Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. /"'■... Kjallarinn FRAMTK) FRAMHALOS- SKÓLA í KÓPAVOGI Ámi Stefánsson gekk svo langt í baráttu sinni, fyrir velferð byggðarlags síns, að leggja til að hluti skólahússins væri leigður undir bílaverkstæði! — Tillagan var felld. Stofna ber samræmdan framhaldsskóla Eins og áður segir er framhalds- námi nú svo háttað hér í Kópavogi að fjórar 2ja ára brautir starfa í Víg- hólaskóla, fornámsdeild iðnskóla í Pinghólsskóla og almennt bóknám með hefðbundnum hætti í MK. Þar sem svo virðist sem ekki sé að vænta frumkvæðis af hálfu MK um skipu- lagningu samræmds fjölbrautanáms hlýtur það að vera skylda bæjar- stjórnar að beita sér fyrir stofnun fjölbrautaskóla og leita heimildar rikisvaldsins þar um. Tillaga þess efnis hefur einmitt komið fram í skólanefnd (grunnskólans) nú fyrir skí'umiu. 'I ' ætti ekfi að vera þörf á að fæi-:*i-''.-y rók fyrir stofnun slíks skolu, aðeins minnt á að fjölbrauta- skólar eru arftakar fyrrum aðskildra skóla, verknáms og bóknáms, sem ekki hentar lengur vaxandi tækni- þjóðfélagi. Byggjum yfir framhaldsskólann Bæjarfélag okkar hefur verið í örri uppbyggingu um árabil. íbúafjöldi er nú tæp 14 þús. og á e.t.v. eftir að tvö- faldast á næstu 2—3 áratugum, þar sem land Kópavogs hentar einmitt mjög vel til byggðar þegar litið er á Stór-Reykjavíkursvæðið sem heild. Kópavogur er óneitanlega hluti af þeirri heild og byggðarlögum Stór- Reykjavíkursvæðisins ber að þróa hinar kostnaðarmeiri verknáms- brautir hvert á sínu sviði auk hinna almennu deilda. Hlutdeild Kópavogs í þessari byggðaþróun hlýtur þó að verða það veigamikil að engin önnur leið kemur til greina en bygging sér- staks skólahúss yfir framhaldsskól- ann í hæfilegum áföngum þar sem skólinn fengi að dafna eftir kröfum tímans. Þvi þarf að ætla honum lóð allvérulega umfram þær þarfir sem mönnum eru augljósar í dag. Hvað kostnaði viðkemur skal minnt á að skipting stofnkostnaðar grunnskóla milli rikis og sveitarfélaga er nú jöfn. Hugmyndir, sem komið hafa fram á Alþingi um skiptingu stofnkostnaðar framhaldsskóla, gera ráð fyrir 60—70% hlutdeild ríkisins. Vissulega er það rétt hjá úrtölumönn- um „byggingarleiðarinnar” að það þarf fjármagn til að mennta þjóð — Það fylgir því óneitanlega nokkur áhætta að ganga uppréttur — en er önnur aðferð heppilegri til lengdar? Það verður svo eitt fyrsta verkefni skólastjórnar hins nýja iraiiiMamó: skóla í Kópavogi að leita lausnar á timabundnum húsnæðisskorti skólans í samráði við'bæjaryfirvöld og skólastjórnarmenn. Þeim vanda ber Vighóla-, Kópavogs- og Þing- hólsskóla að jafna á sig. Aðrir grunn- skólar (og þá sérstaklega Kársnes- skóli) kunna einnig að þurfa að taka við auknum nemendafjölda um sinn. Beri forráðamenn bæjarfélagsins gæfu til að fara þessa leið í skóla- málum okkar munu þeir tímar koma að við minnumst þeirra manna sem nú vilja selja húsnæðið ofan af grunnskólabörnunum með sama hætti og þeirra er eitt sinn vildu leigja barnaskólann forðum undir bílaverkstæði — með góðlátlegu umburðarlyndi. Árni Stefánsson kennari Undanfarnar vikur og mánuði hefur allmikil umræða staðið um skipan skólamála í Kópavogi. Almenn umfjöllun um þau mál hafði þá legið niðri um skeið. Á frumbýlisárunum þurftu Kópa- vogsbúar að senda börn sín, þegar að loknu skyldunámi, til framhaldsnáms í önnur byggðarlög og þá að sjálf- sögðu fyrst og fremst til Reykiavíkur. { lok sjötta áratugarins tók svo Gagn- fræðaskóli Kópavogs til starfa og gátu þá nemendur lokið almennu gagnfræðaprófi eða landsprófi í heimabæ sínum. íbúar hins unga sveitarfélags voru flestir hverjir efna- litlir mennsem sóttu vinnu sína til ná- grannabyggðanna. Tekjustofnar sveitarfélagsins voru því rýrir og hrukku skammt til frumþarfa þess, lagningar gatna, rafmagns- og vatns- lagna og síðar holræsa. Samt fór meginhluti allra tekna sveitarfélags- ins til verklegra framkvæmda því stjórnunar- og þjónustukostnaður sveitarfélagsins var á þessum árum sáralítill. íbúum Kópavogs fjölgaði ört, svo ört að sum árin fjölgaði nemendum á skólaskyldualdri álíka að höfðatölu og í höfuðborginni sjálfri. Kópavogs- bær hafði því ekki nándar nærri undan að byggja skólahúsnæði yfir skyldunámið og framhaldsskóli að gagnfræðanámi loknu var enn fjarlægur draumur. Skóli í Kópavogi hefur því alla tíð búið við þröngan kost, tví og þrísetn- ing í skólastofur verið meginregla og leikfimi- og sundkennsla lengst af langt undir mörkum fræðslulaga. Stundatöflur nemenda og kennara hafa því verið afar óhagstæðar öllu eðlilegu skólastarfi, sundurslitnar og ofhlaðnar. Þ.ið er ekki fyrr en nú á síðustu 2—3 árum að . okkuð hefur rýmkast um skólastarfiö og bjartsýn- ustu skólamenn eru famir að gera sér von um betri daga. Sem dæmi um þessa rýmkun má nefna að einsett er' nú í nokkrar kennslustofur í skólum vesturbæjar. Menntaskóli í Kópavogi Upp úr 1970 fara menn svo að huga að framhaldsnámi í Kópavogi og þar sem verknámsskólar höfuð- borgarinnar fullnægðu þörfum Stór- Reykjavíkursvæðisins og rúmlega það, var stefnt að framhaldsnámi á bóknámssviði. Haustið 1973 tekur svo Menntaskóli Kópavogs til starfa og þrátt fyrir húsnæðisþrengsli skyldunámsstigsins fékk menntaskól- inn inni í nýrri álmu við Kópavogs- skóla. Sýnir það glöggt hug bæjar- yfirvalda og skólamanna til fram- haldsskólans að ekki skuli hafa verið beðið eftir að ríkisvaldið byggði yfir menntaskólann (en menntaskólar eru alfarið kostaðir af ríkisfé). Hér var um bráðabirgðalausn að ræða. Stefnt var að því að reisa varanlega og veglega byggingu yfir menntaskólann hið fyrsta. 1975 úthlutar svo bæjarstjórn MK lóð á miðbæjarsvæðinu og ári síðar sam- pyiikir HÍC-""í2?1álaráðherra bygg- inguna fyrir hönd ríkisvaldsins. Það hafði aldrei verið ætlunin að skólinn yrði eingöngu menntaskóli („latínuskóli”), heldur yrði hann fjölbrautaskóli þar sem verknáms- svið skipaði vaxandi sess með tíð og tíma. Því kom fljótlega fram sú skoðun að skólanum væri ekki ætlað nægilegt vaxtarrými á miðbæjar- svæðinu, studd það veigamiklum rökum að horfið var frá byggingu skólans þar. — Síðan hafa byggingarmál skólans verið í sjálf- heldu og skólinn hírist enn undir þaki grunnskólans og þrengir kost hans. Vikist undan forystuhlutverki Eins og áður segir var MK ætlað að þróast í fjölbrautaskóla og samþykkt hans upphaflega háð því skilyrði af hálfu ríkisvaldsins. En hvernig hefur MK rækt það hlutverk sitt? — Því miður verður að viður- kennast að forráðamenn skólans hafa algjörlega vikist undan forystu- hlutverki sínu í þeim efnum og MK starfar enn með hefðbundnu sniði slíkra skóla. Vissulega hefur skólinn búið við húsnæðisþrengsli en það hafa bara flestir skólar á íslandi orðið að þola meira eða minna á ferli sínum og því eru forráðamönnum MK þau rök ekki haldbærari en öðrum. Þetta gerist á sama tíma og fjölbrautaskólar spretta upp í nálægum byggðarlögum, R-vík, Garðabæ, Hafnarfirði, Keflavík og víðar um landið. Það hefur hins vegar komið í hlut brottviknu eða jafnvel byggja við skólana, þ.e.a.s einhvern tíma í fram- tíðinni. Nýlega hefur komið fram ein slík tillaga sem væntanlega kemur fyrir bæjarstjórn nú á næstunni. Þar er lagt til að Þinghólsskóli verði seldur rikinu undir menntaskólann. Skrif- legur rökstuðningur fylgir ekki tillög- unni en engu að síður eru hugmynd- irnar að þessari leið til lausnar húsnæðisvanda MK- orðnar gamal- kunnar. Þar er m.a. byggt á þeirri kenningu að allir grunnskólar í Kópavogi skuli verða heildstæðir (þ.e. 1.—9. 0 „Við áætlun íbúafjölda vesturbæjar láðist reiknimeisturum til dæmis að reikna með heilu hverfi sem reist verður norðan Kársnesbrautar og í verður að minnsta kosti 100 íbúðir.” Vaxtarþörf skóla vanmetin Tillögur skólasölumanna endur- spegla einnig afar takmarkaðan skilning á vaxtarþörf skóla sem grunnskólalögunum er ætlað að stuðla að. Skólar þróast nefnilega í tímans rás sem og aðrar stofnanir. Þannig má benda á að fyrir nokkrum árum voru engin sjálfstæð bókasöfn í skólum Kópavogs, aðeins nokkrar handbækur kennara og örfáir bóka- titlar ætlaðir nemendum. Nú eru þar starfrækt sérstök skólabóka- söfn samkvæmt Iögum og taka að jafnaði upp húsnæði þai sei : aður fór fram almenn i<ennsla Ueggja til fjögurra bekkjardeilda, þ. :. 1—2 skólastofur í hverjum skóla. Fyrir- sjáanlegar eru einnig breytingar sem kalla á enn meira húsnæði — fram- farir á sviði tungumálakennslu og tölvuvæðing kalla á sérkennslu- stofur, bæta þarf verulega búnað eðlis- og efnafræðistofa en ekki taka þær undir almenna kennslu eins og gera þyrfti a.m.k. í vesturbæ, væri farið aö tillögum skólasölumanna. Skólamálin i Kópavogi hafa veríð i brennidepli að undanfðrnu vegna hugmynda um að bjóða menntamálaráðuneytinu afnot eða kaup á hluta Kópavogsbæjar i Þinghólsskóla. Á fjölmennum fundi um skólamálin sl. mióvikudag var harólega mótmælt afhendingu Þinghólsskóla undir Menntaskóla Kópavogs. Þessi í stað var skorað á yfirvöld að hefjast handa um byggingu fjölbrautaskóla í Kópavogi. Myndin er tekin á skólamálafundinum. Sigriður Ólafsdóttir formaður Foreldrafélags Kársnesskóla er i ræðustóli. DB-mynd Einar Ólason. annars skóla í Kópavogi, Víghóla- skóla, að koma á fót námsbrautum á framhaldsskólastigi, ekki síst vegna áhuga og skilnings ráðamanna þar. Þar starfa nú fjórar námsbrautir, á uppeldis-, heilsugæslu-, verslunar- og íþróttasviði. Full ástæða er til að ætla að hefði MK einbeitt sér að upp- byggingu fjölbrautakerfis (með áfanga- og einingakerfi) væru hús- næðismál hans betur á vegi stödd nú en raun ber vitni. Praktískir menn á ferð Á fyrstu árum MK hefði sá maður vart verið finnanlegur í bænum sem ekki taldi einsýnt að byggja þyrfti yfir skólann hið allra fyrsta. Raddir um annað heyrðust ekki enda hefðu þær fljótlega verið kveðnar í kútinn. Hin síðari ár hafa hins vegar komið fram á sjónarsviðið hér í bæ menn sem vissulega eru ekki haldnir neinni ofdirfsku í skólamálum. Menn þessir hafa bein áhrif í fræðslumálum og sumir hverjir einnig á öðrum vett- vangi bæjarmálanna. Hér eru praktískir menn á ferð er leita billegra lausna sem hæfa mætavel lífsviðhorfum þeirra og markmiðum. Kjarninn í hugmyndum þeirra er einfaldlega sá að einn eða fleiri grunnskólar verði ruddir og fengnir menntaskólanum til varanlegra afnota, lausar kennslustofur („útihús”) skal síðan flytja að þeim skólum sem taka eiga við hinum bekkur) í framtíðinni. Hér skal ekki farið út í rökræður um kosti og galla heildstæðra grunnskóla en minnt á þá skynsamlegu stefnu sem Kópa- vogsbær tók með samþykkt „Heildaráætlunar fyrir grunnskóla Kópavogs” 1976 en þar er gert ráð fyrir að bæði kerfin, heildstæður grunnskóli og skiptur, skuli starfa enda engin óyggjandi rök til fyrir því að annað kerfið skuli víkja fyrir hinu. Hœpin tölfræði Kennarar hafa nú mötuneyti í skól- unum, ekki nemendur. Þessu verður ekki unað öllu lengur — nemendur eldri bekkja grunnskólans, sem mikla tímasókn hafa, eiga að geta keypt og neytt léttra máltíða innan veggja skólans — og í því sambandi: í Þing hólsskóla er eina skólaeldhús grunn- skólans (grunnflötur þess svarar til fjögurra kennslustofa) — Hvar ætla skólasölumenn aö skapa aðstöðu fyrir matreiðslukennsluna í staðinn og hvenær? Fnrmælendur skólasölu bera fyrir Leitaðað hlið- sig tölfræðilegar spár um fólksfjölg- un í Kópavogi næstu árin (unnar 1978 á vegum svokallaðrar framhaldsskólanefndar) sem eiga að sýna fram á tiltölulega hæga fjölgun. En við allar slíkar áætlanir gefa menn sér forsendur og við áætlun íbúa- fjölda vestrubæjar láðist reikni- meisturum t.d. að reikna með heilu hverfi sem reist verður norðan Kársnesbrautar og verður a.m.k. 100 íbúðir! Einnig er þétting byggðar al- mennt vanmetin í spánni — eða hvaða Kópavogsbúi hefur ekki tekið eftir að þegar gömul hús hverfa rís jafnan upp 3—6 íbúða hús í staðinn? Skólasölumenn ofmeta einnig alla nýtingarmöguleika skólahúsnæðis, (sem hér eru ekki tök á að fjalla um sérstaklega) og hugmyndir þeirra ganga þvert á yfirlýst takmark allra skólamanna (án tillits til stjórnmála- skoðana) varðandi húsnæðisþörf — þ.e. einsetinnskóla! stæðu í sögunni Hér er ekki rúm fyrir frekari umfjöllun um þær þrengingar og afturhvarf sem samþykkt dllögu skólasölumanna hefði í för með sér fyrir grunnskólann — hér er um hreina afturhaldstillögu að ræða enda eru báðir flutningsmenn tillög- unnar á hægri væng stjórnmálanna og er það vel við hæfi. Skylt er þó að taka fram að fjölmargir mætir menn, kjósendur Sjálfstæðis- flokksins (eða flokksbrotanna) hafa megnustu skömm á þessum tillögu- flutningi bæjarfulltrúa sinna. I raun- inni þarf að leita langt í sögu Kópa- vogs til að finna ámóta afturhalds- semi í skólamálum. Þó minnast eldri Kópavogsbúar þess e.t.v. að þegar fyrsti áfangi Kópavogsskóla var í byggingu fullyrtu nokkrir skatt- borgarar að hann myndi aldrei nýtast barnaskólanum til fulls og einn þeirra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.