Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 10
MMBUUUÐ Útgefandi: Dagblaðifl hf. . Framkvfismdastjórí: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjónsson. Aflstoflarritstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Vaidimarsson. Skrífstofustjórí rítstjóman Jóhannea Reykdal. íþróttir: Haliur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, EDn Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Krístjón Mór Unnarsson, Sigurflur Sverrísson. Ljósmyndir Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorrí Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þróinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. Halldórs- son. DreHingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkoHunni 10. Áskríftarverfl ó mónufli kr. 85,00. Verfl i lausasölu kr. 6,00. Fé til flugstöðvar Dagblaðið hefur upplýst, að í fjár- lagafrumvarpi Ragnars Arnalds er að finna framlag til nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Þetta þýðir, að Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra hefur enn sótt sig í slagnum við Alþýðubandalagið um utanríkis- og vallarmálin. En Alþýðubandalagið hefur áfram tryggt sér neitunar- vald, í þetta sinn um, hvernig fénu, sem verja skal til flugstöðvar, verði nánar ráðstafað, þegar þar að kemur. Margir minnast þess vafalaust, að Ólafur Jóhannes- son stóð með stjómarandstöðunni í baráttu um framlög til nýrrar flugstöðvar, sem fram fór á Alþingi síðastliðið vor. í það sinn hindruðu aðrir stjórnar- sinnar, að fé yrði varið til flugstöðvar þrátt fyrir óskir æðstu stofnana Framsóknarflokksins þar um. Ólafur Jóhannesson hefur í haust tryggt sér þægilegri stöðu en hann hafði þá. En alþýðubandalagsmenn hafna sem fyrr, að nokk- urt fjármagn verði þegið frá Bandaríkjamönnum til þessa verkefnis. Nefnd frá aðilum stjórnarsamstarfsins mun ætlað að ræða nánar, hvernig fénu, sem nú á að verða tii reiðu, verði varið. Þar má búast við nýjum átökum meðal stjórnarliða. Ný flugstöð væri að mörgu leyti æskileg. Sú gamla er ófullkomin, einkum frá sjónarhól starfsfólks. Hún er einnig ótraust, miðað við eldhættu. Fyrst og fremst væri æskilegt, að hið bráðasta yrðu skarpari skil mörkuð milli flugs hersins og hins almenna farþega- flugs. Dagblaðið hefur á hinn bóginn lagt áherzlu á, að fyrirhuguð ný flugstöð hefur verið alltof stór og alltof dýr miðað við þær teikningar, sem fyrir hafa legið. Skórinn kreppir víða, ef litið er til flugmála. Fyrir þá fjármuni, sem fara mundu til byggingar risastórrar flugstöðvar, mætti bæta öryggisbúnað á flugvöllum víða um land, þar sem hann stenzt ekki lágmarks- kröfur. Allar spár um framhald Atlantshafsflugsins eru óljósar, og að minnsta kosti þarf óraunhæfa bjartsýni til að halda, að nægileg þörf verði í nánustu framtíð fyrir þá stóru flugstöð, sem teikningarnar sýna. Við ættum að kunna okkur hóf í þessum efnum. Nú stendur okkur til boða, að Bandaríkjamenn leggi fram um helming þess fjár, sem ný flugstöð kostar. Þetta boð ber að nýta. Bandaríkjamönnum ber að leggja miklu meira af mörkum en hingað til hefur verið til uppbyggingar samgöngukerfisins hér á landi. Einnig hefur verið á það bent, að herinn tæki við gömlu flugstöðvarbyggingunni, þegar ný kæmist í gagnið. Við eigum ekki að afhenda hernum slík mannvirki án endurgjalds. Alþýðubandalagsmenn hafa farið háðulegum orðum um að ný flugstöð gæti orðið til hagsbóta fyrir almannavarnir. Að sjálfsögðu væri það mikill kostur við nýja flugstöð. Niðurstöður þessara hugleiðinga eru þær, að stefna ætti að byggingu nýrrar flugstöðvar af hæfilegri stærð. Öfgunum ber að hafna. Því viðbótarfé, sem ella hefði farið til risastórrar flugstöðvar, ber að verja til endurbóta í flugmálum á örðum sviðum. Við eigum að þiggja það fé, sem til boða stendur frá Bandaríkjunum og jafnframt krefjast af Bandaríkja- mönnum framlaga til annarra verkefna í samgöngu- málum og almannavörnum. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. JÓHANNA V ÞRÁINSDÓTTIR Sorfið að ölkærum í Egyptalandi: Áfengisbann í mörgum héruðum — Snafs á almannafæri getur kostað viðkomandi 6mánaðafangelsi Sadat skálar hér við Begin, forsætisráðherra tsraels, á hóteli f Jerúsalem, en ekki fylgir sðgunni hvað glðsin innihalda. Áfengi er samkvæmt trú múham- eðstrúarmanna af hinu illa og neyzla þess því víða stranglega bönnuð. Eitt arabaríkjanna hefur þó hingað til litið málið nokkuð mildari augum, en það er Egyptaland. En síðustu vik- urnar hefur sigið mjög á ógæfuhlið- ina fyrir þeim sem þykir sopinn góður og hafa 24 stjórnarhéruð í Egyptalandi harðbannað neyzlu og sölu á áfengum drykkjarvörum. Maður einn í borginni Minja fékk aldeilis að finna fyrir þessari breyttu stefnu í áfengismálum þegar hann ætlaði að gera sér dagamun og efla skyn sitt á náttúrufegurðinni á bökkum Nílar með því að sitja þar með snafsflöskuna sína. Var maður- inn umsvifalaust kærður og snafsinn kostaði hann sex mánaða fangelsi. Þessi dómur olli miklu fjaðrafoki því Egyptaland hefur, eins og áður er sagt, verið drykkfelldum aröbum sem vin í eyðimörkinni og þess vegna laðað að sér fjölda ferðamanna, einkum frá Saudi-Arabíu. Og sjálfir voru Egyptar til í að líta fram hjá ýmsum óþægindum eins og fátækt, hækkandi verðlagi og aukinni spill- ingu vegna sopans. En nú hefur stjórnin snúið við blaðinu. í athugasemd sem stjórnar- blaðið Al-Ahram í Kairó birti um dóminn í Minja segir: „Við búum við múhameðstrú. Og þá er auðvitað sjálfsagt að hlýða Kóraninum sem m.a. bannar neyzlu á áfengi.” Nautnaseggir eiga nú að leita útrás- ar í bænum til Allah því með vaxandi áhrifum klerka láta ofstækisfullir siðapostular stöðugt meira í sér heyra og hafa sagt allri frjálshyggju stríð á hendur. Siðabótarhreyfingum eins og Múslímbræðrunum vex nú ásmegin og varar málgagn þeirra El-Dawa við því að taka upp ósiði evrópskra krossfara. Blaðið krefst allsherjar áfengisbanns og lætur sig engu skipta þótt slíkt leiði til hraðrar lækkunar á gjaldeyrisgróða landsins í sambandi við ferðamenn. Egyptaland verður að lokum að velja á milli áfengisbanns og ferðamanna. Allah getur þannig aukið mikið á vandræðin í Egyptalandi. Og ekki er hægt að horfa fram hjá því að Egyptaland er á yfirborðinu múham- eðstrúar. Sadat forsed hefur hvað eftir annað lýst sjálfum sér sem múhameðstrúar-forseta í múhameðs- trúar-ríki og lofað að halda heiðingj- um og kommúnistum frá leiðandi stöðum í landinu. Sadat skálar í ölkelduvatni Egyptaland er ekki aðeins frægt fyrir pýramída sína heldur einnig góða vínframleiðslu eins og t.d. hvít- Áfengisverzlun i Egyptalandi: Þvert ofan i fyrirmæli Ailah. vínið Cru des Ptolemées og rauðvínið Omar el-Kajam. Og forveri Sadats, Gamel Abdel-Nasser vildi gera egypzkan bjór að þjóðardrykk. — Það er aðeins á þann hátt sem við getum barizt gegn aukinni hass- neyzlu, sagði hann. En þegar 1976 tók þessi stefna að breytast er blöð veigruðu sér við því að birta áfengisauglýsingar. Vegg- spjöld sem auglýstu áfengi hurfu af götunum, útvarp og sjónvarp hættu að auglýsa slíkar vörur. Þéverandi æskulýðsmálaráðherra bannaði sölu á bjór og viskíi í íþrótta- klúbbum landsins. Áfengir drykkir voru þó enn á boðstólum á ódýrari alþýðuknæpum. Brátt var líka tekið í taumana þar með því að hækka tolla á áfengi um 3000%. Bjór hækkaði úr 10 kr. upp í rúmlega 60 kr., viskí- flaskan hækkaði um 210 kr. Jafnvel smyglaður bjór er nú seldur á okurverði, ein bjórdós kost- arámilli 25 og 30 kr. Sl. sumar mátti aðeins selja útlend- ingum áfengi allan föstumánuð múhameðstrúarmanna, Ramadan. Var fólk jafnvel krafið um passa ef það þótti tala óeðlilega góða egypzku. Enginn háttsettur embættismaður leyfir sér nú lengur að lyfta glasi opinberlega sé innihaldið sterkara en mjólk eða saft. Er Sadat forseti sat boð Ronalds Reagans Bandaríkja- forseta í Washington skálaði hann aðeins í ölkelduvatni. Einnig liggur nú fyrir frumvarp til laga á þingi um algjört bann á áfeng- isneyzlu múhameðstrúarmanna í höfuðborginni Kairó og ákveðið hefur verið að hætta áfengissölu um borð t þeim flugvélum egypzka fiug- félagsins Egypt Air sem fljúga á milli múhameðstrúarlanda. Áfengissölu verður þó haldið áfram um borð í þeim vélum félags- ins er fljúga á miili Evrópulanda og Austurlanda fjær. En aðeins með því skilyrði að leyfi flugstjórans fáist fyrir því og einnig hafa flugfreyjur rétt á að neita afgreiðslu á áfengum drykkjum. (DerSpiegel)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.