Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 8
8 Lftið fiskvinnslufyrirtæki til sölu á Suðurlandi. Fjölbreytt starfsemi. Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022 eftir kl. 12. H-870. m Pöntunarsími fyrir hárgreiðslu / Hafnarfirði og nágrenni er 54688 HÁRGREIÐSLUSTOFAN MEYJAN Reykja vikurvegi 62. — Simi54688 4 gerðir Stórar flöskur, 360 g Nýtt, gæöa- sjampó meö gódri lykt — fyrir alla Qölskylduna. Gott verö. Spurðu um ■ w r ■ ■ ■ ■ rwwwi rm FILMUR QG VELAR S.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Toyota Hlluxe árg. '80. Sé allraglmsilegastí sem vlð höfum séö tH þessa. Völundarsmíð. Nýtt ónotaö spH. fallega klmddur, ný teppt ný dekk, dráttarstuðari, loftpúöar, vehigrind, ekinn 14 þús. km. Rauður, glæsilegt lakk, spoke-felgur. Til sýnis á staönum. BILAKAMP SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 ^UWUorK.ytg NAMSFLOKKARNIR Laugalækjarskóla Mánud.: kl. 19.30- kl. 21.00- Þríðjud.: kl. 19.30- kl. 21.00- Miðvikud.: kl. 19.30- kl. 21.00- Fimmtud.: kl. 19.30- kl. 21.00- -22.50 enska I -22.20 enska ÍI •20.50 sænska III, bókfærsla -22.20 sænska II, vélritun -20.50 sænska, framhaldsskólast. -22.20 sænska, byrjendur -20.50 enska III -22.20 enska IV. IMámsflokkar Reykjavíkur. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. Erlent Erlent I Eining undirbýr framhaldsþing: HERFLOKKARI HÖFUDBORGINNI Sérstök herdeild á að berjast gegn stjómleysi og andófi gegn Sovétnkjunum Eining, samtök óháðu verkalýðs- félaganna í Póllandi, býr sig nú undir áframhald á þingi sínu þrátt fyrir harðorðar viðvaranir Sovétmanna um að hætta að skipta sér af stjórn- málum. Viðvaranirnar voru undirstrikaðar i gær með því að herflokkar fóru um götur Varsjár en hvergi annars staðar varð vart við slíkt í landinu. Herflokkar óku í gegnum Varsjá í opnum jeppum eftir að Jaruzelski forsætisráðherra hafði sagt á pólska þinginu að hann hefði fyrirskipað sérstakri herdeild að taka að sér að berjast á móti stjómleysi og andófi gegn Sovétríkjunum. Moskvustjórn hefur ásakað Einingu fyrir að snúa fyrri hluta þings síns upp í and-sovézka áróðurssamkundu. „Hersýningin” í Varsjá virðist vera þáttur í því að auka taugaálag á meðlimi Einingar. Forsætisráðherra sagði í gær að framtíð landsins hvildi mikið á því hvortEiningJéti af and-kommúniskri og and-sovézkri stefnu sinni á fram- haldsþinginu. Glemp erkibiskup hélt ræðu í gær þar sem hann bað þjóðina að vinna að friði og sameiningu. Pólska þingi heldur í dag áfram að ræða tillögur um sjálfstjórn verka- . manna, en það hefur verið eitt helzta ágreiningsefnið milli Einingar og pólskra yfirvalda. Jaruzelski sagði þinginu í gær að iðnaðarframleiðslu hefði hrakað um 13% á siðusstu 8 mánuðum, miðað viö áriö áður. Hann sagði ennfremur að pólskur efnahagur þyldi ekki að Sovétrikin drægju aðstoð sína til baka. Herða veröur á skömmtunum og nær ekkert er um kjöt á markaðnum. Hann sagði að það sem ylli þó yfir- vöidum þyngstum áhyggjum væri minnkandi kolaframleiðsla. Jaruzelsld forsætisráðherra: Herðir á tökunum Kínverjar óttast um byltingarafmælið Kínverskt blað hefur birt ásakanir á hendur Taiwan fyrir að senda njósnara — þar á meðal fyrrverandi sakamenn — til Kína í þeim tilgangi að eyðileggja hátiðahöld í sambandi við 70 ára byltingarafmæii 10. október. Blöð í Hong Kong halda því hins vegar fram að Kína muni e.t.v. notfæra sér afmælið til að koma af stað nýjum illindum i sambandi við Taiwan, sem hefur verið aðskilið frá Kina síðan kommúnistar tóku þar við völdum 1949. Kínverjar telja sig hafa sannanir fyrir því að glæpamönnum sé sleppt úr fang- elsum í Taiwan, séu síðan dulbúnir og sendir til hermdarverka í Kína. Segja þeir sig hafa handtekið slíkan út- sendara í Canton og einnig hefði fyrr- verandi smyglari frá Hong Kong játað á sig upplýsingasöfnun fyrir leyniþjón- ustuna i Tiwan. Öryggisvöröur Hvíta hússins handtekinn Einn af öryggisvörðum Hvíta húss- segja að John Bachman jr., starfs- Alríkislögreglan neitar að tjá sig ins hefur verið ákærður fyrir vopnað maður Ieyniþjónustunnar, hafi verið nánar um málið og hefur Bachman nú rán. handtekinn eftir bankarán í Maryland, verið látinn laas gegn tryggingu. Talsmenn alríkislögreglunnar, FBI, en þar um slóðir býr hann. Danir kvarta und- an Natóhermönnum >S- Herlögreglumenn Natós á eftirlitsferð I Kaupmannahöfn. Danir kvarta nú sáran yfir hegðun þeirra Nató-hermanna sem nota ieyfí sin frá heræfingum til að skoða sig um í Danmörku. Hefur jafnvel komið til tals að kalla saman borgarafund með herforingjum um málið. Hermennirnir eru ásakaðir fyrir drykkjulæti og slagsmál á almannafæri og ofbeldi gegn borgurum. Við þetta bætist að hvorki yfirvöld né herlög- regla hafa sýnt sig sérlega fús til að skipta sér af slíkum málum. Það sem hefur þó vakið mesta reiði borgara er tregða yfirvalda til að upplýsa hvernig dauða 19 ára gamallar danskrar stúlku bar að höndum eftir að hún hafði fengið far með enskum herbil. Það var þó ekki hægt að halda réttarhöldum í máli þessu leyndum en þar kom í ljós að stúlkan, Inge Nielsen, hafði dottið af bilnum og hermennirnir skiiið hana eftir deyjandi við vegarbrúnina. Inge hafði fengið far með fimm brezkum hermönnum, en þegar hún ætlaði að stökkva af herflutningabíln- um á áfangastað hrasaði hún og háls- brotnaði í fallinu. Þegar lögreglan hafði loks hendur í hári hermannanna neituðu þeir að þekkja nokkuð til stúlkunnar. Seinna játuðu þeir þó að hún hefði fengið far með þeim og dottið um leið og hún stökk af. Sögðust þeir hafa haldið að „það væri allt í lagi með hana”. Þeir óku því áfram án þess að skipta sér af hinni deyjandi stúlku. Hermenn í orlofi eru ásakaðir um að koma af stað illindum og óeirðum í Kaupmannahöfn og öðrum sjálenzkum borgum. Lögreglan er treg til að viður- kenna þessi vandræði og lætur her- lögreglunni eftir að sjá um sína. Borgarar bíða þess aftur á móti með óþreyju að Nató-æfingum í Danmörku ljúki og hlakka mikið til að losna við þessa „verndara” sína.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.