Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. I Erlent Erlent Erient Erlent REUTER Armensku hryðju- 7 m 7 _ ssr Gafust upp i morg- un án frekarí átaka — Einn maður lézt og annar særðist er þeir hertóku tyrknesku ræðismannsskrifstofumar í París ígsr í dag létu tveir armenskir hryðjuverkamenn 40 gisla lausa frá tyrknesku ræðismannsskrifstofunum í Paris og gáfust upp eftir sólarhrings umsátur. Einn öryggisvörður lézt og tyrkneski vararæðismaðurinn Kaya Inal særðist alvarlega þegar fjórir hryðjuverkamenn réðust vopnaðir inn á ræðismannsskrifstofuna á fimmtudagsmorguninn, tóku 25 manns í gíslingu og hótuðu að myrða þá alla ef tilgreindum armenskum pólitískum föngum yrði ekki sleppt úr tyrkneskum fangelsum. Vararæðismanninum og tveimur særðum hryðjuverkamönnum var leyft að yfirgefa ræðismannsskrif- stofurnar á meðan hinir héldu umsátrinu áfram. Hryðjuverkamennirnir, sem birt- ust mörgum sinnum á svölum ræðis- mannsskrifstofunnar og munduðu vopn sín, höfðu krafizt hælis í Frakklandi sem pólitískir flóttamenn en franska lögreglan neitaði öllum samningum. Fimm tyrkneskir sendiráðsstarfs- menn hafa áður verið myrtir í París og hafa tyrknesk stjórnvöld því krafizt aukinna öryggisráðstafana. Hryðjuverkamennirnir sögðust tilheyra armenska leynihernum sem berst fyrir frelsi Armeníu (ASALA). Krefst leyniherinn sjálfstæðis armensks lands í A-Tyrklandi. Hryðjuverkamennirnir hótuðu að myrða gíslana kl. 21.15 um kvöldið. Lennon áritar plötuumslagið fyrir tllvonandi morðingja sinn. / Morðinginn vill selja síðustu áritun Lennons Leyndarmál til sölu Nú liggur fyrir í v-þýzkum saka- dómi ákæra á hendur þremur mönnum fyrir að hafa selt kommúnistum í A- Evrópu upplýsingar um smíðar nýjustu árásarflugvélar Nató, en gerð hennar er enn hernaðarleyndarmál. Einn mannanna vann við fyrirtæki í Mtinchen sem hefur með smíðar þess- arar flugvélar að gera, en Þjóðverjar, ítalir og Bretar vinna sameiginlega að þeim. Útvegaði starfsmaðurinn þannig upplýsingar um gerð hreyfla og vopna- kerfi. Talsmaður fyrirtækisins viðurkennir að starfsmaðurinn hafi að vissu marki haft aðgang að skjölum varðandi framleiðsluna, en geti þó ekki vitað neitt um nákvæma gerð einstakra hluta. Áætlað er að taka vél þessa í notkun fyrir þýzka herinn næsta vor. Björgunariaun í ríkiskassa Skozku kafararnir sem björguðu gulli úr HMS Edinborg, sem sökk norðan við Murmansk 1942, eiga nú von á því að brezk skattayfirvöld gerist alldjarftæk til þeirra rúmlega 300 milljóna kr. sem falla í hlut björgunar- manna af andvirði gullsins. Hafa skattayfirvöldin sem sagt reiknað út að 90% björgunarlaunanna skuli í þeirra kassa. Við þetta bætist að aðstandend- ur þeirra er fórust með skipinu telja sig einnig eiga rétt á nokkrum skaða- bótum. Gullið, sem er alls að andvirði rúmlega 700 milljónir króna, var greiðsla Stalíns fyrir vopn frá Banda- ríkjunum í stríðsbyrjun. Kafararnir vonast þó til að eiga ein- hverja peninga afgangs til fullkomnari björgunarútbúnaðar og hugga sig við að enn er hafið fullt af skipsflökum er sokkið hafa með dýrmætan farm. IMew York: í ræðu sem Reagan Bandaríkjafor- seti hélt í gær um fjárlögin kom í ljós að það er aðallega á þremur sviðum sem spara á 16 billjónir dala: Hermálum, félagsmálum og ráðuneytisrekstri. Það sem á vantar vill forsetinn fá inn með hertu skatta- eftirliti. Undarlegt mál er í uppsiglingu í sambandi við morðið á poppstjörnunni John Lennon. Morðingi hans, Mark Chapman, sem nýlega var dæmdur í 20 ára fangelsi, vill nú bjóða upp plötuumslag það er Lennon skrifaði nafn sitt á fáeinum klukkustundum áður en Chapman skaut hann. Búizt er við að plötuumslagið seljist fyrir óheyrilega háa upphæð, en það sem kannski vekur hvað mesta furðu er að Chapman ætlar að gefa andvirðið í baráttusjóð fyrir hertu eftirliti með vopnasölu í Bandaríkjunum. Sá galli er þó á málinu að plötu- umslagið með þessari síðustu áritun Lennons er ekki lengur í fórum Chapmans. Hann týndi plötunni í látunum sem fylgdu handtöku hans. Finnandinn skilaði plötunni að vísu samstundis til lögreglunnar en vegna einhverra mistaka lét lögreglan finnandann hafa plötuna aftur en ekki Chapman. Nú krefst morðingi Lennons þess að fá plötuna aftur til að gefa andvirði umslagsins til þjóðfélagslegra umbóta. — Ég vil ekki að einhver einstaklingur græði morð fjár á þessari síðustu eiginhandaráritun Lennons, segir Mark Chapman. Málið fer sennilega fyrir rétt og hafa báðir aðilar, Chapman og finnandinn, ráðið sér lögfræðinga. Það eina sem þeir eru sammála um er að umslagið er afar verðmætt. _-KUNSEV0 á morgun (laugardag) kl. 14 /\ f Haf narf irði Hafnfirðingar! Mætíð ogstyðjið ykkar unga iið á mótí Rússunum Sand-, malar- og grúsarsala BJÖRGUN HF Sævarhöfða 13. — Sími 81833 Er stundin rann upp létu þeir sér þó nægja að skjóta varúðarskoti frá ræðismannsskrifstofunni. Tveimur klukkustundum síðar komu gíslarnir út fyrir hönd hryðjuverkamannanna með vopn hinna síðastnefndu í poka, sem þeir lögðu á miðja götuna. Vopnaðir lögreglumenn sóttu gíslana og óku þeim á brott í lög- reglubíl en gíslunum var sumum hverjum ekið á brott í sjúkrabílum. Undir lok umsátursins var mikið um að vera á nálægum götum. Tyrk- neskir andstæðingar hryðjuverka- mannanna og armenskir stuðnings- menn þeirra kepptust við um mót- mæli og höfðu jafnvel byggt sér götu- vígi. Umsátrið var af mörgum álitið próf- steinn á Mitterrand Frakldandsfor- seta: Hannlétekki undan. Motmæli koma sér vel fyrir Sovét Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzka- lands, sagði í gær að mótmæli gegn stefnu vestrænna bandamanna í sam- bandi við nifteindavopn styrktu á óbeinan hátt Sovétríkin og þeirra bandamenn. í viðtali við þýzka blaðið Bild Zeitung, var kanslarinn spurður hvað hann áliti um væntanleg fjöldamót- mæli i næsta mánuði gegn dreifingu á miðdrægum eldflaugum í V-Þýzka- landi. — Þvi miður beina þessir mót- mælendur gagnrýni sinni aðeins að stefnu þýzku stjórnarinnar og Nató, á meðan þeir loka augunum fyrir ógnvekjandi aukningu á vígbúnaði Sovétmanna alveg síðan 1970, sagði Schmidt. Hann bætti því ennfremur við að slíkar mótmælaaðgerðir stuðluðu eng- an veginn að friði í Evrópu. Þar kæmi aðeins hemaðarlegt jafnvægi að gagni. — Þvert á móti veikja þær stöðu vesturveldanna, Sovétmönnum í hag, sagði kanslarinn. Mótmælaaðgerðirnar eru áætlaðar 10. október og er búizt við að u.þ.b. 100.000 manns taki þátt í þeim, þar á meðal fjölmargir flokksbræður hins sósíaldemókratíska kanslara. DANSSK0LI Sigurftar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: Barnadansar — Samkvæmisdansar — Discodansar — Gömlu dansarnir — Rock - Tjútt - Dömubeat, o.fl. Brons-Silfur og Guilkerfi DSÍ ATH: BARNAKF.NNSLA EINNIG Á I.AUGARDÖGUM. KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Félagsheimili Víkinga v/ Hæðargarö. Þróttheimar v/Sæviðarsund. Kópavogur: Félagsheimili Kóp. v/Fannborg 2. Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 og 74651 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.