Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 24
Eyjamenn stórtækir ívideovæðingu: Ætla að ieggja kapal um allan kaupstaðinn —geta þá valið úr 10 sjönvarpsdagskrám og eiga möguleika á móttöku gervihnattasendinga með tilkomu aukabúnaðar Fullvíst má telja að innan skamms verði Vestmannaeyingar komnir með 10 rása kapalsjónvarp. Fyrir nokkru var gengið frá kapallagningu í svonefnt Dverghamarshverfi og nú er fyrirhugað að videovæða allan kaupstaðinn. Hafa Eyjamenn tekið óumdeilanlega forystu í þessum málum hér á landi. „Ég hef kannað undirtektir fólks i bænum um nokkurn tíma og ef fer sem horfir tel ég yfirgnæfandi líkur á að sjónvarpskapall verði lagður um alla byggðina,” sagði Guðmundur Þ.B. Ólafsson, bæjarráðsmaður, við DB. „Borgarafundur verður haldinn nk. þriðjudag og ég vonast fastlega eftir að hugmyndir mínar og annarra þeirra sem beitt hafa sér fyrir þessum framkvæmdum verði samþykktar.” Það sém um ræðir er að skipta byggðinni í Eyjum niður í 10 hverfi. Myndi hver hluti starfa sjálfstætt undir umsjón þriggja manna nefnd- ar. öll kerfin væru síðan samtengd þannig að íbúarnir gætu náð öllum dagskránum. Þegar liggja fyrir teikningar og kostnaðaráætlun. Taldi Guðmundur að hámarks- kostnaður yrði um 2000 krónur pr. einbýlishús en mun minni fyrir blokkaríbúðir. Auk möguleika á snælduefni opnast möguleiki fyrir FM-sendingar á útvarpi og einnig þarf ekki mikið til að ná sendingum frá t.d. gervihnetti BBC, sem sendur verður á loft á næsta ári. Þurfa Eyja- menn þá aðeins að festa kaup á sterkum móttakara. ,,Ég tel að þessi aðferð — að láta fbúana sjá um framkvæmdir í sínu hverfi — komi mun sterkar út en að Iáta t.d. bæjarfélagið vera að vasast í þessu. Þá yrði eilífur slagur um hvar ætti að hefja framkvæmdir, en með þssu er það algerlega undir íbúunum komið hvenær þeir fá kapalsjón- arpið,” sagði Guðmundur. „Hugmyndin um staðbundið sjónvarp er gömul hér í Eyjum, kom líklega fyrst upp fyrir einum 15—16 árum, en hún féll um reglugerðir um sjónvarpsrekstur. Það er kominn tími til að breyta þessum úreltu lögum um útvarps- og sjónvarps- rekstur, en það er nú eins og það er, kerfið gefur sig aldrei fyrr en búið er að hafa það að fífli. Sjónvarpið stendur uppi varnarlaust fyrir kapal- sjónvarpsmöguleikum.” -SSv. * }■ W j • ■ Þeir Magnús Úlafsson, til vinstri, og Siguröur Eyjólfsson voru í óða önn að flá dilka, þegar Dagblaðsmenn litu inn l sláturhúsi Kaupfélags lsfirðinga I gœr. Fyrir aftan þá er Bjöm Jónsson. DB-mynd: Sigurður Þorri. MANNEKLA VIÐ SLÁTRUN Á ÍSAFIRDI Slátrun er nú hafin eða að hefjast viðast hvar um landið. Féð hefur verið rekið af fjalli og réttað. í sláturhúsi kaupfélagsins á fsafirði, þar sem myndin var tekin, hófst slátrun sl. þriðjudag. Þar verður unnið sleitu- laust fram undir lok október enda er þess vænzt að yfir tíu þúsund fjár verði slátrað þar. í ísafirði er slátrað fé af öllum bæjum við Djúp og einnig fé úr Súgandafirði. Djúpbáturinn Fagranes sér um að flytja fé frá þeim stöðum sem flutningum af landi verður ekki við komið. Mikil mannekla er í sláturhúsinu á ísafirði. Þar vantar tilfinnanlega fleira fólk í vinnu. Þar starfa nú í kringum 25 manns en þyrftu helzt að vera yfir þrjátíu. Mjög erfitt er að fá fólk frá ísafirði í slátrunina, þar hafa flestir yfirdrifið nóg að gera. Hafa skóla- krakkar í bænum því hjálpað til og fólk úr sveitunum við Djúpið. -KMU. Dýrt að verzla í f ríhöf ninni á Kef lavíkurf lugvelli: HÆGT AÐ GERA MUN BETRI KAUP í ÖÐRUM FRÍHÖFNUM ,,Ég kann engar skýringar á þessu, því áður fyrr var fríhöfnin í Keflavík ein sú alódýrasta,” sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, um niðurstöður könnunar sem skrifstofa Flugleiða í Frankfurt gerði 20. september á verðlagi í fjórum fríhöfnum í Evrópu. Borið var saman verð í Keflavík, Amsterdam, Kaupmannahöfn og Luxemborg og á áfengi, tóbaki, myndavélum, sjónaukum og útvörp- um. í ljós kom að nær allt áfengi var dýrast í Keflavík, tóbak var á svipuðu verði þar og annars staðar en hægt var að gera góð kaup í sjónaukum í Keflavik. Myndavélar voru heldur dýrari í Keflavík en Amsterdam, og sömuleiðis útvörp, en fríhafnirnar f Luxemborg; og Kaupmannahöfn voru ekki með útvörp, myndavélar eða sjónauka til sölu. -SA. Níu árekstr- ar á ellef u minútum Hvorki meira né minna en níu árekstrar urðu á ellefu minútum snemma í morgun á höfuðborgar- svæðinu. Engin slys yurðu á fólki en mikið eignatjón. Ekki kunni lögreglan nokkra skýringu á þessum ósköpum, engin hálka né slæmt veður. Kannski menn séu syfjaðari er hausta tekur. __________________-ELA. Eldur f geymslu Kassa- gerðarinnar Slökkviliðinu var tilkynnt um eld i Kassagerðinni við Kleppsveg um tvö- leytið i gærdag. Reyndist þar hafa komið upp eldur í geymslu í kjallara en þar voru spænir geymdir. Eldurinn var ekki mikill en töluverður reykur. Skemmdir urðu ekki teljandi. Slökkvi- lið hvarf af vettvangi eftir að hafa slökkt eldinn en kallað var á það aftur um fjögurleytið. Hafði þá glóð mynd- azt í spónunum aftur. Var höfð vakt á meðan spónageymslan var hreinsuð. Aftur var kallað á slökkviliðið um fimmleytið í nótt og þá á sporphaug- ana. Var þar logandi i spónadrasli. Ekki vissi slökkviliðið hvort héi hefði verið um sömu spænina að ræða en það þó talið trúlegt. -ELA. ÉJÍ sz: fl VIN|NIN(jURJ í VIKU HVERRI Ö Askrifendur DB athugið Einn ykkar er svo Ijónheppinn að fá að svara spurningunum I leiknum „DB-vinningur i viku hverri”. Við auglýsum eftir honum á smáauglýsingaslðum blaðsins í dag. Vinningur I þessari viku er Crown-sett frá Radíóbúðinni, Skipholti 19 Reykjavlk. Fylgizt vel með, áskrifendur, fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu Crown-setti rlkari c ískalt Seven up p hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.