Dagblaðið - 05.11.1981, Page 7

Dagblaðið - 05.11.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1981. ÞORÐAR PETURSSONAR w o Kirkjustræti 8 v/Austurvöll, sími 14181 Laugavegi 95, sími 13570. Fulltrúar verkalýðs og kirkju. Kirkjan hefur átt sterk ítök i verkalýðshreyflngunni og nú ætla þessi ðfl að ná samkomulagi við hið kommúniska ríkisvald um lausn vandamálanna. Pólland: SOGULEGUR FUNDUR FULLTRÚA KIRKJU, RÍKIS OG VERKALÝÐS — Jaruzelski, Walesa og Clemp erkibiskup vilja skapa þjóðareiningu um lausn vandamálanna Sögulegur fundur átti sér stað í gær milli Lech Walesa, leiðtoga Einingar, rómversk-kaþólska biskupsins Jozef Clemp og Jaruzelski forsætisráðherra Póllands. Á fundinum ræddu þeir um að koma á þjóðareiningu um lausn þeirra vandamála, sem Pólland hefur átt við að etja síðastliðna 16 mánuði. Fundur þessi á sér ekkert fordæmi i 36 ára sögu kommúnistastjórnar i landinu. Hann hefur aukið mjög vonir manna um að ríkisvaldið, óháðu verka- lýðsfélögin og kirkjan geti lagt niður deilur sinar og komizt að samkomulagi um lausn vandamálanna án þess að rikisvaldið þurfi að beita harðari aðgerðum. I yfirlýsingu sem gefin var út að fundinum loknum segir að leiðtogarnir hafi skipzt á skoðunum um möguleikana á að mynda þjóðar- einingu um lausn efnahags- og stjórn- málalegra vandamála í landinu og um að skapa vettvang fyrir stöðugum viðræðum milli aðilanna á grundvelli stjórnarskrár Póllands. Tilvísun til stjórnarskrárinnar þykir benda til þess að ekki eigi að hreyfa við forræði kommúnistaflokksins yfir ríkisstjórninni. Viðræðuaðilar lýstu því yfir að fundinum loknum, en hann stóð í tvær klukkustundir, að þeir væru ánægðir með niðurstöðu hans. Lech Walesa, sem yfirgaf þing Einingar í Gdansk til að taka þátt í fundinum, sagði að honum loknum að fleiri fundir milli þeirra yrðu á næstunni. En þrátt fyrir ánægju Sovétnjósnari afhjúpaður Nýtt sovézkt njósnamál hefur nú undur, sem enn hefur ekki verið komið í Ijós. í þetta sinn eru það Danir sem eru þolendurnir. Öðrum sendiráösritara í sovézka sendiráðinu i Kaupmannahöfn hefur verið vísað úr landi fyrir njósnir. Danska leyni- þjónusta kom upp um hinn sovézka njósnara fyrir nokkrum vikum en það var ekki fyrr en t gær að danskir fjölmiðlar komust 1 málið og þá stað- festi Anker Jörgensen forsætisráð- herra að sendiráðsritaranum hefði verið vísað úr landi. í gærkvöldi var danskur rithöf- nafngreindur, ákærður um njósnir og samstarf við sovézka sendiráðið í Kaupmannahöfn, meðal annars við þann sendiráðsritara sem vísað var úr landi. Eiginkona rithöfundarins hefur einnig verið ákærð fyrir sama brot. Sovétmenn munu einkum hafa ætlað rithöfundinum það hlutverk að hafa áhrif á félaga sina innan rithöf- undasambandsins í baráttunni fyrir því að Norðurlönd verði yfirlýst kjarnorkuvopnalaust svæði. -GAJ. Lundi viðræðuaðilanna með fundinn heyrð- ust margar óánægjuraddir á þingi Einingar. Einn þingfulltrúa sagði að þegar ríkisstjórnin lýsti yfir ánægju sinni með slíka fundi, þá þýddi það að á þeim hefði ekkert gerzt. Annar með- limur úr stjórn Einingar sagði að búizt hefði verið við því að á fundinum hefði samtökunum verið veittur réttur til að hafa áhrif á ráðherraval, en svo hafi ekki orðið. í fjarveru Walesa voru undirbúin á þingi Einingar drög að ályktun um frestun allra verkfalla og um að taka þess í stað upp samningaviðræður við ríkisvaldið um kröfur samtakanna, sem meðal annars eru um aukin áhrif samtakanna á efnahagsmál og á stjórn fjölmiðla. Geimskoti frestað Ferð geimskutlunnar Kolumbíu sem hefjast átti í gær var skyndilega frestað um eina viku. Geimskutlan átti að fara í aðra ferð sína út í geiminn og voru aðallega rannsóknartæki innanborðs að þessu sinni. En 31 sekúndu fyrir brottför var hætt við að skjóta henni á loft vegna bilunar sem kom fram í vélum skutlunnar. Kom í ljós á síðustu stundu að gleymzt hafði að skipta um olíu frá síðustu ferð skutlunnar, en þá flaug hún hátt á aðra milljón kíló- metra. 8 REUTER 8 Reykt rúllupylsa.............kg verð 26,00 kr. Hvalkjöt.....................kg verð 26,00 kl". • Hrefnukjöt....................kg verð 27,00 kl\ Dilkalifur...................kg verð 40,30 kl*. Dilkahjörtu..................kg verð 26,70 kr. Dilkanýru....................kg verð 26,70 kr. Dilkamör.....................kg verð 6,40 kr. Slagvefja með beikoni.........kg verð 29,00 kr. Kjúklingar, 4 stk. í poka,...kg verð 54,00 kr. Kjúklingar...................kg verð 61,00 kr. Slög................. ........kg verð 14,50 kr. Saitkjöt......................kg verð 38,95 kr. Stórlúða í sneiðum............kg verð 22,50 kr. Strásykur.....................kg verð 5,90 kr. Kakó, 1/2 kg......................... 20,60 kr. Flóru safi, 2,2 lítrar,............ 21,15 kr. Flóru appelsínumarmelaði, 1,2 kg.,.... 19,95 kr. Flóru blönduð sulta, 1,2 kg.......... 21,60 kr. , Flóru jarðarberjasulta, 1,2 kg,.... 23,25 kr.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.