Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 19
Búfjárrœktarmálið.
Fyrirlestur fluttur á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands á
Blönduósi 23. júní 1915 af cand. agric H. J. Hólmjárn.
Háttvirtu tilheyrendur.
í engu landi í Evrópu byggist landbúnaðurinn jafn-
1 mikið á búfjárrækt eins og á íslandi, því mest allar tekj-
ur landbúnaðarins eru beint eða óbeint af búfénu.
Afleiðingin af því verður, að hagnaður landbóndans
af búskapnum hlýtur að fara afarmikið eftir því, hvernig
þau dýr eru, sem hann hefir undir hendi.
Sé búféð gott, gefi miklar og góðar afurðir, þá eru
miklar líkur til þess, að hann hafi hagnað af búskapn-
um, sé búféð rýrt til afnota, gefi litlar afurðir í saman-
burði við tilkostnaðinn, þá verða tekjur bóndans líka
rýrar og því rýrari, sem búféð er verra. Landi voru er
ekki þannig varið, að hægt verði að neinum mun að
framleiða vörur af jörðunni sjálfri, sem geta selst óbreytt-
ar á heimsmarkaðinum.
Búféð er því nauðsynlegur milliliður fyrir landbónd-
ann, milliliður, sem breytir hinum lítt seljanlegu afurð-
um islenzkrar jarðar, grasinu og heyinu, í gjaldgenga
vöru. Vér getum því í þessu tilliti líkt búfénu við vélar,
sem taka á móti óunnu efni og breyta því í seljanlega
vöru.
Vér vitum, að því betri og fullkomnari sem vélarnar