Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Síða 23
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
27
lega að búpeningsfjöldinn hefir verið töluverðum breyt-
ingum undirorpinn á því tímabili. Hnignun landslýðsins
eptir gullöldina hefir og haft það í för með sjer, að bú-
peningi hefir mjög fækkað; þá hefir og eyðilegging skóg-
anna og eldgos hjálpazt að því að minka og skemma
graslendið, svo eigi varð það jafngott til beitar sem í
fyrstu.
Eins og áður er á drepið, hefir meðferð búpenings
verið fremur slæm, alt í frá landnámstíð og fram um
1850. Gekk peningur af, þótt harðir vetur væri, og það
jafnvel nautgripir. Vil jeg færa til örfá dæmi:
í Laxdælasögu 31. kap. stendur. »Olafr pái átti marga
kostagripi í gangandi fé. Hann átti uxa góðan er Harri
hét, apalgrár að lit, meiri en önnur naut. Hann krafsaði
sem hross. Einn fellivetr mikinn gekk hann ór Hjarðar-
holti ok þangat sem nú heita Harrastaðir í Breiðafjarð-
ardali (d: Miðdali skamt inn frá Hvammsfjarðarbotni
sunnanverðum); þar gekk hann um vetrinn með 16
nautum, ok kom þeim öllum á gras; um vorið gekk
hann heim í haga þar sem heitir Harraból í Hjarðarholts-
landi.c
Fluga Þóris dúfunefs tapaðist á Brimnesskóg og gekk
þar í 3 ár, áður hún fanst.
Mörg dæmi úr sögunum, sem sanna það sama, mætti
tína til, en hér hirði eg eigi að nefna fleiri.
Um fyrirhugaðar kynbætur i ákveðna stefnu hefir sjálf-
sagt ekkert verið að ræða, frá því landið bygðist og alt
fram til vorra daga.
F*á voru þó stóðhestar fleiri látnir vera ógeltir til full-
orðins ára og hefir það á óbeinan hátt stutt að kynbót-
um. Nokkrar tilraunir hafa og verið gjörðar með að flytja
útlendan búpening til kynbóta hingað til landsins t. d.
1761 voru fluttir 2 Merinoshrútar til landsins, en með
þeim fluttist fjárkláðinn hingað. 1856 voru fluttir inn
hrútar frá Englandi og notaðir dálítið til undaneldis. 1880