Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Blaðsíða 81
Ársrit Ræktunarfjélags Norðurlands. 85
kartöflurnar eru soðnar með hýðinu, að láta þær kólna
sem minst, meðan á flysjuninni stendur. Smáar kartöflur
eða nýjar, með mjög litlu hýði, eru vanalega soðnar með
hýðinu, en stórar, með þykku hýði, eru mikið betri, sjeu
þær flysjaðar hráar.
Kartöflustappa. Kartöflurnar eru flysjaðar hráar, soðn-
ar og marðar sundur í pressu, með hnalli eða saxaðar í
söxunarvjel. Pá eru þær látnar í pott aftur með ofurlitlu
af smjöri og mjólk (þó má sleppa smjörínu, ef vill),
hrært vel í pottinum, og látið sjóða. Síðast er látið ofur-
lítið af sykri og salti til smekkbætis. Kartöflustappa á
sjerlega vel við smásteik eða barið kjöt.
Brúnaðar kartöflur. Kartöflurnar eru soðnar með
hýðinu. (Bezt er að hafa íremur smáar kartöflur, sem
jafnastar að stærð.) Þegar búið er að sjóða, eru þær
ílysjaðar og settar á heita pönnu með brúnuðu smjöri
og ofurlitlu af strausykri. Pannan er svo hrist til við og
við, meðan kartöflurnar eru að brúnast. Brúnaðar kart-
öflur eiga sjerstaklega vel við stórsteik og fuglasteik.
FransKar Kartöflur. Kartöflurnar eru flysjaðar og
skornar niður hráar í örþunnar sneiðar. Síðan eru þær
brúnaðar í potti, í brúnaðri tólg. Pessar kartöflur eiga
vel við allskonar steik (af fiski eða kjöti). Pær eru vana-
lega látnar á fatið með til skrauts.
KartöfluKúlur. Kartöflurnar eru flysjaðar hráar, soðnar
og saxaðar eða marðar, eins og í kartöflustöppu. Pá er
hrært saman við þær ofurlitlu af mjólk, og ef til vill
bræddu smjöri; ef deigið verður of lint, má hnoða dá-
litlu af hveiti upp í þær. Svo eru búnar til hnöttóttar
kúlur úr deiginu, og þær brúnaðar í smjöri á pönnu
með ofurlitlum sykri. — Pær eru góðar með allskonar
steik.
Par sem mikið er ræktað af kartöflum og þær mikið
hafðar til matar, eru þær notaðar á ýmsan hátt saman
við kjöt og fisk til drýginda. Svíar t. d. sjóða þær, flysja
og saxa og hafa þær saman við kjöt og flesk í bjúgu