Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981. 9 Borgarfjarðarbm erhálfurkm á lengd og kostaði 155 millj. kr. Rennsli undir brúna svip að og Skeiðarárhlaup „Við vorum 1 morgun uppi í Norðurárdal að búa sumarbústað okkar undir veturinn. Þar hellirigndi en sonur minn sagði að það væri gott veður í Borgarnesi, og það kom á daginn. Þetta er dásamlegur dagur, rétt eins og brúðkaupsdagur,” sagði Halldór E. Sigurðsson, fyrrverandi alþingismaður og samgönguráðherra, er DB hitti hann að máli í veizlu að lokinni vígsluathöfn Borgarfjarðar- brúar í fyrradag. Víst er að nafn Halldórs E. Sigurðssonar verður um ókomna framtíð tengt nafni Borgarfjarðar- brúar, en Halldór flutti fyrir 23 árum tillögu á Alþingi um brúar- framkvæmdir við Seleyri. í fyrra var svo brúin loks opnuð fyrir umferð, en framkvæmdir við hana hófust 1975. Kostnaður við brúna var 155 milljónir kr. miðað við verðlag í ágúst sl. Borgarfjarðarbrúin er 520 metra löng, en alls er Borgarfjörður 1,8 km á breidd þar sem brúin stendur. Höf brúarinnar eru 13 og er hvert þeirra 40 metrar að lengd. í hverju hafi er 4 bitar og vegur hver þeirra 65 tonn. Bitar eru H Draumsýn verður að veruleika. Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi alþingismaður og samgönguráðherra klippir á borða og vígir þar með Borgarfjarðarbrú. forsteyptir uppi á Seleyri og síðan en brúin er níu metrar á breidd og fluttir út á stöplana, sem einnig eru hefur tvöfalda akrein. steyptir og hvila á 15 m löngum timbur- Vegurinn sitt hvorum megin við staurum, sem reknir voru ofan i botn brúna liggur á grjótgarði en við enda fjarðarins. Brúargólfið er einnig steypt brúarinnar eru byggðir bogadregnir garðar hornrétt út frá vegfyllingu. Er lögun þeirra og stærð með þeim hætti að þeir leiði vatnið inn í brúaropið með sem minnstum straumköstum og jöfnustum hraða. Rennslið undir brúina verður mest um 6000 rúmmetrar á sekúndu eða svipað og í Skeiðarár- hlaupum, en á hverju stórstraumsfalli renna um 80 milljónir rúmmetra af vatni undir brúna. Mikill munur er á flóði og fjöru við Borgarfjarðarbrú eins og annars staðar í Borgarfirði, eða um 3,8 metrar á meðalstórstreymi. -SA. (a7>Dale . Carnegie námskeiðiÖ virkilega hjálpað mér? Lítum saman yfir nokkrar spurningar. ★ Óskar þú þess oft að þú hefðir betra starf? * Hefur þú nauðsynlega sjálfsstjórn til þess að geta tekið ákvarðanir? * Geturðu tjáð þig af öryggi í samræðum eða á fundum? * Finnst þér þú hafa of miklar áhyggjur? ★ Er öll sú ánægja og hamingja í lífi þínu, sem ætti að vera? ★ Vilt þú frekar hlaupa einn kilómetra heldur en „standa upp og segja nokkur orð? * Hefur þú stjórn á hlutunum þegar allt fer úr skorðnm? ★ Getur þú fengið fjölskylduna, vini og samstarlsmenn til að gera það fúslega sem þú stingur upp á? ÞÚ GETUR SJÁLFUR DÆMT um það hvernig Dale Carnegie námskeiðið getur hjálpað þér. Þú munt heyra þátttakendur segja frá þvi hvers vegna jxir tóku þátt i námskeiðinu og hver var árangurinn. Þér er boðið, ásamt vinum og kunningjum, að líta inn hjá okkur án skuldbindinga eða kostnaðar. Þetta verður fræðandi og skemmtilegt kvöld er gæti komið þér að gagni. Næsti kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. september kl. 20:30 aðSíðumúla 31. Upplýsingar í sima 82411. Kostnaður við Borgarfjarðarbrú varð hana 1975. Hún styttir leiðina til Borg- aðeins um 10—15% hærri en ráð var arness um 28 km og leiðina til fyrir gert vð upphaf framkvæmda við Norðurlands um 7 km. Um brúna liggja aðveiturör fýrír hitaveitu til Borgarness og ennfremur vatnsveitu staðaríns. -DB-myndir Sveinn Agnarsson. Reykjarfjörður fullur af sfld —sfld ekki sézt þar Í35ár Reykjarfjörður á Ströndum er fullur af sild. Virðist sem hún sé innilokuð eins og í Hvalfirði árið 1947. Hefur síldin verið þar í hálfan annað mánuð en sjómenn urðu fyrst varir við hana þá er þeir fengu hana á færi. Var þá farið að leggja síldar- net og veiddust þrjár tunnur af síld jafnan í net. Síld hafði ekki sézt íReykjarfirði í 35 ár þar til i fyrrasumar er hún rétt sást. Þá stóð hún stutt við, var veidd í tvo daga en hvarf svo. Síldin er alveg verðlaus á Ströndum. Engir athafnamenn eru þar til að kaupa síld eins og t.d. á Eskifirði. Síldin er því aðallega notuð í skepnufóður og litils háttar til matar. -KMU/Regína, Gjögri. MÁLASKÓLI 26908- Danska, enska, þýzka, franska, ítalska, spænska og íslenzka fyrír útlendinga. Talmálskenns/u annast m.a. Jeffrey Cosser (ensku) og Artor Yraola (spænsku). Innrhun daglega kl. 1—7 e.h. Kennsla hefst 21. sepL _ síðasta innrítunarvika. 26908- HALLDÓRS iQg:; 8241 1 Einkaleyfi á tslandi. DALE CARNEGIE STJÓRNUNARSKÓLINN NÁMSKEltílN Konráð Adolphsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.