Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER1981 — 217. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. LANDSLIDSMAÐUR í GOLFIFÓRST í BÍL- SLYSI í LUXEMBORG —var í bíl með fjórum öðrum f nótt, tveir slösuðust mikið en eru ekki í lífshættu Alvarlegt bílslys varð í Luxemborg í nótt, þar sem íslenzkur landsliðsmaður í golfí, Júlíus R. Júlíusson, fórst. Auk Júlíusar voru þrír aðrir íslenzkir landsliðsmenn í bílnum, Sigurjón R. Gíslason, sem brotnaði á hné en er ekki í lífshættu, og þeir Gylfi Kristinsson og Magnús Jónsson, sem báðir sluppu lítt meiddir. Bílnum ók landsliðsmaður Luxemborgar í golfi, Alex Graaz, og slasaðist hann mikið. Landsliðsmennirnir héldu til Luxemborgar í gær, þar sem fyrirhuguð var landskeppni íslands og Luxemborgar í golfi nú um helgina. Að sögn Valgeirs Sigurðssonar fréttaritara Dag- blaðsins í Luxemborg í morgun varð slysið kl. 03.25 að staðartíma í nótt eða kl. 02.25 að íslenzkum tíma. Islenzka golflandsliðið hafði komið saman á veitingastað Valgeirs, Cockpit-Inn, í gærkvöldi en fór þaðan fyrir miðnætti. Alex Graaz, sem er sonur Noberts Graaz, mikils golfáhugamanns og íslandsvinar, ók síðan með islenzku landsliðsmennina í aflmiklum sportbíl af gerðinni Ford Mustang turbo. Bíllinn var að koma frá flugvellinum í Luxemborg og var kominn í enda götunnar Boulevard Patton er slysið varð. Hann lenti fyrst á ljósastaur og síðan á vegg og gereyðilagðist. Talið er að Júlíus hafi látizt samstundis, en hann sat í far- þegasæti frammi í bílnum. Valgeir fór með íslenzkum lækni, Jóakim Ottóssyni, á sjúkrahúsið í Luxemborg í morgun. Þá var líðan Magnúsar góð og einnig Gylfa og hafði hann fengið að fara heim af sjúkrahúsinu. Talið er að Sigurjón verði að vera a.m.k. 5—6 daga á sjúkrahúsinu í Luxemborg, áður en hægt verður að flytja hann heim. Jóakim Ottósson læknir sagði í viðtali við DB í morgun, að Sigurjón væri ekki í lífshættu. Júlíus R. Júlíusson var tæplega49 ára að aldri, félagi í Golfklúbbnum Keili. -JH. Júlfus R. Júlfuuon, landsliðsmað- ur ( gölfi, lézt I alvarlegu bQslysi f Luxemborg (nðtt. Auk hans voru ( bflnum þrfr (slenzkir iandsliðs- menn ( goHi. Tveir sluppu l(tt meiddir en sé þriðji slasaðist á fótum, en ekki IHshœttulega. Landsliðsmaður I Luxemborg ók bflnum er slysið varð og slasaöist hann mikið. Lánið hefur leikið við Reykvíkinga undanfarna daga — veðurblíðan hefur verið með eindœmum, sólskin og stillur. Á meðan hefur verið vonzkuveður l öðrum landshlutum — en af því hefur þessi skóla- stúlka engar áhyggjur, hún sippar og leikur sér. DB-mynd: SÞS. Helgardagbók fylgirblaðinuí dag: sjónvarp og útvarp—frumsýning helgarinnar— íþróttir — kvikmyndahús — veitingahús— bók vikunnar—plata vikunnar—tónleikar— og margt fleira fróðlegt Fjárlagaf rumvarpið fyrir 1982: Um 40% hækkun frá frumvarpinu í fyrra Niðurstöðutölur fjárlagafrum- varps Ragnars Arnalds fyrir árið 1982 munu vera um 7500 milljónir króna, eða um 750 milljarðar gamalla króna. Þetta er rúmlega 40 prósent hækk- un frá fjárlagafrumvarpinu í fyrra. Niðurstöðutölur þess voru 533,6 milljarðar gamalla króna. í frumvarpinu nú er gert ráð fyrir nokkrum tekjuafgangi. Eins og kunnugt er hækkar frumvarpið jafn- an töluvert í meðferð þingsins, áður en hin endanlegu fjárlög eru sam- þykkt. Því er eðlilegt að bera saman frumvörpin þegar rætt er um hve mikil hækkunin er milli ára. Hækkunin frá frumvarpinu í fyrra er mjög svipuð og verðbólgan virðist munu verða á árinu 1981, þegar reiknað er frá ársbyrjun til ársloka. -HH. Framtíð framhaldsskóla íKópavogi: „Leitaþarf langtaö ámótaaftur- haldssemr „I rauninni þarf að leita j langt i sögu Kópavogs til að j finna ámóta afturhaldssemi í | skólamálum,” segir Árni Stefánsson kennari meðal annars í fróðlegri kjallaragrein um skólamál í Kópavogi fyrr og nú. „Þó minnast eldri Kópavogsbúar þess ef til vill j að þegar fyrsti áfangi Kópa- vogsskóla var I byggingu fullyrtu nokkrir skattborgarar að hún myndi aldrei mýtast barnaskólanum til fulls og einn þeirra gekk svo langt í baráttu sinni fyrir velferð byggðarlags sins að leggja til að hluti skóla- hússins yrði leigður undir bíla- verkstæði!” — sjá kjallara- grein á bls. 10 Videovæðingin í Eyjum: Kerfiðlætur sigaldreifyrr enþaðhefur gertsigað fífli — sjá baksíðu Rættvið Mjöll Snæsdóttur, fomleifafræðing: „Eftir 10-15 árverður Stóraborg kominundir sío'" — sjábls.24 Verðlagsstofnun kannarvöruverðí Fossvogs-, Bústaða-og Breið- holtshverfum: Hagkaup hagstæðasta verzlunin — sjá DB á neyt- endamarkaði ábls.4-5 París: Armensku skæruliðamir gáfustupp ímorgun — sjá erl. fréttir bls.8-9-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.