Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. 7 HLJÓÐF/ FVRIRÞII Á dagskrá bæjarstjórnar Kópavogs í dag er tillaga þess efnis að bæjarstjórn samþykki að bjóða menntamálaráðu- neytinu afnot eða kaup á hluta bæjarins í húsnæði Þinghólsskóla fyrir Menntaskólann í Kópavogi þannig að hann geti flutt starfsemi sína þangað haustið 1982. Vegna mikilla umræðna og mótmæla bæjarbúa gegn þessum fyrirætlunum verður afgreiðslu málsins frestað í bæjarstjórn um sinn. Vandanum velt yfir á grunnskólann Eins og fram kom í Dagblaðinu í gær var haldinn fjölmennur fundur um skólamálin í Kópavogi í Þinghólsskóla í fyrrakvöld. Fundarboðendur voru For- eldrafélag Þinghólsskóla, Foreldra- félag Kársnesskóla og kennarafélög beggja skólanna. Fundarboðendur töldu að ofangreind tillaga hefði, ef hún næði fram að ganga, afar neikvæð áhrif á grunnskólastarf í Kópavogi, bæði fyrir nemendur og kennara. Afsal Þinghólsskóla myndi skerða húsnæði grunnskólans um a.m.k. 2000 ferm. og leiða til aukinna þrengsla í Kársnes- skóla og margsetningar tæki hann við nemendum Þinghólsskóla og að öðrum Sigriflur Ólafsdóttir: Foreldrar viija enga skúra á skólalóðina. - Guðjón Jónsson: í dag vörpum við allri ábyrgð á nágrannasveitarfélögin og borgum siðan þá reikninga sem koma. Ólafur Jens Pétursson: Menntaskóiinn hefur ekki þróazt i fjölbrautaskóla þrátt fyrir ákvæði þar um. DB-myndir: Einar Ólason. Spi/ar hvaða lag sem er með aðeins einum fingri. eða hæfiieiki nauðsynlegur Nótnaborfl mefl 29 lyklum. Val hljófla: píanó, fantasy, violin, f lauta, gítar. ADSR-möguleiki: mefl þessum möguleika getur þú búið til þín eigin hljóð. 10 innbyggflir rhytmar: March, Walz, 4-beat, Swing, Rock 1, Rock 2, Bossa nova, Samba, Rumba og Beguine. Innbyggt lag mefl rythma: German folk song VL-ORGEL BYÐUR UPP A: Hœgt afl forrita 100 nótur í minni. Annafl: Volume, balance, tempó. Möguleiki að tengja straumbreyti vifl, einnig hátalara. Tölva með 8 stafa borfli, +----r X V~ % og minni + —. H. 30 mm L. 300 mm, B. 75 mm, þyngd 438 g með rafhlöðum Eins árs ábyrgfl og viðgerðarþjónusta. Góflur leiðarvísir á íslenzku fylgir. VERÐ ADEHMS 895 Opið iaugardaga —umboðið — Bankastræti 8 — Sími 27510 — Vantar umboðsmenn um land allt. Fjörugar skólaumræður í Kópavogi: EIGISKAL SEUA kosti yrði að flytja nemendur bæjar- hlutaámilli. Að leysa húsnæðisvanda Mennta- skólans á þennan hátt þýddi í raun að vandanum væri velt yfir á grunnskól- ann. Bent er á að 100 börn hafi fæðzt í vesturbæ Kópavogs á siðasta ári og álíka mörg árið áður. Þetta gæti þýtt að um 1000 börn yrðu í grunnskóla í vesturbænum eftir áratug og þann fjölda rúmaði Kársnesskóli alls ekki. í dag eru um 700 börn í grunnskóla í vesturbæ Kópavogs. Mótmælum kröftuglega Á fundinum í fyrrakvöld voru þrír frummælendur, Sigríður Ólafsdóttir formaður Foreldafélags Kársnesskóla Guðjón Jónsson formaður Foreldra- félags Þinghólsskóla og Ólafur Jens Pétursson skólanefndarmaður í Kópa- vogi. Sigríður Ólafsdóttir sagði í ræðu sinni að 465 börn væru nú í Kársnes- skóla. Ef bætt yrði við þann fjölda þyrfti þrísetningu í skólann sem þýddi að hluti barnanna yrðu fram að kvöld- mat í skólanum. Það væri óhæfa. Þá vildu foreldrar „enga skúra” á skóla- lóðina sem kennslustofur. Alltaf væri álitamál að breyta skóla- hverfum, þ.e. að hluti barna úr vestur- bæ sæktu skóla í austurbæ. Þá yrðu þau að farp.yfir gjána, sem skilur að bæjarhlutan. , þar sem væru aðalum- ferðaræðar bæjarins. Slíkt byði heim slysahættu. Allir vildu skólaleiðina sem tryggasta. „Mótmæla verður kröftug- lega svo ekki verði af slíkum breyt- ingum”, sagði Sigríður. Jarðarförin byrjuð Guðjón Jónsson sagði að þegar væri byrjað að jarðsyngja Þinghólsskóla af embættismönnum bæjarins og gengi Ásgeir Jóhannesson formaður skóla- nefndar fremstur í flokki niðurskurðar- manna. Skólinn hefði vegna þessa verið sveltur af tækjafé og hefðu niður- lagningarhugmyndirnar haft lamandi áhrif áskólastarfið. Guðjón sagði að ekki yrði hægt að þróa fjölbrautaskóla í húsnæði Þing- hólsskóla. Fjölbrautaskóli þyrfti mun stærra húsnæði og stækkunarmögu- Ieikar Þinghólsskóla væru litlir vegna lítillar lóðar. Guðjón gagnrýndi Ingólf A. Þorkelsson skólameistara Mennta- skólans í Kópavogi fyrir að halda skóla sínum sem menntaskóla með gamla laginu í stað þess að þróa fjölbrauta- skóla. Til væri húsnæði fyrir þá nemendur skólans sem veldu náms- brautir sem væru skólameistara þóknanlegar. Guðjón minnti á bréf Vil- hjálms Hjálmarssonar fv. menntamála- ráðherra frá árinu 1976 þar sem hann minnti skólameistara á að MK væri fjölbrautaskóli. Ekki væri minni ástæða til þess að minna skólameistara á þetta nú. ,,í dag vörpum við allri ábyrgð yfir á nágrannasveitarfélögin og borgum síðan þá reikninga, sem koma,” sagði Guðjón. Þriðji frummæmlandinn, Ólafur Jens Pétursson skólanefndarmaður, gagnrýndi einnig harðlega að Mennta- skólinn í Kópavogi hefði ekki þróazt í fjölbrautaskóla. Áætlað hefði verið að byggja yfir menntaskólann á mið- bæjarsvæðinu en aldrei hefði orðið af þvi. Það hefði orðið of dýrt og aldrei hefði verið ætlað fé til þeirra fram- kvæmda. Enn stæði auð lóð við Auð- brekku fyrir verknámsþátt fjölbrauta- skóla. Nýbygging æskilegri Að loknum framsöguræðum hófust umræður sem urðu á köflum hinar fjörugustu. Vegna fjölda ræðumanna var ræðutími takmarkaður við fimm mínútur og gekk ýmsum erfiðlega að hald sér við þau mörk, einkum Ingólfi Þorkelssyni skólameistara MK. Taldi hann enda að sér og sínum skóla vegið. Hann sagðist fylgjandi fjölbrauta- kerfinu en það yrði að sníða það eftir hverjum stað. Skólameistari sagði að ekki væri deilt um tvær skólastefnur og það væri ekki óskalausn menntaskól- ans að fá Þinghólsskólann. Mikið æskilegra væri að fá nýbyggingu. Hann benti á það að upphafleg tillaga um það að MK fengi Þinghólsskólann væri ekki frá menntaskólamönnum komin heldur hefði Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins fyrst viðrað hana í Alþýðublaði Kópavogs árið 1978. „Það er móðgun við menntaskólanemendur hér ef ekki verður bætt úr húsnæðisvandræðun- um,” sagði skólameistari. Skorað á yf irvöld að leysa vanda MK Andrés Pétursson menntaskólanemi bar fram tillögu þar sem fundurinn skoraði á bæjarstjórn Kópavogs og menntamálaráðuneytið að leysa húsnæðisvandræði menntaskólans svo hann gæti vaxið i fjölbrautaskóla og var sú tillaga samþykkt samhljóða á fundinum. Fjölmargir aðrir tóku til máls og að lokum samþykkti fundurinn mótmæli við afhendingu Þinghólsskóla. Jafn- framt var skorað á bæjarstjórn Kópa- vogs að hlutast til um að koma fjöl- brautaskóla á laggirnar og byggja yfir hann. .jh.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.