Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1915, Side 25
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 29
II. Búfjárræktun nú á tímum.
1. Á íslandi.
Ef vér athugum búfjárræktina nú á tímum, eins og
hún er hér á landi, þá sjáum vér ekki, svo að Ijóst sé,
að dýrin okkar hafi tekið miklum framförum síðan á
landnámsöldinni, nema ef vera skyldi nautpeningur sök-
um góðra haga og haustburðar, sem knúð hefir til betri
meðferðar á kúm yfir veturinn en ella hefði orðið.
Eins og fyr er nefnt, er búpeningsfjöldi sennilega miklu
minni nú en á gullöld landsins. Fyrir þá sök er hægra
að afla nægilegs fóðurs handa búpeningi og fóðra hann
betur en áður. En eigi eru líkur til þess að búféð geti
verið eins margt nú eins og það hefir flest verið, effara
á sæmilega með það.
Aukin ræktun landsins hefir þó það í för með sér, að
búpeningur bæði getur fjölgað og fjölgar. Og ef með
slikri fjölgun fylgja umbætur á sjálfum dýrunum, þá er-
um vér á réítri leið. En hvað er gjört til þess að hrinda
íslenzkri húsdýrarækt í betra horf?
Það er gert töluvert í þá átt, og skal eg í fáum orð-
um drepa á það helzta.
A. Meðferð
á búpeningi öllum er nú til muna betri en áður hefir
verið. Mest mun meðferðin hafa verið bætt á nautpen-
ingi. Sögurnar sanna, að hann hefir allmikið gengið úti
á vetrum áður fyrri. Um slíkt er nú ekki framar orðið
að ræða að því einu fráteknu, að uxum er nokkuð beitt
sumstaðar. Meðferð á sauðfé og hrossum er og til muna
betri en hún hefir verið aðeins fyrir nokkrum áratugum
síðan.
Enn þá verður þó að bæta meðferð búpeningsins, svo
hún verði betri en alment gjörist, því meðferðin þarf að
vera i sem fylstu samræmi við þær ströngustu kröfur,