Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. 2 Aframmeð fslenzkt þungarokk — ftOg þrefalt húrra fyrir Þrumuvagn - inum” skrifa nokkur þrumulostin Nokkur þrumulostin skrifa: Okkur langar til þess að vekja athygli á hljómsveitinni Þrumuvagn- inum, en hún kom fram í Tónabæ sunnudaginn 13.9. Þrumuvagninn er eina hljómsveitin sem hefur fengið okkur til þess að klappa og stappa eða sleppa okkur yfirleitt. Það var bara verst að geta ekki dansað. Okkur rokk-aðdáend- um finnst nú loksins vera komin alvöru rokk-hljómsveit á íslandi. Þeir spila bara frumsamin lög og okkur fannst þeir ekki vera verri en stóru erlendu hljómsveitirnar; S.S.; AC/DC; Whitesnake eða Van Halen. Ef eitthvað er þá er Þrumuvagninn skemmtilegri á köflum. Þeir eru líka með æðislega sviðs- framkomu og við krakkarnir spáum því, að þeir verði vinsælasta rokk- hljómsveitin í vetur. Áfram með íslenzkt þungarokk og þrefalt húrra fyrir Þrumuvagninum. Hljómsveitin Þrumuvagninn. DB-mynd: Sig. Þorri. „Eg held nú að margar raddir myndu kveina ef sýndar væru eins margar sinfóniur i islenzka sjónvarpinu og i þvf norska, sem sýnir þær að meðaltali þrisvar f viku,” segir Garrí. Um bikarúrslitaleik ÍBV og Fram: „Lélegt að sýna leik- inn ekki sama kvöld” Garri skrifar frá Noregi: Eftir því sem maður bezt fær séð eru íþróttaáhugamenn á íslandi óánægðir með hve sjónvarpið stendur illa að íþróttafréttaflutningi. Sérstaklega var mikil óánægja vegna meðferðar á bikarúrslitaleik ÍBV og Fram, enda lélegt að sýna leikinn ekkisamakvöld. Hér í Noregi eru íþróttum gerð alveg sérstaklega góð skil í sjónvarpi og aldrei gert upp á milli íþrótta- greina. Þegar einhver íþrótta- atburður á sér stað, sem fólk hefur reglulegan áhuga á, þá er hann sýndur strax sama kvöldið. Mörkin eru síðan stundum sýnd þrisvar, svo ekkert fari milli máia. Vonandi fer íslenzka sjónvarpið að taka við sér í þessu efni. Annars er islenzka sjónvarpið langtum betra en það norska. Til dæmis sýnir norska sjónvarpið einungis kvikmynd á mánudögum, aldrei á laugardögum. Oft höfum við íslendingar kvartað yfir miklum sinfóníum í útvarpi. Ég held nú að margar raddir myndu kveina ef sýndar væru eins margar sinfóníur í íslenzka sjónvarpinu og í því norska, sem sýnir þær að meðal- tali þrisvar í viku. Slíkt myndi nú gera út af við sjónvarpsglápara á íslandi. Hugulsemi: Óþekkt kona fær þakklætifyrirCoke —betra seint en aldrei Bryndis og Hékon hrin^du: Fimmtudagskvöldið 17. þ.m. lent- um við í bílslysi við Eddufell í Breiö- holti. Hcr var um árekstur tveggja bila að ræða. Willys-jeppa og Lödu. Bilarnir skemmdusl báðir mikið en scm betur fer slapp fólkið að mestu óskaddað. Eins og gefur að skilja varð okkur öllum mikið um og vorum því vönkuö en okkur þótti vænt um elskuleg viðbrögð nær- staddra, þótt við hefðum litla rænu á aðsýnaþakklæti. Þegar verið var að taka af okkur skýrslurnar kom t.d. kona sem færði okkur stóra Coke og hvarf siðan á burt. Okkur gafst ekki tæki- færi til þess að þakka fyrir þessa hressingu, sem kom sér mjög vel. Viö vonum þvi að umrædd kona sjái þessari linur, því við þökkum henni hér með kærlega fyrir. \ m Það veröur ekki ofsagt að í kjölfar jákvæðra gerða fylgi jákvæð viðbrögð. Umþakklæti: KVEÐJAN KOMST TIL SKILA —gladdi móttakanda mjög Hildegard Þórhallsson hringdi: Mig langar til þess að þakka Bryndisi og Hákoni fyrir kveðjuna í DB, þriðjudaginn 22. september, því ég er konan sem gaf þeim Coke. Það var fallegt og hugsunarsamt af þessu unga fólki að þakka fyrir þetta lítiiræði og það gladdi mig að þau skyldu gera það. Ég óska þeim alls góðs og vona að þau séu við beztu heilsu, þrátt fyrir bílslys sem leit mjög illa út. Ég vil raunar geta þess að við, sem þarna vorum, dáðumst að stillingu þeirra, er í árekstrinum lentu. í því sambandi vil ég benda á að fólk, sem kemur að svona slysum, ætti stundum að athuga að það má svo margt gera til þess að hughreysta dálítið. Það er hægt að gera meira en aðglápa. Skýring á texta um athöf n við Hrauneyja- fossvirkjun Ásgeir Þormóðsson hringdi: Mig langar til þess að fá skýringu á texta sem birtist í grein um athöfn við Hrauneyjafossvirkjun. Þar stendur: „Tiginbornir gestir og verka- menn. . . Ég vii einfaldlega vita hverja þið teljið tiginborna og hverja ekki og óska svars frá viðkomandi biaða- manni, því mér finnst jyetta vera fáránlegt. Svar: Orðið tiginbornir er hér notað til að skerpa andstæðurnur milli þeirra gesta sem boðnir voru til veizlunnar og þeirra verkamanna er vinna við virkjunina. Setningin verður mun lit- lausari ef umrætt orð er fellt niður því þá hljóðar hún svo: gestir og verkamenn voru í hátíðaskapi. . . . Hér er því eingöngu um stílbragð, ef nota má svo virðulegt orð, að ræða, en ekki er verið að leggja neinn dóm á ætterni viðkomandi. -SA. -v> V‘ tutt og skýr bréf Enn einu sinni minnu lesendaJálkar DB alla þá. er hynnjast senJa þœttinum linu. aó láta lylnia fullt nafn. heimilisfany. slmanúmer lef um þaó er að rœða) oy 1 nafnnúmer. Þetta er lltil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkar j oy til mikilla þœyinJa fyrir DB. LesenJur eru jafnframt minntir á að hréfeiya að veru stutt og .vAt.fr. Áskilinn erfullur réttur til að ' stytta hréfoy umorða til að spara rúm oy koma efni hetur til skila. Bréf ættu helzt ekki að vera lenpri en 200—300 orð. Simatími lesenJaJálka DB er milli kl. 13 oft /5 frá mánuJöpum tilföstuJaya. <A«/i ,ir or vertoroenri Tiginbornir g« >r ^ c( forset. voru i hf!,öf:! rronbogadóttir. 'agð. íslands, V'8.''' ,»AvarhúM Hrauneyja hornstein að st . ulefni var m.Voö fossvirkjunar^ Af h og sálu gest.r , urodvrð.rv^^ndsv,rgjur.ro 1 hádegisvu^_°°^^^^| sero strnað hafa aB ser að frarn. 'SA' Greinin, sem lesandi vitnar i, og birtist með myndum af athöfn er forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, lagði hornstein að stöðvarhúsi Hrauneyjafossvirkjunar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.