Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Qupperneq 47
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
51
manns, jafnt ríks sem fátæks. í nokkrum löndum var
lögð svo mikil stund á jarðeplarækt, að þau urðu aðal-
fæða fjöldans af fólkinu, einkum fátækari hlutans. Á ír-
landi var t. d. uppskerubrestur á jarðeplum árin 1845 —
’46 vegna jarðeplasýkinnar. Af því leiddi hallæri og mann-
dauða þar í landi.
Um síðustu aldamót var talið, að jarðepli væru alls
ræktuð á 2500 fermílna stóru svæði á jörðunni. — Pað
er talsvert stærra en alt ísland. — Af þessu landi eru
4/s í Norðurálfu en hitt í öðrum heimsálfum. Eftir alda-
mótin var uppskeran talin árlega 1272 miljónir tunna. —
Bezta hugmynd fá menn um það, hve mikið er ræktað
af jarðeplum í samanburði við annan jarðargróður, ef
hægt væri að vita, hve mikið af hinu ræktaða tandi væri
notað til jarðeplayrkju. Þetta sýna útlendar hagfræðis-
skýrslur, en vorar eigi. í þeim er það land talið í einu
lagi, sem notað er til garðyrkju.
Árið 1907 er talið, að af hinu ræktaða landi væri not-
að til jarðeplayrkju:
í Noregi 18,2 %,
- Svíþjóð 7,1 —,
á Þýzkalandi 16,8 —,
- Bretlandi 6,0 —,
- írlandi 27,0 —,
- Frakklandi 9,0 —,
í Danmörku 3,7 —.
Samanburðurinn kemur einnig glögt fram, þegar að-
gætt er, hve miklu uppskeran af jarðeplum nemur árlega
á hvern einstakling í hinum ýmsu löndum. Á árunum
1901—’05 var hún að meðaltali árlega á mann:
í Noregi 2,4 tn.
- Svíþjóð 2,8 -
- Danmörku 2,5 -
á Þýzkalandi 7,0 -
- íslandi 0,25 -
Þessar tölur sýna, að erlendar þjóðir ieggja mjög mikla
í4*