Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Qupperneq 144
Arsrit Ræktunarfjelags Norðurlands.
149
færa á skýrslurnar. Pær verða þannig úr garði gerðar,
að hver jörð fær sína eigin skýrslu, og hver bóndi hefir
líka yfirlit yfir sínar framkvæmdir, þótt hann flytji | milli
jarða innan búnaðarfjelags. Hjer á skrifstofunni er haldin
samskonar bók um alt fjelagssvæðið, og fær þar hver
jörð og hver bóndi sína framkvæmdarsögu, þegar stund-
ir líða, hvernig sem hann flyst til á fjelagssvæðinu. Slíkt
yfirlit getur orðið handhægt og fróðlegt.
Yfirleitt hefi eg ekki orðið annars var, en menn sjeu
ánægðir með samvinnuna. í einu ber þó á milli. Eg hefi
þóst verða þess var, að sum búnaðarfjelög hafi breytt
útaf reglum fjelagsins um greiðslu mælingagjaldsins, og
goldíð það af sameiginlegum sjóði, í stað persónugjalds,
sem ávalt hefir verið tilskilið í reikningum frá fjelaginu.
Allir fjelagar Ræktunarfjelagsins eru undanþegnir gjald-
inu og eiga því ekki að taka þátt í greiðslunni. Fyrir
hína, sem ekki eru í Ræktunarfjelaginu, er þetta samt
sem áður ekkert aukagjald, því mælingagjaldið var áður
tekið af sameiginlegum tekjum fjelagsins, áður en þær
komu til útborgunar. Nú skerðast ekki tekjurnar af mæl-
íngagjaldinu, og dregst því sem því svarar minna frá
hverjum einstökum, eða þá sjóður fjelagsins eykst þeim
mun meira. Pað ætti því að koma í sama stað niður fyr-
ir þá, sem utan Ræktunarfjelagsins eru, hvort þeir greiða
mælingargjaldið beint, eða þeir greiða það eins og áður
átti sjer stað, að það sje dregið frá sameiginlegum tekj-
um til útborgunar.
Retta vona eg að öllum sanngjörnum mönnum skiljist,
og eins hitt, að það er skylda Ræktunarfjelagsins að
reyna í þessu efni að vernda rjettindi fjelaga sinna. Reim
var lofað mælingunum endurgjaldslausum og það ciga
þeir að fá. En vilji þeir endilega gefa utanfjelagsmönn-
um þessi rjettindi með sjer, þá getur það enginn bann-
að, — þeir um það, — en þá eiga þeir heldur enga sök
lengur á Ræktunarfjelaginu, þó svona gangi. Annars fjölg-
ar nú æfifjelöum óðum, og innan skamms er mælingar-