Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. 3 2\ Um grjót- og malarflutningabfla: „Umferðaríögin nægilega skýr flestu læsu fólki” — er lítiö eftirlit meö akstvi og hleöslu þessara bfla? Þrír Borgfirðingar telja að islenzkar messur séu of þunglamalegar. — tillaga um breytingu á „stemmningu ímessunni” Þrír Borgfirðingar skrifa: Förum til messu með bros á vör — gleðjumst yfir boðskapnum sem þar Finnst ykkur ekki leiðinlegt í það á Iíka við um presta — og er fluttur. kirkju? Þarf svo að vera? Hvernig ■ væri að breyta svolítið um stemmn- ingu í messunni? Lízt ykkur ekki vel á t.d. svertingjamessur? Þar er fjörug lof- gjörð sungin drottni til dýrðar. Hér á landi finnst ekki munur á jarðarför og jólamessu, þar sem við eigum þó að fagna fæðingu frelsar- ans. Boðskapur Krists var fagnaðar- boðskapur — hvernig væri að muna það? Fáum fleiri hljóðfæri en þetta orgel, t.d. gítara, bassa og jafnvel trommur. Það myndi örugglega auka vinsældir kirkjunnar á meðal fólks og þá sér í Iagi unglinga. ★ VERÐ AÐEINS ca Kr. 66.990- MEÐ k RYÐVÖRN K MUNIÐ AÐ VARAHLUTAÞJÚNUSTA OKKAR ER í SÉRFLOKKI. ÞAÐ VAR STAÐFEST I KÚNNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR. BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF Suðurlandsbraut 14 - Sími 38-600 Vegfarandi hríngdi: Nýlegt lesandabréf um grjót- og malarflutningabíla er hverju orði sannara og þar er sízt of sterkt til orðatekið. Ég fer oft um í Mosfellssveit, hef mikið fylgzt með ferðum þessara manna í gegnum árin og akstur sumra þeirra gengur algjörlega fram af mér. Ekki aðeins vantar oft skjólborð að aftan, heldur er oft hlaðið svo miklu á þessa bíla að kúfurinn stendur langt upp fyrir hliðarskjól- borðin, sem gerir það að verkum að steinar og smáhnullungar hrynja til hliðanna ekki síður en aftan af þessum farartækjum. Meðal annars hef ég séð handboltastóran hnullung detta af svona bíl. Siðastliðinn föstudag var ég t.d. á leið til Reykjavíkur, þegar malarbíll tók fram úr mér á geysihraða (ég var sjálfur á 80),þrátt fyrir umferð á móti tróð hanii sér fram fyrir mig og mátti engu muna að illa færi og að ég æki beint aftan á hann. Slíkur akstur malarflutningabíla heyrir því miður ekki til undantekninga. Hvernig væri að lögreglan léti af Kirkjan: MEIRA FJORIMESSURNAR „cowboyleik” við tiltölulega skað- lausa fólksbíla nægilega lengi til þess að góma svo sem einn og einn þessara manna? Umferðarlögin (54. grein) eru nægilega skýr flestu læsu fólki en samt virðist eftirlit með þessum bílum, akstri þeirra og hleðslu vera lítið. Jafnvel við Brúarland, þar sem er óbrotin umferðarlína, fara þeir fram úr manni skipti eftir skipti. Auk þess hafði ég ekki hugmynd um að þeir mættu ekki fara hraðar en 60 km/klst, fyrr en ég sá það í Röddum lesenda, því ekkert hefur bent til þess í akstri þessara bila — þvert á móti. Vcgfarandi segisl ekki hafa haft hugmynd um að grjót- og malarflutningabflar mættu ekki aka hraðar en 60 km/klst., fyrr en hann sá það i Röddum lesenda, því honum finnst þeir oft aka mun hraðar en önnur ökutxki. DB-mynd: Hörður. Hringiö í síma -ass Raddir lesenda ÍSpurning Hvað finnst þér um deilu Pólverja og Rússa? Ólafur Hjaltason, innkaupamaður: Ég vona að hún verði til þess að verkamenn i Sovétríkjunum hagi sér eins. Birna Jónsdótlir, húsmóðir: Ég get eiginlega ekkert um þetta sagt. Ég hef ekkert spekúlerað í þvi. Jóhann Örn Arnarson, vinnuvélastjóri: Ég fylgist ekkert með því. Eðvarð Guðmundsson, rafvirki: Maður stendur náttúrlega með Solidarnosc í að láta Rússa ekkert vaða yfir sig. Jóhannes Valdimarsson, samvinnu- skólanemi: Mér finnst að verkalýðs- baráttan í Póllandi, og það sem Lech Walesa hefur verið að gera, vera mjög jákvætt og vekja athygli á kjörum verkamanna í austantjaldslöndum. Ragnar Ágústsson, bflstjóri: Ég held með Pólverjum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.