Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Page 21
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
25
Sauðféð hefir líklega verið minna og jafnvel ver vax-
ið en það er nú á tímum. Pá ályktun dreg eg af því,
að féð hefir á landnámstímunum og lengi fram eftir öld-
um lifað að mestu á útigangi, og ennfremur að land-
kynin á Norðurlöndum og Bretlandi áður fyrri voru frem-
ur léleg, má t. d. nefna heiðaféð, sem á þeim tímum
hefir verið töluvert útbreitt á Norðurlöndum. Ennfremur
var fjárfjöldinn svo mikill hjer á íslandi á landnámsöld-
inni og lengi fram eftir tímum, að óhugsandi er, að
nægilega mikils fóðurs hafi verið aflað handa honum
öllum. Eitt dæmi vil eg nefna, sem sýnir, hve margt fé
einstöku menn gátu átt á landnámsöldinni. Þorsteinn
rauðnefur að Forsi lét telja sauði sína úr rétt tuttugu
hundruð (þ. e. 2400), en »þá hljóp alla réttina þaðan
af«. (Landnámabók bls. 207.) Allir íslendingar þekkja
sjálfsagt söguna af Ólafi páa, þegar hann flutti að Hjarð-
arholti í Dölum. Mörg slík dæmi má finna í íslendinga-
sögunum, sem sanna, hve fjárfjöldinn hefir verið afar-
mikill.
Útlit hesta mun á landnámsöldinni hafa verið svipað
og nú á tímum. Þó er ekki ósennilegt, að þá hafi verið
til nokkrir stærri hestar en nú. Að svo hafi verið, virðist
ekki ósennilegt, þegar að því er gætt, að á Bretlands-
eyjum voru á þeim tímum til hestar, sem voru stærri en
íslenzkir hestar nú alment gerast. En að svo hafi verið
sannast af sögu Júlíusar Cæsars.
Pó íslenzkir hestar hafi verið nokkuð misjafnir á land-
námsöldinni, þá eru þeir nú svo blandaðir, að vart verð-
ur hægt að greina uppruna.
Geta má þess, að íslenzka hesta — eigi allfáa — vant-
ar vaðhorn á afturfæturna. Talið er, að öll önnur hesta-
kyn hafi þau, að undanteknum keltneskum smáhestum,
sem á landnámsöldinni voru á Bretlandseyjum og þaðan
hafa fluzt hingað til íslands og blandast norsku hestun-
um.
Nautpeningur er sem önnur húsdýr vor íslendinga