Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. 24 Rætt við Mjöll Snæsdóttur, fomleifaf ræðing: „Eftir 10—15 ár verður Lilja K Mólier Stóraborg komin undir sjó” — þar hafa fundizt yfir2300 hlutir í uppgreftri Þessi nál fannst i fyrra & Stóru- bortj og ar talin vera fró þeim tíma, sem Anna var uppi. Endinn á nálinni er undinn upp i spíral og er nálin úr messing. Flestir íslendingar kannast við hina einstæðu ástarsögu önn-.! og H jalta á Stóruborg undir Eyjafjöllum. Þegar Anna, þessi sjálfstæða og þrjózka kona, braut í bága við allar „siöa- reglur” síns tíma og valdi sér sjálf sinn mann, gerði hún Stóruborg sögufræga og ógleymanlega. Anna, 30 ára, var búin að hrygg- brjóta margan biðilinn sem Páil sýslumaður og bróðir hennar hafði sigað á hana. Þess í stað tók hún að sér unglingsstrák sem var smali á bænum. Upp frá þvi hófst ein skemmtilegasta ástarsaga okkar ís- lendinga. En þó var Önnu og Hjalta lítið skemmt þaðan í frá. í fjölda- mörg ár var Hjalti svo ofsóttur af bróður Önnu að hann varð að hafast við í helli einum undir Eyjafjöllum. Bróðirinn þoldi ekki þessa „smán” á ættina og hótaði að drepa Hjalta og reyndi mikið til þess að finnahann. Á þessum tíma áttu þau Anna og Hjalti átta „lausaleiksbörn”, því ekki fengu þau leyfi til að giftast. Anna mátti ekki taka niður fyrir sig! Sagan um önnu og Hjalta gerðist á 16. öld, um og eftir siðaskiptin. Þetta voru vissulega skringilegir tímar, þegar staða konunnar var varla meira metin en beljunnar i fjósinu. Karlarn- ir sem réðu yfir öllu lifandi og dauðu, ráðstöfuðu lífi kvennanna eins og á sönnum þrælamarkaði. Dætur og systur höfðu ekkert um það að segja avaða aulum og ræflum þær voru gefnar eða hvernig þeir fóru með þær. í flestum tilfellum var um kaup og sölu að ræða og , .ættgöfgi’ ’. Þegar Anna tók sér smaladreng- inn. varð hún að hálfgerðri gyðju í augjm alþýðunnar. Hún hafði stigið niði.r úr hæðum auðs og vegsemdar og gefið ættardrambinu á kjaftinn. Hún lifði eftir sínum eigin tilfinn- ingum. Fyrirlitning sú, sem hún sýndi lögunum, féll í góðan jarðveg hjá alþýðunni. Og hún hafði gefið Eyja- fjöllum merkilega og einstæða sögu. Undanfarin fjögur ár hafa forn- leifafræðingar staðið að uppgrefti á Stóruborg að bdðni Þjóðminja- safnsins. Þar fremst í flokki er Mjöll Snæsdóttir. Hún lærði fornleifa- fræði og þjóðháttafræði i Svíþjóð og tók þaðan B.A. próf árið 1976. Ásamt því að stunda uppgröft á Stóruborg á sumrin, vinnur Mjöll sem safnstjóri við Árbæjarsafn. í viðtali við DB sagði Mjöll að upp- gröfturinn stæði að vísu ekki í beinu sambandi við sögufrægð önnu og Hjalta. þó eflaust kæmu þau við sögu Stóruborgar. í kappi við tímann „Stóraborg er byggð á hól sem nú er kominn í hættu vegna þess að sjór- inn er farinn að ganga of nærri honum,” útskýrði Mjöll. „Til beggja hliða eru svo tvær ár sem einnig eru hættulegar hólnum. Bæjarhúsin þar eru smám saman að tortímast. Þess- vegna erum við í óða önn að reyna að grafa upp allt það sem við getum fundið, áður en náttúruöflin taka öll völdin. Við gröfum þá upp rústirnar, ljósmyndum þær og gerum teikning- ar af þeim, áður en það verður of seint. Eftir svo sem 10 til 15 ár verður þessi hóll ekki lengur til. Brimið brýtur oft mold úr hólnum og tekur til sín hluti sem stundum finnast þá i fjörunni. í sumar vorum við fimm saman við uppgröftinn, en þetta er seinlegt verk. Þarna hafa kannski verið 4—5 rústir hver ofan á annarri. Þetta var gott bæjarstæði og byggðu þá menn gjarnan nýbyggingar ofan á þeim gömlu. Við höfum séð á annan tug bygginga á þessu svæði, en þar er ekki allt sagt, því mikið verk er eftir. Nú erum við búin að grafa okkur í gegnum býlið hennar önnu og í sumar vorum við með bæjarrústir frá því um 1500 til 1600. í hólnum eru þó leifar af miklu eldri bæjarhúsum. Þarna hafa fundizt geysilega marg- ir hlutir, miðað við það sem yfirleitt finnst á einum ákveðnum stað hér á landi. Þessir hlutir hafa líka varðveizt sérstaklega vel, því jarðvegurinn þarna er leirkenndur og mjög þéttur. Ég tel það vera helztu ástæðuna fyrir því hve margir hlutir hafa fundizt barna Yfirleitt geymist tré og leður heldm illa i gegnum aldirnar, en á Stóruborg hefur fundizt mikið af "Áua: gupum. Sumir lausahlutirri: 'em þar finnast eru geymdir á byggða safninti í Skógum og aðrir á Þjóð- minjasaininu. Ætlunin er þó að allt fari aftur til byggðasafnsins. Hér á myndinni er lýsislampi úr steini fré þvi um 15 hundrufl og súrkél. Fornloifafrœðingar geta sjaldan verifl mjög nákvssmir é ár- talið. Þá fer það oftast eftir þvi hvar og mefl hvaða gripum hlutirnir finnasL.Stundum er hægt afl finna aldur eftir öðrum sarrt- bærilegum hlutum sem búifl er að staðfesta frá hvafla tíma em. En þó er þafl oftast út í hött að full- yrða nákvæmlega hve gamlir hlutirnir em. V__ Þennan hnapp úr tini fundu þau einnig í fyrra, eins og reyndar alla þá gripi sem hér em birtar myndir af. Hnappurinn er fré því um 1550 til 1650 og gæti því vel verifl frá önnu tímabili. Hringinn i kring- um hnappinn er einhver áletrun sem fornleifafræðingarnir hafa ekki enn áttað sig á. En helzt sýnist biaflamanni lítill hakakross skreyta hnappinn afl neflan til vinstri. Þarna var einnig lítil kirkja sem var lögð niöur um 1700. Við fundum leifar 66 manna þegar við grófum upp kirkjugarðinn, en þó tel ég að á annað hundrað manns hafi legið þarna. Sjórinn gekk yfir kirkju- garðinn og hefur flysjað mikið ofan af honum og er því töluvert horfið.” — Hafið þið ekkert leitað í hellin- um hans Hjalta? Hann bjó þar í mörg ár og er sagður hafa verið mikill útskurðarsnillingur. „Nei,” sagði Mjöll. „Við höfum ekkert leitað þar. Fyrst verðum við að bjarga því sem bjargað verður á Stóruborg. Við vinnum í kappi við tímann.” -LKM. „Vifl fundum 949 hluti í ár, 860 i fyrra og yfir 500 árifl þar áflur. Einnig hafa sumir gripir frá Stómborg skolazt upp í fjömna þar i kring og em flestir þeir geymdir i byggflasafninu á Skógum. Fornleifafræðin er sibreytilegt og lær- dómsríkt starf. Ég hef hlotið mikla reynslu vifl uppgröftinn á Stómborg," segir Mjöll Snæsdóttir fornleifa- fræðingur. Kannski Hjaltí hafi hlaupifl um sveitina á þessum skó. Skórinn er frá þvi um 1500 og gæti þvi hafa prýtt fætuma hans Hjalta. Hann er innfluttur og er gerflur úr sútuflu leflri. Hann fannst í húsi sem gæti verið eldaskáli. Hópurinn á Stómborg fann fyrst rústir frá þvi um 1800 og undir þeim vom svo önnur hús frá 16. og 17. öldinni og þar undir enn önnur. Hér á myndinni er handfang úr tré. Þafl gæti veriö af blöndukönnu eða trafakef li efla jaf nvel einhverju öflm. Ágizkunin getur oft verifl erfifl. Svona litu greiflumar út á sautjándu öld. Þá var sérstakur harflur víflur oft fluttur inn til afl búa til greiflur úr. Greiflan hefur þó verifl' öllu lengri, því hún hefur lengi verifl brotin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.