Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Side 20
24
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
eru, því betur fara þær með efni það, sem þær eiga að
vinna, og því meiri verður arðurinn.
F*að ætti að vera öllum íslenzkum bændalýð augljóst,
hversu afarmikla þýðingu það hefir fyrir íslenzkan land-
búnað, að íslenzkt búfé gefi sem mestar og beztar af-
urðir með sem minstum tilkostnaði.
Spurningin verður þessi: Er hægt að breyta íslenzk-
um búpeningi þannig, að hann gefi meiri afurðir, eða
bæta hann, gjöra á honum kynbætur, sem svo er nefnt.
F’eirri spurningu verð eg að svara játandi.
Áður en eg byrja að rökstyðja þetta svar, vil eg til
skilningsauka fara fáeinum orðum um búfjárrækt í fortíð
og nútíð.
1. Búpeningur fyr á tímum og ræktun hans.
1. Á íslandi.
Landnámsmennirnir komu flestir frá Noregi; nokkur
hluti þeirra var þó kominn frá Bretlandseyjum, sérstak-
lega Orkneyjum, Hjaltlandi, Skotlandi og írlandi. F’eir
höfðu með sér húsdýr, bæði hesta, sauðfé, nautpening,
svín, alifugla o. fl., sennilega hver úr sinni heimbygð.
íslenzki búpeningurinn er að mestu leyti kominn frá
þessum húsdýrum.
Að vísu hefir eitthvað lítið af búpeningi, sérstaklega
nautgripir og sauðfé, verið flutt hingað til landsins síð-
an á landnámsöldinni. En þessi innfluttu dýr hafa verið
svo fá, að áhrif þeirra á íslenzkan búpening hafa naum-
ast orðið svo mikil, að verulega þýðingu hafi. F*ó mun
eg síðar minnast lítið eitt nánar á það.
Útlit íslenzka búpeningsins hefir í fornöld eins og nú
á tímum verið töluvert mismunandi. Sennilega hafa ekki
verið til neinir ákveðnir kynstofnar, í nútíma-skilningi.
F*ó hefir sjálfsagt þá eins og nú á tímum verið talsverð-
ur mismunur á búpeningi eftir staðháttum.