Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 6
8
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
Athugasemd 3. Má við svo búið standa.
—4. Til athugunar framvegis.
Reikningarnir að svo búnu samþyktir í einu hljóði,
samkvæmt tillögum reikninganefndar.
10. Nefnd sú, sem kosin var til að athuga umferðaplæg-
ingarnar, lagði fram álit sitt.
Eftir töluverðar umræður var samþykt svohljóðandi
tillaga frá nefndinni:
»Fundurinn leggur til, að Ræktunarfélagið styðji
»hestavinnu hjá búnaðarfélögunum á þann hátt, að
»útvega eftir föngum þeim félögum á félagssvæðinu,
»sem þess óska, einn vanan mann með 1—2 vana
»hesta til að hafa á hendi umferðarplægingar yfir
»vortímann og lengur ef óskað er.
»Fjárhagslegur styrkur til þessarar vinnu sé 25
»krónur til hvers þess búnaðarfélags, sem sannar
»með skýrslu plægingarmanns, að það að minsta
»kosti hafi unnið að meðaltali 2 dagsverk með plóg
»og herfi á hvern starfandi búnaðarfélaga, eða alt að
»30 dagsverkum á búnaðarfélagió og að minsta kosti
»einn maður og tveir hestar hafi lært vinnuna. Verð-
»laun þessi útborgist í peningum eða verkfærum.*
Frá fundarstjóra kom svohljóðandi tillaga, en var
feld:
»Fundurinn leggur til, að Ræktunarfélagið veiti 5
»króna verðlaun fyrir hverja dagsláttu, sem plægð er
»og herfuð á félagssvæðinu og styrki félagsmenn að
»öðru leyti með útvegun á mönnum og verkfærum
»eftir því sem unt er.«
11. Álit fjárhagsnefndar. Nefndin gjörði nokkrar breyt-
ingar á fjárhagsáætlun stjórnarinnar, er fundurinn
samþykti í einu hljóði.
Ní næst var svohljóðandi fjárhagsáætlun samþykt.