Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Síða 142
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
147
óttast. Til þess að verða vel leikinn sláttumaður þarf
reyndar nokkra æfingu, en verklaginn maður, er farið
hefir með hesta, slær gott land hiklaust á fyrsta degi.
Nú er verkafólksekla og kaupgjald fer altaf hækkandi.
Helzta leiðin útúr þeirri klípu verður sláttuvjelin og fleiri
vinnuvjelar, þar sem hægt er að koma þeim við. Við
höfum svo lítið vjeifært land, segja flestir. Satt að vísu
hjá mörgum, en sumir hafa líka mikið. Og sljetta landið
stækkar fljótlega, þegar vjelín er komin. Pað er einn af
hennar kostum. Pá fara menn fyrst að finna, hvers virði
jarðabætur eru. Hún þokar markinu hærra. Eflir þrekið
til framkvæmdanna. Á byrjunarstigi jarðabótanna sáu
menn sljettuð flekkstæði hingað og þangað innan um
hraunþýíið aðeins í hillingum, lengra eygðu fæstir, hærra
var ekki stefnt. Þess vegna eru sljettublettirnir dreifðir
víðs vegar um allan völlinn. Nú hafa margir tekið fyrir
ákveðna túnhluta til sljettunar. En sláttuvjelin gerir enn
meiri kröfur. Hún heimtar alt túnið, þannig: Sljettið fyrst
höftin og komið saman sljettu blettunum. Leggið svo
nýjar sljettur haganlega til sláttar, og burt svo með all-
ar bannsettar þúfurnar, þær verða ykkur og mjer til bölv-
unar fram til síðustu stundar, sem þær fá að standa.
Og vjer ættum að láta leiðbeiningar og örvunarorð sláttu-
vjelarinnar oss að kenningu verða. Nú er fengið það
verkfæri og sú reynsla, að það er ófært að láta þetta
hjálparmeðal liggja ónotað lengur, og það er skaðleg ó-
framsýni að miða ekki fyrirkomulag jarðabóta við not-
kun hennar, jafnvel á þeim jörðum, sem hún þó getur
ekki komið að notum í nánustu framtíð.
5. Samband við búnaðarfjelögin-
Öll búnaðarfjelögin eru nú gengin í sambandið. Sú
starfsemi hefir gengið vel, það sem komið er. Sýslubú-
fræðingarnir segja starfið aukast. Eftir því sem lengra líð-
10'