta lítið á sér bera. En þegar hin vinsæla og opinskáa Gro Harlem Brundtland varð for- sætisráðherra Noregs i febrúar sl. sá hann að nauðsynlegt var að breyta um stíl og láta meira að sér kveða í sviðsljósinu. Það tókst svo vel að álitið er að hann hafi laðað að sér fjölda ungra kjósenda síðustu vikur kosningabaráttunnar. Og nú er öllum kjósendum t.d. ljóst að þessi hægláti, snyrtilega klæddi stjórnmálamaður hefur mikið dálæti á skíðaferðum, vinnu í garðinum sínum og kökuáti. Hann er kvæntur og á þrjú börn, tvær dætur og einn son. Káre Isaksen Willoch er fæddur 3. október 1928 í Osló. Hann útskrif- aðist úr háskólanum þar sem hag- fræðingur 1953 og hóf störf hjá Vinnuveitendasambandinu. Á sama tíma tók hann drjúgan þátt í stjórn- málum og þótti afar efnilegur innan Hægriflokksins. Á árunum 1965—1971 var hann viðskiptaráðherra í þeirri einu borgarastjórn sem svo lengi hefur setið að völdum í Noregi síðan í stríðslok. Hann varð formaður Hægriflokks- ins 1970 og þótti afar skeleggur forystumaður i stjórnarandstöðu. Willoch er víðförull maður. Hann talar ensku, frönsku og þýzku mjög vel og er ákaft fylgjandi aðild Norð- mannaað Nato. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um hagfræði og telur skattalækkun nauðsynlega í baráttunni við verð- bólguna í Noregí sem nú er um 14%. Hershöfðinginn snýr alveg við blaðinu — Eitan segir nú stjórn Sadatsfasta ísessi Foringi ísraelska herráðsins, Rafael Eitan, sem egypzk stjórnvöld gagn- rýndu í síðustu viku harðlega fyrir að gera móðgandi athugasemdir í sinn garð, hefur nú snúið við blaðinu og hrósað stjórn Anwars Sadat sem traust- ustu stjórninni í Miðausturlöndum. Egyptar segjast hafa afþakkað opin- bera heimsókn hans vegna þess að hann hefði farið niðrandi orðum um fram- tíðartengsl þessara tveggja landa. Hins vegar neita ísraelsk stjórnvöld að hershöfðingjanum hafi borizt nokk- urt boð um opinbera heimsókn til Egyptalands. Eitan hershöfðingi, sem lagði af stað til Bandaríkjanna í gær, ræddi á flug- vellinum við blaðamenn og minntist þar á herferð Sadats gegn stjórnmála- legum og trúarlegum andstæðingum sínum. — Það er ekki nokkur ástæða til að ætla að stjóm Sadats sé ekki traust í sessi þrátt fyrir tímabundna erfiðleika heima fyrir. Ég hef ekki trú á að þessar óeirðir geti grafið undan stjórninni, sagði hann við brottför sína.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.