Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Side 93
Q8 Ársrit RæktufjjBelags Norðurlands.
ur lítill og veiklegur; blómin hvít. Hafa gefið hjer næst-
um minsta uppskeru allra afbrigða, eða nálægt helmingi
minna en beztu afbrigðin. Hún er sniðföst, fínbygð og
einhver sú bezta að bragðgæðum.
— Eg skal svo láta hjer staðar numið með lýsingu
hinna einstöku afbrigða. Að »Júlí« undantekinni eru þetta
hin helztu, er þýðingu geta haft og komið til greina til
framhaldsræktunar. Skulum vjer nú að þessu loknu virða
fyrir oss hina einstöku liði í skýrslunni hjer að framan.
Uppskerumagnið.
þegar dæma skal um gildi afbrigðanna, mun flestum
verða fyrst fyrir að líta á uppskerumagnið. Með því að
renna augunum yfir uppskerudálkinn sjest, að það er
harla mismunandi, þótt óvíða muni miklu á nánustu af-
brigðunum vegna þess, hve mörg þau eru. Hjer er um
helmingsmunur milli hinna beztu og lökustu afbrigða, og
miðlungsafbrigði, eins og t. d. Daladrotning, gefur hjer
um bil '/4 minni uppskeru en hið bezta. Bóndi, sem
fengi 10 tunnur að jafnaði úr garðinum sínum, með því
að nota kyngott útsæði, fengi að eins 7‘/2 tn. með því
að nota Daladrotningu, og aðeins tæpar 5 tn., setti hann
nióur Júlí eða Perle von Erfurt. Sje tunnan metin 8 kr.,
verður þetta öll árin hlutfallslega 800 kr., 600 kr. og 400
kr. Hjer því um mikinn mun og allálitlega verðhæð að
ræða, sem vert er að gefa meiri gaum, en hingað til hef-
ir átt sjer stað. Ekki má þó skilja þetta svo, að afbrigð-
in hafi öll árin fylgt hinni sömu röð í uppskerumagninu
og meðaltalstafian sýnir. Hin einstöku afbrigði hafa far-
ist töluvert á mis eftir árferði og öðrum ástæðum; get-
ur það farið eftir eðli þeirra, afstöðu til harðæris, þurka
o. s. frv. Þannig má geta þess, að Mossros, sem að
eðlisfari hæfir bezt fremur raklendur jarðvegur, hefir gef-
ið tiltölulega minsta uppskeru 1912 og 1903, en bæði
sumurin hafa verið óvanalega þurviðrasöm. Eins mætti